Ríkisútvarpið braut gegn ákvæði laga um Ríkisútvarpið þegar birting auglýsinga fór umfram leyfilegt hámark innan hverrar klukkustundar í úrslitaþætti Söngvakeppninnar sem sýnd var þann 2. mars en þetta kemur fram í áliti fjölmiðlanefndar. Lengd auglýsinga fór 28 sekúndur fram yfir leyfileg mörk.
Síminn kvartaði til fjölmiðlanefndar vegna málsins og var það tekið til efnislegrar meðferðar. Umrætt brot fór fram á milli klukkan 21 og 22 í úrslitaþættinum en á þeirri klukkustund fór samanlögð lengd auglýsinga 28 sekúndur fram yfir leyfileg mörk.
Ríkisútvarpið sagði að um mannleg mistök væri að ræða vegna misskilnings sem varð við útsendingu þáttarins og stofnunin hafi gripið til úrræða til þess að tryggja að samskonar mistök endurtaki sig ekki. Þá kemur fram að þeir sem komu að málinu harmi mistökin.
Niðurstaða fjölmiðlanefndar var sú að falla frá sektarákvörðun í málinu í ljósi þess að gripið hafði verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur og að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Jafnframt mat fjölmiðlanefnd brotið smávægilegt.
RÚV fór umfram leyfilegt hámark auglýsinga í Söngvakeppninni
Sylvía Hall skrifar

Mest lesið




Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent