Sport

Guðni búinn að ná sér eftir erfið veikindi og stefnir á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðni Valur Guðnason
Guðni Valur Guðnason s2 sport
Guðni Valur Guðnason er að ná upp fyrri styrk eftir erfið veikindi í lok síðasta árs. Hann fékk lífhimnubólgu og lá á sjúkrahúsi í um þrjár vikur.

Honum gengur vel að æfa og er kominn langt með að ná á sama stað og hann var fyrir veikindin.

„Það gengur mjög vel. Ég er búinn að vera að borða allt, kannski ekki mikið af hollu en það skiptir ekki öllu máli, maður reynir bara að halda kaloríunum uppi og lyfta eins mikið og maður getur,“ sagði Guðni Valur við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Eina sem vantar uppá er sprengikrafturinn, annars er ég bara mjög svipaður og ég var.“

Guðni Valur keppti á sterku móti í Eistlandi á dögunum þar sem hann náði besta kasti sínu í ár í kringlukasti þegar hann kastaði 64,77 metra og hafnaði í þriðja sæti.

Hann var aðeins tuttugu sentimetrum frá HM lágmarkinu, en HM fer fram í Katar í lok september. 

„Það er bara að halda áfram að kasta, það eru ennþá einhverjir tveir mánuðir þar til lágmarkstíminn rennur út, ég er nokkuð viss um að ég muni ná því,“ sagði Guðni Valur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×