Segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2019 14:09 Heiðveig María hefur hrist upp í Sjómannafélagi Íslands. Fréttablaðið/Ernir Heiðveig María Einarsdóttir, sem fékk höfnun á framboði sínu til stjórnar Sjómannafélags Íslands, segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins. Hún segir hana byggða á huglægu mati kjörstjórnar sem mun funda um málið á þriðjudaginn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu er tekið fram að ástæða höfnunarinnar sé meðal annars sú að listi hennar sé of einsleitur þar sem á listanum séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins. „Okkar skoðun er sú að þessi höfnun á listanum eigi sér ekki stoð í lögum félagsins. Hún er ekki rökstudd með lagagreinum heldur huglægu mati þeirra að við skulum gæta þess að hafa allar starfsgreinar í félaginu á listanum til að gæta hagsmuna allra,“ sagði Heiðveig María Einarsdóttir. Í 16.gr laga Sjómannafélags Íslands kemur fram að gæta skuli þess að allar starfsgreinar félagsins hafi þar fulltrúa. „Til að byrja með getum við ekki vitað hvaða starfsgreinar eru í gangi í félaginu því við höfum ekki félagalista. Það er hvergi tekið fram. Hvorki á heimasíðunni né í lögum, auglýsingu eða með framboðinu,“ sagði Heiðveig. Því segir hún óeðlilegt að listanum sé hafnað og þau sett í þá stöðu enn eina ferðina enn að setja saman framboð og safna saman meðmælendum, en listinn fékk frest til að bjóða fram á ný til 10. júní. Aðspurð hvort listinn muni bjóða fram aftur segir hún það ekki tækt. „Nei ég held að það liggi ljóst fyrir að við séum ekki að fara að standa í því. Við höfnum því að fara í þá aðgerð aftur. Við teljum okkur vera með lista samkvæmt öllum þeim kröfum sem settar eru fram og við hvetjum kjörstjórn til að endurskoða hana,“ sagði Heiðveig. Kjörstjórn mun funda um málið á þriðjudaginn. „Það eina sem við viljum er bara að fá að bjóða fram. Ef félagsmönnum finnst listinn of einsleitur, ef þeim finnst of margir krullhærðir, rauðhærðir, of margir á svona skipum eða hinsegin skipum þá bara kjósa þeir hinn listann. Það er ekkert flóknara en það. Það á ekki að vera í höndum kjörstjórnar að ákveða huglægt mat um svona hluti. Þetta er í höndum félagsmanna þegar kemur að kosningu. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sem fékk höfnun á framboði sínu til stjórnar Sjómannafélags Íslands, segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins. Hún segir hana byggða á huglægu mati kjörstjórnar sem mun funda um málið á þriðjudaginn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu er tekið fram að ástæða höfnunarinnar sé meðal annars sú að listi hennar sé of einsleitur þar sem á listanum séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins. „Okkar skoðun er sú að þessi höfnun á listanum eigi sér ekki stoð í lögum félagsins. Hún er ekki rökstudd með lagagreinum heldur huglægu mati þeirra að við skulum gæta þess að hafa allar starfsgreinar í félaginu á listanum til að gæta hagsmuna allra,“ sagði Heiðveig María Einarsdóttir. Í 16.gr laga Sjómannafélags Íslands kemur fram að gæta skuli þess að allar starfsgreinar félagsins hafi þar fulltrúa. „Til að byrja með getum við ekki vitað hvaða starfsgreinar eru í gangi í félaginu því við höfum ekki félagalista. Það er hvergi tekið fram. Hvorki á heimasíðunni né í lögum, auglýsingu eða með framboðinu,“ sagði Heiðveig. Því segir hún óeðlilegt að listanum sé hafnað og þau sett í þá stöðu enn eina ferðina enn að setja saman framboð og safna saman meðmælendum, en listinn fékk frest til að bjóða fram á ný til 10. júní. Aðspurð hvort listinn muni bjóða fram aftur segir hún það ekki tækt. „Nei ég held að það liggi ljóst fyrir að við séum ekki að fara að standa í því. Við höfnum því að fara í þá aðgerð aftur. Við teljum okkur vera með lista samkvæmt öllum þeim kröfum sem settar eru fram og við hvetjum kjörstjórn til að endurskoða hana,“ sagði Heiðveig. Kjörstjórn mun funda um málið á þriðjudaginn. „Það eina sem við viljum er bara að fá að bjóða fram. Ef félagsmönnum finnst listinn of einsleitur, ef þeim finnst of margir krullhærðir, rauðhærðir, of margir á svona skipum eða hinsegin skipum þá bara kjósa þeir hinn listann. Það er ekkert flóknara en það. Það á ekki að vera í höndum kjörstjórnar að ákveða huglægt mat um svona hluti. Þetta er í höndum félagsmanna þegar kemur að kosningu.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira