Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki áfram á Shoprite mótinu í golfi sem haldið er í New Jersey í Bandaríkjunum.
Ólafía spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari en mótið er einungis þriggja daga mót. Skorið er niður eftir tvo hringi.
Í nótt lék Ólafía svo á þremur höggum yfir pari og endaði því hringina tvo á sjö höggum yfir pari.
Það skilaði henni ekki í gegnum niðurskurðinn en hún endaði í 125. sæti mótsins. Lokahringur mótsins fer fram í dag og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Ólafía úr leik
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





