Bæta úr aðgengi fyrir fatlaða í sjóböðunum Sveinn Arnarsson skrifar 6. júní 2019 08:30 Sjóböðin við Húsavík hafa verið afar fjölsótt upp á síðkastið og hafa vakið verðskuldaða athygli og lof ferðalanga, erlendra sem íslenskra. MYND/GEOSEA Sjóböðin á Húsavíkurhöfða, sem voru opnuð í september síðastliðnum, hafa ekki að fullu staðið við fyrirliggjandi hönnum þegar kemur að aðgengi fatlaðra. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings fer fram á að útbúnaður í búningsklefum verði lagaður svo að hann henti fötluðu fólki, til samræmis við hönnun hússins. Sjálfsbjörg kvartaði til byggingarfulltrúa varðandi aðgengi og upplifun fatlaðra í sjóböðunum. Taldi sambandið ýmsa vankanta á þar sem um baðstað væri að ræða sem opinn væri öllum. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, segir stutt síðan staðurinn var opnaður og að unnið sé að endurbótum. „Við viljum leggja okkur fram um að aðgengi allra að sjóböðunum sé sem best. Við erum að vinna í lagfæringum til að koma til móts við þennan hóp fólks. Mikilvægt er að vinna þær umbætur hratt og örugglega,“ segir Sigurjón. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings svaraði Sjálfsbjörg í byrjun júní. Byggingarfulltrúi fer fram á í skýrslu að búningsklefar sjóbaðanna verði útbúnir þannig að það henti fötluðum sem allra fyrst þar sem stuðningshandföng hafi ekki verið sett upp. Einnig var gert ráð fyrir að ein sturta ætti að vera í hvorum klefa sem hentaði fötluðum einstaklingum. „Þó er enn hvorki búið að setja upp sæti né stuðningshandföng til samræmis við hönnun.“ Byggingarfulltrúi fer einnig fram á það við fyrirtækið að sturtur verði útbúnar til samræmis við fyrirliggjandi hönnun. Einnig segir í skýrslunni að við hönnun hússins hafi verið lagt í gerð ramps af bílastæðum sem ætti að þjónusta fatlaða sem ófatlaða. „ Þannig stenst núverandi aðkoma að húsinu ákvæði reglugerðar að mestu en raunar ekki að alveg öllu leyti þar sem hluti hans telst of brattur,“ segir í skýrslu byggingarfulltrúans. Hægt er að aka fólki í hjólastólum inn að sunnanverðu. Hins vegar telur Sigurjón, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, að „ekki sé æskilegt að aka ökutækjum nema í undantekningartilvikum nærri baðstað til að vernda upplifun gesta.“ Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir eðlilegt að hugað sé að þörfum allra áður en staðir eins og sjóböðin séu opnaðir. „Ég er búinn að vera í samskiptum við fyrirtækið sem rekur sjóböðin nú í nokkuð langan tíma. Það er hvimleitt að við þurfum að standa í þessu því þetta ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál,“ segir Bergur Þorri. „Það sem skiptir máli er að hugað sé að málum sem þessum áður en haldið er í svo stórar framkvæmdir.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Sjóböðin á Húsavíkurhöfða, sem voru opnuð í september síðastliðnum, hafa ekki að fullu staðið við fyrirliggjandi hönnum þegar kemur að aðgengi fatlaðra. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings fer fram á að útbúnaður í búningsklefum verði lagaður svo að hann henti fötluðu fólki, til samræmis við hönnun hússins. Sjálfsbjörg kvartaði til byggingarfulltrúa varðandi aðgengi og upplifun fatlaðra í sjóböðunum. Taldi sambandið ýmsa vankanta á þar sem um baðstað væri að ræða sem opinn væri öllum. Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, segir stutt síðan staðurinn var opnaður og að unnið sé að endurbótum. „Við viljum leggja okkur fram um að aðgengi allra að sjóböðunum sé sem best. Við erum að vinna í lagfæringum til að koma til móts við þennan hóp fólks. Mikilvægt er að vinna þær umbætur hratt og örugglega,“ segir Sigurjón. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings svaraði Sjálfsbjörg í byrjun júní. Byggingarfulltrúi fer fram á í skýrslu að búningsklefar sjóbaðanna verði útbúnir þannig að það henti fötluðum sem allra fyrst þar sem stuðningshandföng hafi ekki verið sett upp. Einnig var gert ráð fyrir að ein sturta ætti að vera í hvorum klefa sem hentaði fötluðum einstaklingum. „Þó er enn hvorki búið að setja upp sæti né stuðningshandföng til samræmis við hönnun.“ Byggingarfulltrúi fer einnig fram á það við fyrirtækið að sturtur verði útbúnar til samræmis við fyrirliggjandi hönnun. Einnig segir í skýrslunni að við hönnun hússins hafi verið lagt í gerð ramps af bílastæðum sem ætti að þjónusta fatlaða sem ófatlaða. „ Þannig stenst núverandi aðkoma að húsinu ákvæði reglugerðar að mestu en raunar ekki að alveg öllu leyti þar sem hluti hans telst of brattur,“ segir í skýrslu byggingarfulltrúans. Hægt er að aka fólki í hjólastólum inn að sunnanverðu. Hins vegar telur Sigurjón, framkvæmdastjóri sjóbaðanna, að „ekki sé æskilegt að aka ökutækjum nema í undantekningartilvikum nærri baðstað til að vernda upplifun gesta.“ Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir eðlilegt að hugað sé að þörfum allra áður en staðir eins og sjóböðin séu opnaðir. „Ég er búinn að vera í samskiptum við fyrirtækið sem rekur sjóböðin nú í nokkuð langan tíma. Það er hvimleitt að við þurfum að standa í þessu því þetta ætti auðvitað að vera sjálfsagt mál,“ segir Bergur Þorri. „Það sem skiptir máli er að hugað sé að málum sem þessum áður en haldið er í svo stórar framkvæmdir.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira