Vinnur með raunveruleika og ímyndun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. maí 2019 07:00 "Mig langaði til að prófa spennusagnaformið, ná lesandanum og reyna að halda honum spenntum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Röskun er glæpasaga eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur og jafnframt fyrsta skáldsaga hennar. „Ég hef aðallega skrifað smásögur,“ segir Íris sem sótti á sínum tíma námskeið í skapandi skrifum hjá Þorvaldi Þorsteinssyni og Björgu Árnadóttur og lærði einnig leikritun hjá Hlín Agnarsdóttur. „Þessi námskeið nýttust mér, bæði í sambandi við hugmyndavinnu og einnig sem hvatning til að halda áfram að skrifa,“ segir hún. Röskun er gefin út af Sölku. „Ég er mjög lánsöm að þær Dögg og Anna Lea hjá Sölku hafi haft trú á sögunni og mér sem höfundi, þær eru miklir fagmenn.“ Spurð hvers vegna hún haf i ákveðið að skrifa glæpasögu segir hún: „Mig langaði til að prófa spennusagnaformið, ná lesandanum og reyna að halda honum spenntum í gegnum söguna. Í Röskun er ég að vinna með mörkin á milli raunveruleika og ímyndunar. Sagan fjallar um Heru sem er nýflutt í nýja íbúð. Eftir flutningana fer henni að líða undarlega. Hún finnur fyrir óþægilegri nærveru, upplifir óhugnanlega atburði og fer að glíma við þá spurningu hvað sé raunverulegt og hvað ímyndað. Hugmyndin mín var að lesandinn þyrfti að svara þessum spurningum um leið og hún. Síðan fléttast inn önnur saga um Stellu sem bjó áður í íbúðinni með fjölskyldu sinni. Eftir því sem líður á söguna kemur ýmislegt í ljós sem útskýrir upplifun Heru. Ég hef strax fengið mjög jákvæð viðbrögð frá lesendum sem tala margir um að hafa átt erfitt með að leggja bókina frá sér og er bjartsýn á framhaldið.“Aðdáandi Stephen King Íris les ýmiss konar bækur, meðal annars spennusögur og fagurbókmenntir. „Ég hef haft minni tíma til að lesa en ég gjarnan vildi en lesturinn hefur aukist síðan ég byrjaði í leshring með skemmtilegum konum. Ég mæli með því fyrir alla að koma sér í slíkan félagsskap. Það sem ég leita eftir í bók er góð persónusköpun og einhverju sem knýr söguna áfram. Þegar kemur að spennusögum er ég mikill Stephen King aðdáandi. Hann á flottar perlur inn á milli og er til dæmis snillingur í að dýpka persónusköpun með endurlitum þar sem hann varpar ljósi á hvað persónan er að upplifa.“ Fleiri hugmyndir Íris starfar sem lögfræðingur og er spurð hvort það sé eitthvað í því starfi sem nýtist henni við skriftirnar. „Í vinnunni er ég alltaf að vinna með texta og þarf að stytta hann, gera hann hnitmiðaðan og koma því vel til skila sem ég vil segja. Ég held að þetta hljóti að þjálfa mann heilmikið.“ Hún segist ætla að halda áfram að skrifa. „Mig langar til að halda áfram með spennusagnafornið. Ég er komin með fleiri hugmyndir og ætla að vinna áfram með þær.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Röskun er glæpasaga eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur og jafnframt fyrsta skáldsaga hennar. „Ég hef aðallega skrifað smásögur,“ segir Íris sem sótti á sínum tíma námskeið í skapandi skrifum hjá Þorvaldi Þorsteinssyni og Björgu Árnadóttur og lærði einnig leikritun hjá Hlín Agnarsdóttur. „Þessi námskeið nýttust mér, bæði í sambandi við hugmyndavinnu og einnig sem hvatning til að halda áfram að skrifa,“ segir hún. Röskun er gefin út af Sölku. „Ég er mjög lánsöm að þær Dögg og Anna Lea hjá Sölku hafi haft trú á sögunni og mér sem höfundi, þær eru miklir fagmenn.“ Spurð hvers vegna hún haf i ákveðið að skrifa glæpasögu segir hún: „Mig langaði til að prófa spennusagnaformið, ná lesandanum og reyna að halda honum spenntum í gegnum söguna. Í Röskun er ég að vinna með mörkin á milli raunveruleika og ímyndunar. Sagan fjallar um Heru sem er nýflutt í nýja íbúð. Eftir flutningana fer henni að líða undarlega. Hún finnur fyrir óþægilegri nærveru, upplifir óhugnanlega atburði og fer að glíma við þá spurningu hvað sé raunverulegt og hvað ímyndað. Hugmyndin mín var að lesandinn þyrfti að svara þessum spurningum um leið og hún. Síðan fléttast inn önnur saga um Stellu sem bjó áður í íbúðinni með fjölskyldu sinni. Eftir því sem líður á söguna kemur ýmislegt í ljós sem útskýrir upplifun Heru. Ég hef strax fengið mjög jákvæð viðbrögð frá lesendum sem tala margir um að hafa átt erfitt með að leggja bókina frá sér og er bjartsýn á framhaldið.“Aðdáandi Stephen King Íris les ýmiss konar bækur, meðal annars spennusögur og fagurbókmenntir. „Ég hef haft minni tíma til að lesa en ég gjarnan vildi en lesturinn hefur aukist síðan ég byrjaði í leshring með skemmtilegum konum. Ég mæli með því fyrir alla að koma sér í slíkan félagsskap. Það sem ég leita eftir í bók er góð persónusköpun og einhverju sem knýr söguna áfram. Þegar kemur að spennusögum er ég mikill Stephen King aðdáandi. Hann á flottar perlur inn á milli og er til dæmis snillingur í að dýpka persónusköpun með endurlitum þar sem hann varpar ljósi á hvað persónan er að upplifa.“ Fleiri hugmyndir Íris starfar sem lögfræðingur og er spurð hvort það sé eitthvað í því starfi sem nýtist henni við skriftirnar. „Í vinnunni er ég alltaf að vinna með texta og þarf að stytta hann, gera hann hnitmiðaðan og koma því vel til skila sem ég vil segja. Ég held að þetta hljóti að þjálfa mann heilmikið.“ Hún segist ætla að halda áfram að skrifa. „Mig langar til að halda áfram með spennusagnafornið. Ég er komin með fleiri hugmyndir og ætla að vinna áfram með þær.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira