Tiger í rosalegum ráshóp á US Open Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. júní 2019 15:45 Tiger verður undir smásjánni á Pebble Beach. vísir/getty Það er vika í dag að US Open hefjist á Pebble Beach og ljóst að allra augu verða á Tiger Woods og hollinu hans. Tiger mun spila með Jordan Spieth og Justin Rose fyrstu tvo dagana. Afar skemmtilegt og áhugvert holl. Það eru komin 19 ár síðan Tiger vann þetta mót með heilum 15 högga mun og hann mætir fullur sjálfstrausts eftir að hafa unnið Masters í apríl. Tiger hefur aðeins tekið þátt í tveimur mótum eftir það. Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu í síðasta mánuði og leyndi sér ekki að hann var að glíma við meiðsli í því móti. Hvort hann sé búinn að jafna sig verður að koma í ljós. Líkami Tigers virðist þó ekki þola mikið álag lengur. Brooks Koepka á titil að verja á US Open en hann hefur reyndar unnið mótið síðustu tvö árin og það væri einstakur árangur ef hann vinnur þriðja árið í röð. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það er vika í dag að US Open hefjist á Pebble Beach og ljóst að allra augu verða á Tiger Woods og hollinu hans. Tiger mun spila með Jordan Spieth og Justin Rose fyrstu tvo dagana. Afar skemmtilegt og áhugvert holl. Það eru komin 19 ár síðan Tiger vann þetta mót með heilum 15 högga mun og hann mætir fullur sjálfstrausts eftir að hafa unnið Masters í apríl. Tiger hefur aðeins tekið þátt í tveimur mótum eftir það. Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu í síðasta mánuði og leyndi sér ekki að hann var að glíma við meiðsli í því móti. Hvort hann sé búinn að jafna sig verður að koma í ljós. Líkami Tigers virðist þó ekki þola mikið álag lengur. Brooks Koepka á titil að verja á US Open en hann hefur reyndar unnið mótið síðustu tvö árin og það væri einstakur árangur ef hann vinnur þriðja árið í röð. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira