Heiðveig tekur annan formannsslag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. maí 2019 06:30 Heiðveig María hefur hrist upp í Sjómannafélagi Íslands. Fréttablaðið/Ernir Heiðveig María Einarsdóttir hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns Sjómannafélags Íslands á ný. Heiðveig bauð sig fram til formanns í félaginu síðasta haust en var framboðslistum hennar hafnað af kjörstjórn. Skömmu síðar var henni síðan vikið úr félaginu. Félagsdómur dæmdi svo Sjómannafélagið til að greiða eina og hálfa milljón króna í ríkissjóð í sekt og Heiðveigu Maríu 750 þúsund krónur í málskostnað því hann taldi að lýðræðislegar grunnreglur stéttarfélaga hafi verið brotnar í ferlinu. Sjómannafélagið gaf það svo út í apríl að boðað yrði til kosninga og auglýstu eftir framboðum 16. maí síðastliðinn. Heiðveig bauð þá fram lista sinn en hann skipa hátt í 30 meðlimir félagsins. Nú eru þau á fullu að safna meðmælendum með listanum en til að framboðið verði samþykkt þarf það 100 meðmælendur. Í samtali við Fréttablaðið segir Heiðveig það vera tæpan þriðjung félagsmanna og meðmælasöfnunin sé því aðalatriðið svo að félagsmenn geti síðan valið á milli þeirra og sitjandi stjórnar í lýðræðislegum kosningum. „Það er algjört aukaatriði fyrir okkur hverjar niðurstöður þessara kosninga verða, í mínum huga er það allavega þannig,“ segir Heiðveig. „Fyrst og fremst þarf bara að kjósa í þessu félagi og þá ertu kominn með grunn til að vinna að málefnum sjómanna samkvæmt þeim málefnum og áherslum sem það framboð leggur upp með. Þá ertu allavega kominn með lýðræðislega kjörna forystu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns Sjómannafélags Íslands á ný. Heiðveig bauð sig fram til formanns í félaginu síðasta haust en var framboðslistum hennar hafnað af kjörstjórn. Skömmu síðar var henni síðan vikið úr félaginu. Félagsdómur dæmdi svo Sjómannafélagið til að greiða eina og hálfa milljón króna í ríkissjóð í sekt og Heiðveigu Maríu 750 þúsund krónur í málskostnað því hann taldi að lýðræðislegar grunnreglur stéttarfélaga hafi verið brotnar í ferlinu. Sjómannafélagið gaf það svo út í apríl að boðað yrði til kosninga og auglýstu eftir framboðum 16. maí síðastliðinn. Heiðveig bauð þá fram lista sinn en hann skipa hátt í 30 meðlimir félagsins. Nú eru þau á fullu að safna meðmælendum með listanum en til að framboðið verði samþykkt þarf það 100 meðmælendur. Í samtali við Fréttablaðið segir Heiðveig það vera tæpan þriðjung félagsmanna og meðmælasöfnunin sé því aðalatriðið svo að félagsmenn geti síðan valið á milli þeirra og sitjandi stjórnar í lýðræðislegum kosningum. „Það er algjört aukaatriði fyrir okkur hverjar niðurstöður þessara kosninga verða, í mínum huga er það allavega þannig,“ segir Heiðveig. „Fyrst og fremst þarf bara að kjósa í þessu félagi og þá ertu kominn með grunn til að vinna að málefnum sjómanna samkvæmt þeim málefnum og áherslum sem það framboð leggur upp með. Þá ertu allavega kominn með lýðræðislega kjörna forystu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira