Alonso ekki með í Indy 500 Bragi Þórðarson skrifar 20. maí 2019 17:30 Alonso var svekktur eftir tímatökurnar á Indianapolis brautinni Getty Fernando Alonso mun ekki taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum um næstu helgi eftir að Spánverjinn datt út í tímatökum. Alonso er að reyna við þreföldu kórónu mótorsportsins, þ. e. að vinna Mónakó Formúlu 1 kappaksturinn, Le Mans þolaksturskeppnina og 500 mílna Indianapolis kappaksturinn. Spánverjinn vann í Mónakó fyrir Renault Formúlu liðið árið 2006 og Le Mans í fyrra með Toyota. Aðeins þrettán ökuþórum hefur tekist að vinna tvær af þremur keppnunum í þreföldu kórónunni. Einungis Graham Hill hefur unnið allar þrjár keppnirnar. Fernando reyndi fyrst við Indy 500 kappaksturinn árið 2017. Þá keppti hann með Andretti liðinu en þó var bíll hans merktur McLaren. Alonso leiddi alls 27 hringi árið 2017 en varð frá að hverfa með vélarbilun. McLaren kom með sinn eigin bíl í ár fyrir Alonso sem virtist hafa verið kolröng ákvörðun. ,,Þetta hefur verið erfið vika fyrir liðið, okkur þykir leitt að aðdáendur okkar muni ekki sjá okkur keppa’’ sagði liðið á samfélagsmiðlum. McLaren bíllinn virtist aldrei vera í fullkomnu jafnvægi á brautinni sem varð til þess að tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn komst ekki uppúr tímatökum. Aðeins þrír af þeim 36 bílum sem keppa detta út úr tímatökum, hinn 37 ára gamli Alonso var því gríðarlega svekktur með úrslitin. Akstursíþróttir Formúla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso mun ekki taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum um næstu helgi eftir að Spánverjinn datt út í tímatökum. Alonso er að reyna við þreföldu kórónu mótorsportsins, þ. e. að vinna Mónakó Formúlu 1 kappaksturinn, Le Mans þolaksturskeppnina og 500 mílna Indianapolis kappaksturinn. Spánverjinn vann í Mónakó fyrir Renault Formúlu liðið árið 2006 og Le Mans í fyrra með Toyota. Aðeins þrettán ökuþórum hefur tekist að vinna tvær af þremur keppnunum í þreföldu kórónunni. Einungis Graham Hill hefur unnið allar þrjár keppnirnar. Fernando reyndi fyrst við Indy 500 kappaksturinn árið 2017. Þá keppti hann með Andretti liðinu en þó var bíll hans merktur McLaren. Alonso leiddi alls 27 hringi árið 2017 en varð frá að hverfa með vélarbilun. McLaren kom með sinn eigin bíl í ár fyrir Alonso sem virtist hafa verið kolröng ákvörðun. ,,Þetta hefur verið erfið vika fyrir liðið, okkur þykir leitt að aðdáendur okkar muni ekki sjá okkur keppa’’ sagði liðið á samfélagsmiðlum. McLaren bíllinn virtist aldrei vera í fullkomnu jafnvægi á brautinni sem varð til þess að tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn komst ekki uppúr tímatökum. Aðeins þrír af þeim 36 bílum sem keppa detta út úr tímatökum, hinn 37 ára gamli Alonso var því gríðarlega svekktur með úrslitin.
Akstursíþróttir Formúla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira