Alonso ekki með í Indy 500 Bragi Þórðarson skrifar 20. maí 2019 17:30 Alonso var svekktur eftir tímatökurnar á Indianapolis brautinni Getty Fernando Alonso mun ekki taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum um næstu helgi eftir að Spánverjinn datt út í tímatökum. Alonso er að reyna við þreföldu kórónu mótorsportsins, þ. e. að vinna Mónakó Formúlu 1 kappaksturinn, Le Mans þolaksturskeppnina og 500 mílna Indianapolis kappaksturinn. Spánverjinn vann í Mónakó fyrir Renault Formúlu liðið árið 2006 og Le Mans í fyrra með Toyota. Aðeins þrettán ökuþórum hefur tekist að vinna tvær af þremur keppnunum í þreföldu kórónunni. Einungis Graham Hill hefur unnið allar þrjár keppnirnar. Fernando reyndi fyrst við Indy 500 kappaksturinn árið 2017. Þá keppti hann með Andretti liðinu en þó var bíll hans merktur McLaren. Alonso leiddi alls 27 hringi árið 2017 en varð frá að hverfa með vélarbilun. McLaren kom með sinn eigin bíl í ár fyrir Alonso sem virtist hafa verið kolröng ákvörðun. ,,Þetta hefur verið erfið vika fyrir liðið, okkur þykir leitt að aðdáendur okkar muni ekki sjá okkur keppa’’ sagði liðið á samfélagsmiðlum. McLaren bíllinn virtist aldrei vera í fullkomnu jafnvægi á brautinni sem varð til þess að tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn komst ekki uppúr tímatökum. Aðeins þrír af þeim 36 bílum sem keppa detta út úr tímatökum, hinn 37 ára gamli Alonso var því gríðarlega svekktur með úrslitin. Akstursíþróttir Formúla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Fernando Alonso mun ekki taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum um næstu helgi eftir að Spánverjinn datt út í tímatökum. Alonso er að reyna við þreföldu kórónu mótorsportsins, þ. e. að vinna Mónakó Formúlu 1 kappaksturinn, Le Mans þolaksturskeppnina og 500 mílna Indianapolis kappaksturinn. Spánverjinn vann í Mónakó fyrir Renault Formúlu liðið árið 2006 og Le Mans í fyrra með Toyota. Aðeins þrettán ökuþórum hefur tekist að vinna tvær af þremur keppnunum í þreföldu kórónunni. Einungis Graham Hill hefur unnið allar þrjár keppnirnar. Fernando reyndi fyrst við Indy 500 kappaksturinn árið 2017. Þá keppti hann með Andretti liðinu en þó var bíll hans merktur McLaren. Alonso leiddi alls 27 hringi árið 2017 en varð frá að hverfa með vélarbilun. McLaren kom með sinn eigin bíl í ár fyrir Alonso sem virtist hafa verið kolröng ákvörðun. ,,Þetta hefur verið erfið vika fyrir liðið, okkur þykir leitt að aðdáendur okkar muni ekki sjá okkur keppa’’ sagði liðið á samfélagsmiðlum. McLaren bíllinn virtist aldrei vera í fullkomnu jafnvægi á brautinni sem varð til þess að tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn komst ekki uppúr tímatökum. Aðeins þrír af þeim 36 bílum sem keppa detta út úr tímatökum, hinn 37 ára gamli Alonso var því gríðarlega svekktur með úrslitin.
Akstursíþróttir Formúla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira