Greiða rúman milljarð króna í arð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2019 06:00 KEA Hótel reka meðal annars Hótel Borg. FBL/ERNIR Stjórn Keahótela, einnar stærstu hótelkeðju landsins, leggur til að greiddur verði ríflega einn milljarður króna í arð til hluthafa keðjunnar í ár, eftir því sem fram kemur í nýbirtum ársreikningi hennar. Hótelkeðjan hagnaðist um rúmar 484 milljónir króna í fyrra og dróst hagnaðurinn saman um 55 milljónir króna á milli ára. Samkvæmt ársreikningi Keahótela, sem rekur tíu hótel víðs vegar um landið, þar á meðal Apótek og Borg, námu rekstrartekjur keðjunnar liðlega 4,0 milljörðum króna á síðasta ári borið saman við 3,1 milljarð króna árið 2017. Jonathan B. Rubini, stjórnarformaður KeahótelaÁ móti jókst launa- og starfsmannakostnaður um 38 prósent á milli ára og var tæplega 1,5 milljarðar króna í fyrra en fjöldi ársverka var 261 á árinu. Þá jókst annar rekstrarkostnaður keðjunnar jafnframt um 34 prósent. EBITDA Keahótela – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 574 milljónir króna í fyrra en til samanburðar var hún jákvæð um 587 milljónir króna árið áður. Hótelkeðjan er sem kunnugt er í eigu eignarhaldsfélagsins K Acquisitions en að baki því standa bandaríska fasteignafélagið JL Properties með 25 prósenta hlut, bandaríska eignastýringarfélagið Pt Capital Advisors með 50 prósenta hlut og fjárfestingafélagið Tröllahvönn, sem er í eigu Andra Gunnarssonar, Kristjáns M. Grétarssonar, Fannars Ólafssonar og Þórðar Hermanns Kolbeinssonar, með 25 prósenta hlut. Eignir Keahótela voru tæpir 1,8 milljarðar króna í lok síðasta árs en á sama tíma var bókfært eigið fé keðjunnar 1,0 milljarður króna og eiginfjárhlutfallið því 57 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Stjórn Keahótela, einnar stærstu hótelkeðju landsins, leggur til að greiddur verði ríflega einn milljarður króna í arð til hluthafa keðjunnar í ár, eftir því sem fram kemur í nýbirtum ársreikningi hennar. Hótelkeðjan hagnaðist um rúmar 484 milljónir króna í fyrra og dróst hagnaðurinn saman um 55 milljónir króna á milli ára. Samkvæmt ársreikningi Keahótela, sem rekur tíu hótel víðs vegar um landið, þar á meðal Apótek og Borg, námu rekstrartekjur keðjunnar liðlega 4,0 milljörðum króna á síðasta ári borið saman við 3,1 milljarð króna árið 2017. Jonathan B. Rubini, stjórnarformaður KeahótelaÁ móti jókst launa- og starfsmannakostnaður um 38 prósent á milli ára og var tæplega 1,5 milljarðar króna í fyrra en fjöldi ársverka var 261 á árinu. Þá jókst annar rekstrarkostnaður keðjunnar jafnframt um 34 prósent. EBITDA Keahótela – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 574 milljónir króna í fyrra en til samanburðar var hún jákvæð um 587 milljónir króna árið áður. Hótelkeðjan er sem kunnugt er í eigu eignarhaldsfélagsins K Acquisitions en að baki því standa bandaríska fasteignafélagið JL Properties með 25 prósenta hlut, bandaríska eignastýringarfélagið Pt Capital Advisors með 50 prósenta hlut og fjárfestingafélagið Tröllahvönn, sem er í eigu Andra Gunnarssonar, Kristjáns M. Grétarssonar, Fannars Ólafssonar og Þórðar Hermanns Kolbeinssonar, með 25 prósenta hlut. Eignir Keahótela voru tæpir 1,8 milljarðar króna í lok síðasta árs en á sama tíma var bókfært eigið fé keðjunnar 1,0 milljarður króna og eiginfjárhlutfallið því 57 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira