Stjórnmálamenn stokki spilin Helgi Vífill Júlíusson skrifar 5. júní 2019 07:15 Mikilvægt er fyrir stjórnmálamenn að nýta upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu til að stokka spilin. Það þarf að kortleggja hvað sé nauðsynlegt í rekstri hins opinbera, hvað megi betur fara, hvað megi missa sín og hvernig létta megi undir með landsmönnum sem standa straum af útgjöldunum með einum eða öðrum hætti. Ef rétt er haldið á spöðunum getur hið opinbera staðið sterkara eftir tiltekt og með skýra sýn á hlutverk sitt. Mistakist það verður róðurinn þyngri. Af þeim sökum ber að fagna því að fjármálaráðherra sagði að velt yrði við hverjum steini í ríkisrekstrinum við gerð endurskoðaðrar fjármálaáætlunar. Skattbyrði hérlendis hefur farið vaxandi og er með því mesta sem þekkist innan OECD-ríkjanna. Það er nauðsynlegt að stíga stór skref til að draga úr álögunum. Það væri vítamínsprauta fyrir hagkerfið, eykur ráðstöfunartekjur heimila og eflir samkeppnishæfni fyrirtækja. Þess vegna eru það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta lækkun bankaskatts um eitt ár. Sá skattur er greiddur af landsmönnum og stuðlar að hærra vaxtastigi sem er hátt í alþjóðlegum samanburði. Sveitarstjórnarmenn hefðu einnig átt að lækka fasteignaskatta þegar fasteignaverð fór stigvaxandi. Þær skattahækkanir eru ósanngjarnar og í engu samhengi við tekjur skattgreiðenda. Stjórnmálamenn þurfa jafnframt að hafa kjark til að nýta einkarekstur í heilbrigðis- og menntakerfinu í ríkari mæli til að bæta þjónustuna og auka hagkvæmni. Útgjöld til heilbrigðismála munu aukast verulega á næstu 25 árum samhliða því að þjóðin verður æ eldri. Ísland er því miður eftirbátur hinna Norðurlandanna við að nýta einkarekstur á þessum sviðum. Sömuleiðis væri það búbót fyrir heimilin ef stjórnmálamenn myndu sammælast um að afnema verndartolla í landbúnaði. Enn fremur þarf að selja ríkisbankana og Flugstöð Leifs Eiríkssonar enda er það sveiflukenndur áhætturekstur sem fer betur í höndum einkaframtaksins. Það er skynsamlegra að nýta fé ríkisins sem er bundið í atvinnurekstri til annarra verkefna. Auk þess ætti að loka peningahítinni RÚV. Nóg er af fréttamiðlum og ef vilji stendur til að styrkja innlenda dagskrárgerð má birta efnið hjá öðrum fjölmiðlum. Með þessum aðgerðum myndu stjórnmálamenn leggjast á sveif með landsmönnum. Við myndum greiða lægri skatta og minna í vexti, stæði til boða ódýrari matur og öflugra mennta- og heilbrigðiskerfi. Það skiptir enn meira máli nú þegar hægðarleikur er að flytja á milla landa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt er fyrir stjórnmálamenn að nýta upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu til að stokka spilin. Það þarf að kortleggja hvað sé nauðsynlegt í rekstri hins opinbera, hvað megi betur fara, hvað megi missa sín og hvernig létta megi undir með landsmönnum sem standa straum af útgjöldunum með einum eða öðrum hætti. Ef rétt er haldið á spöðunum getur hið opinbera staðið sterkara eftir tiltekt og með skýra sýn á hlutverk sitt. Mistakist það verður róðurinn þyngri. Af þeim sökum ber að fagna því að fjármálaráðherra sagði að velt yrði við hverjum steini í ríkisrekstrinum við gerð endurskoðaðrar fjármálaáætlunar. Skattbyrði hérlendis hefur farið vaxandi og er með því mesta sem þekkist innan OECD-ríkjanna. Það er nauðsynlegt að stíga stór skref til að draga úr álögunum. Það væri vítamínsprauta fyrir hagkerfið, eykur ráðstöfunartekjur heimila og eflir samkeppnishæfni fyrirtækja. Þess vegna eru það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta lækkun bankaskatts um eitt ár. Sá skattur er greiddur af landsmönnum og stuðlar að hærra vaxtastigi sem er hátt í alþjóðlegum samanburði. Sveitarstjórnarmenn hefðu einnig átt að lækka fasteignaskatta þegar fasteignaverð fór stigvaxandi. Þær skattahækkanir eru ósanngjarnar og í engu samhengi við tekjur skattgreiðenda. Stjórnmálamenn þurfa jafnframt að hafa kjark til að nýta einkarekstur í heilbrigðis- og menntakerfinu í ríkari mæli til að bæta þjónustuna og auka hagkvæmni. Útgjöld til heilbrigðismála munu aukast verulega á næstu 25 árum samhliða því að þjóðin verður æ eldri. Ísland er því miður eftirbátur hinna Norðurlandanna við að nýta einkarekstur á þessum sviðum. Sömuleiðis væri það búbót fyrir heimilin ef stjórnmálamenn myndu sammælast um að afnema verndartolla í landbúnaði. Enn fremur þarf að selja ríkisbankana og Flugstöð Leifs Eiríkssonar enda er það sveiflukenndur áhætturekstur sem fer betur í höndum einkaframtaksins. Það er skynsamlegra að nýta fé ríkisins sem er bundið í atvinnurekstri til annarra verkefna. Auk þess ætti að loka peningahítinni RÚV. Nóg er af fréttamiðlum og ef vilji stendur til að styrkja innlenda dagskrárgerð má birta efnið hjá öðrum fjölmiðlum. Með þessum aðgerðum myndu stjórnmálamenn leggjast á sveif með landsmönnum. Við myndum greiða lægri skatta og minna í vexti, stæði til boða ódýrari matur og öflugra mennta- og heilbrigðiskerfi. Það skiptir enn meira máli nú þegar hægðarleikur er að flytja á milla landa.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun