Síminn vísar ásökunum um sérhagsmunagæslu á bug Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2019 07:30 Orri Hauksson, forstjóri Símans Forsvarsmenn Símans vísa á bug ásökunum um að tillaga fjarskiptafélagsins til að útvíkka lagafrumvarp um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svörtum ljósleiðara – sé í þeim eina tilgangi að bæta hag félagsins á kostnað annarra. „Rétt innleiðing, eins og Síminn leggur til, felur ekki í sér að verið sé að færa Símanum sérhagsmuni, heldur kemur þessi leið öllu samfélaginu til góða og er til þess fallin að auka ábata neytenda af uppbyggingu aðila á vegum hins opinbera,“ segir í nýlegri umsögn Símans við frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt Evróputilskipun um ráðstafanir til þess að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum. Áðurnefnd tillaga Símans hefur sætt gagnrýni af hálfu eftirlitsstofnana og keppinauta félagsins og sem dæmi skrifaði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að með tillögunni væri verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur, þvert gegn inntaki tilskipunarinnar. Í umsögn Símans segir félagið umræðuna um frumvarpið vera komna á villigötur. Brýnt sé að koma henni á málefnalegri stað. Fjarskiptafélagið bendir meðal annars á að aðgangur að svörtum ljósleiðara gefi öllum fjarskiptafélögum kost á að byggja upp eigin tæknilega innviði ofan á hinu óvirka lagi, þar sem langstærsti hluti stofnkostnaðar kerfisins liggi, og komast þar með dýpra í virðiskeðju fjarskiptaþjónustunnar. Tillaga félagsins sé þannig til þess fallin að auka samkeppni á fleiri stöðum í virðiskeðju fjarskipta og bæta skilvirkni fjárfestinga. Gagnaveita Reykjavíkur gerir í nýrri umsögn alvarlegar athugasemdir við tillögu Símans og segir félagið setja fram fullyrðingar sem hafi þegar verið hraktar af eftirlitsstofnunum. „Það er ekki Símans að túlka hvað kunni að vera sanngjörn og eðlileg beiðni um aðgang að fjarskiptakerfi GR eða að koma aðgangskvöðum á GR í lög sem henta fyrst og fremst hans eigin starfsemi en hefta samkeppni á fjarskiptamarkaði,“ segir á einum stað í umsögninni. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. 16. maí 2019 08:00 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Sjá meira
Forsvarsmenn Símans vísa á bug ásökunum um að tillaga fjarskiptafélagsins til að útvíkka lagafrumvarp um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svörtum ljósleiðara – sé í þeim eina tilgangi að bæta hag félagsins á kostnað annarra. „Rétt innleiðing, eins og Síminn leggur til, felur ekki í sér að verið sé að færa Símanum sérhagsmuni, heldur kemur þessi leið öllu samfélaginu til góða og er til þess fallin að auka ábata neytenda af uppbyggingu aðila á vegum hins opinbera,“ segir í nýlegri umsögn Símans við frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt Evróputilskipun um ráðstafanir til þess að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum. Áðurnefnd tillaga Símans hefur sætt gagnrýni af hálfu eftirlitsstofnana og keppinauta félagsins og sem dæmi skrifaði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að með tillögunni væri verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur, þvert gegn inntaki tilskipunarinnar. Í umsögn Símans segir félagið umræðuna um frumvarpið vera komna á villigötur. Brýnt sé að koma henni á málefnalegri stað. Fjarskiptafélagið bendir meðal annars á að aðgangur að svörtum ljósleiðara gefi öllum fjarskiptafélögum kost á að byggja upp eigin tæknilega innviði ofan á hinu óvirka lagi, þar sem langstærsti hluti stofnkostnaðar kerfisins liggi, og komast þar með dýpra í virðiskeðju fjarskiptaþjónustunnar. Tillaga félagsins sé þannig til þess fallin að auka samkeppni á fleiri stöðum í virðiskeðju fjarskipta og bæta skilvirkni fjárfestinga. Gagnaveita Reykjavíkur gerir í nýrri umsögn alvarlegar athugasemdir við tillögu Símans og segir félagið setja fram fullyrðingar sem hafi þegar verið hraktar af eftirlitsstofnunum. „Það er ekki Símans að túlka hvað kunni að vera sanngjörn og eðlileg beiðni um aðgang að fjarskiptakerfi GR eða að koma aðgangskvöðum á GR í lög sem henta fyrst og fremst hans eigin starfsemi en hefta samkeppni á fjarskiptamarkaði,“ segir á einum stað í umsögninni.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. 16. maí 2019 08:00 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Sjá meira
Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. 16. maí 2019 08:00