Ólafía mjög líklega úr leik Ísak Jasonarson skrifar 31. maí 2019 18:30 Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék í dag annan hringinn á Opna bandaríska mótinu í golfi á 5 höggum yfir pari. Eftir tvo hringi í mótinu er hún að öllum líkindum úr leik en hún er þessa stundina þremur höggum frá niðurskurðarlínunni. Ólafía, sem lék fyrsta hring mótsins í Suður-Karólínu á parinu, byrjaði ekki nógu vel og fékk tvo skolla á fyrstu þremur holunum. Þá tók við sex holur í röð þar sem Ólafía fékk einungis pör. Á seinni níu virtist öll von úti um að Ólafía kæmist áfram þegar hún fékk fjórða skolla dagsins á 14. holu en hún vann högg til baka á 16. holu og var þá á þremur höggum yfir pari, einungis höggi frá niðurskurðarlínunni. Því miður fyrir Ólafíu endaði hún hringinn á tveimur skollum og niðurstaðan því 76 högg eða fimm högg yfir pari. Þegar fréttin er skrifuð er hin japanska Mamiko Higa í efsta sæti á 7 höggum undir pari. Beina textalýsingu fréttamans frá hring Ólafíu má sjá hér að neðan. Útsending frá öðrum hring mótsins er á Stöð 2 Sport 4.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék í dag annan hringinn á Opna bandaríska mótinu í golfi á 5 höggum yfir pari. Eftir tvo hringi í mótinu er hún að öllum líkindum úr leik en hún er þessa stundina þremur höggum frá niðurskurðarlínunni. Ólafía, sem lék fyrsta hring mótsins í Suður-Karólínu á parinu, byrjaði ekki nógu vel og fékk tvo skolla á fyrstu þremur holunum. Þá tók við sex holur í röð þar sem Ólafía fékk einungis pör. Á seinni níu virtist öll von úti um að Ólafía kæmist áfram þegar hún fékk fjórða skolla dagsins á 14. holu en hún vann högg til baka á 16. holu og var þá á þremur höggum yfir pari, einungis höggi frá niðurskurðarlínunni. Því miður fyrir Ólafíu endaði hún hringinn á tveimur skollum og niðurstaðan því 76 högg eða fimm högg yfir pari. Þegar fréttin er skrifuð er hin japanska Mamiko Higa í efsta sæti á 7 höggum undir pari. Beina textalýsingu fréttamans frá hring Ólafíu má sjá hér að neðan. Útsending frá öðrum hring mótsins er á Stöð 2 Sport 4.
Golf Tengdar fréttir Góð byrjun hjá Ólafíu á Opna bandaríska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á parinu eftir fyrsta hringinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. 31. maí 2019 06:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Góð byrjun hjá Ólafíu á Opna bandaríska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á parinu eftir fyrsta hringinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. 31. maí 2019 06:30