Veðurspá fyrir næstu viku svipar til methitabylgjunnar árið 1939 og ágústhitans árið 2004 Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 13:37 Veðurfræðingur leggur áherslu á að þessi spá sé sýnd veiði, en ekki gefin. Vísir/Vilhelm Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá merkilegri spá Evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir fyrir fimmtudagskvöld í næstu viku. Trausti segist varla hafa verið búinn að sleppa orðinu með að þrátt fyrir hlýnandi veður í spám þá sýndu þær engin merki þess að um hitabylgju væri að vænta. Þá birtist þessi spá óvænt að sögn Trausta sem segir þykktina, sem sýnir hita í neðri hluta veðrahvolfs, vera meiri en 5660 metrar yfir landinu sunnanverðu. Trausti segir þetta alveg við met, svipað því sem var í Íslandsmetshitabylgjunni í júní árið 1939 og í ágústhitanum árið 2004. Hiti er meiri en 14 stig, sem yrði nýtt júnímet yfir Keflavíkurflugvelli rætist spáin. Trausti leggur áherslu á að þessi spá sé sýnd veiði en ekki gefin. Líklegast verði hitinn horfinn í næstu spárunu. „Ekki var hann í þeirri næstu á undan – og ekki hefur hann sést í bandarísku spánum. En þetta er merkileg spá engu að síður,“ skrifar Trausti á vef sinn Hungurdiska. Hitabylgjur voru óvenju margar sumarið 1939 og gætti í fleiri landshlutum en venjulegt er. Trausti fjallar um þessa hitabylgju á vef Veðurstofu Íslands en þar segir hann frá því að á Kirkjubæjarklaustri hafi hiti farið yfir 20 gráður fjóra daga í röð, Hinn 20. júní varð hámarkshitinn 21,6°C, 28,0°C þann 21., 30,2°C þann 22. og 26,6°C 23. júní. Hann hefur einnig fjallað um hitabylgjuna óvenjulegu í ágúst árið 2004 sem stóð fyrir dagana 9. – 14. ágúst. Mörg hitamet féllu þá um allt suðvestanvert landið, inn til landsins í öðrum landshlutum, sem og á miðhálendinu. Einnig féllu met norðan til á Vestfjörðum og á Ströndum. Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá merkilegri spá Evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir fyrir fimmtudagskvöld í næstu viku. Trausti segist varla hafa verið búinn að sleppa orðinu með að þrátt fyrir hlýnandi veður í spám þá sýndu þær engin merki þess að um hitabylgju væri að vænta. Þá birtist þessi spá óvænt að sögn Trausta sem segir þykktina, sem sýnir hita í neðri hluta veðrahvolfs, vera meiri en 5660 metrar yfir landinu sunnanverðu. Trausti segir þetta alveg við met, svipað því sem var í Íslandsmetshitabylgjunni í júní árið 1939 og í ágústhitanum árið 2004. Hiti er meiri en 14 stig, sem yrði nýtt júnímet yfir Keflavíkurflugvelli rætist spáin. Trausti leggur áherslu á að þessi spá sé sýnd veiði en ekki gefin. Líklegast verði hitinn horfinn í næstu spárunu. „Ekki var hann í þeirri næstu á undan – og ekki hefur hann sést í bandarísku spánum. En þetta er merkileg spá engu að síður,“ skrifar Trausti á vef sinn Hungurdiska. Hitabylgjur voru óvenju margar sumarið 1939 og gætti í fleiri landshlutum en venjulegt er. Trausti fjallar um þessa hitabylgju á vef Veðurstofu Íslands en þar segir hann frá því að á Kirkjubæjarklaustri hafi hiti farið yfir 20 gráður fjóra daga í röð, Hinn 20. júní varð hámarkshitinn 21,6°C, 28,0°C þann 21., 30,2°C þann 22. og 26,6°C 23. júní. Hann hefur einnig fjallað um hitabylgjuna óvenjulegu í ágúst árið 2004 sem stóð fyrir dagana 9. – 14. ágúst. Mörg hitamet féllu þá um allt suðvestanvert landið, inn til landsins í öðrum landshlutum, sem og á miðhálendinu. Einnig féllu met norðan til á Vestfjörðum og á Ströndum.
Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels