BBC mætti óvænt með verðlaunin til hennar í Osló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 08:30 Ada Hegerberg fagnar þrennu og sigri í Meistaradeild með fjölskyldu sinni í stúkunni. Getty/Harold Cunningham Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg safnar að sér verðlaunum þessa dagana en nú síðast var hún kosin knattspyrnukonan ársins hjá breska ríkisútvarpinu. Það var almenningur út um allan heim sem kaus og niðurstaðan var kunngjörð aðeins fjórum dögum eftir að Ada Hegerberg skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin danska Pernille Harder varð önnur í kjörinu en þriðja var hin ástralska Sam Kerr. Þær sem komu líka til greina voru Saki Kumagai frá Japan og Lindsey Horan frá Bandaríkjunum. Ada Hegerberg var komin heim frá ævintýraförinni til Búdapest þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram um síðustu helgi. Fulltrúar breska ríkisútvarpsins komu henni á óvart með því að mæta með verðlaunin til hennar í Osló eins og sjá má hér fyrir neðan.This is the moment we surprised @AdaStolsmo with her award in Oslo...#BBCWFOTY#ChangeTheGamepic.twitter.com/7DxskSkJqj — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er heiður fyrir mig að vinna þessi verðlaun í annað skiptið,“ sagði Ada Hegerberg sem fékk þau einnig árið 2007. „Saki er herbergisfélaginn minn. Ég þekki hennar kosti og hvað hún hefur gefið félaginu. Hún er líka fyrirliði japanska landsliðsins sem segir sína sögu,“ sagði Ada Hegerberg um Saki Kumagai sem spilar með henni hjá Lyon. „Sam og Pernille eru líka í allra fremstu röð eins og Lindsey. Það er mjög sérstök tilfinning að vinna aftur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg skoraði 53 mörk í öllum keppnum fyrir Lyon-liðið tímabilið 2017-18 þar á meðal fimmtán mörk í Meistaradeildinni. Lyon vann þá þrennuna sem það endurtók á þessu tímabili. Ada Hegerberg vinnur ekki flerii verðlaun í sumar því hún er komin í sumarfrí. Hún afþakkaði boð um að leika með norska landsliðið á HM í Frakklandi af því að hún er ósátt með knattspyrnusamband landsins. Ada Hegerberg finnst konurnar ekki fá sama stuðning og karlarnir hjá norska sambandinu.We're pleased to announce that the winner of the BBC Women's Footballer of the Year award 2019 is... ADA HEGERBERGhttps://t.co/JPK3xzXCWh#bbcwfoty#ChangeTheGamepic.twitter.com/pA9uyssEug — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira
Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg safnar að sér verðlaunum þessa dagana en nú síðast var hún kosin knattspyrnukonan ársins hjá breska ríkisútvarpinu. Það var almenningur út um allan heim sem kaus og niðurstaðan var kunngjörð aðeins fjórum dögum eftir að Ada Hegerberg skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin danska Pernille Harder varð önnur í kjörinu en þriðja var hin ástralska Sam Kerr. Þær sem komu líka til greina voru Saki Kumagai frá Japan og Lindsey Horan frá Bandaríkjunum. Ada Hegerberg var komin heim frá ævintýraförinni til Búdapest þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram um síðustu helgi. Fulltrúar breska ríkisútvarpsins komu henni á óvart með því að mæta með verðlaunin til hennar í Osló eins og sjá má hér fyrir neðan.This is the moment we surprised @AdaStolsmo with her award in Oslo...#BBCWFOTY#ChangeTheGamepic.twitter.com/7DxskSkJqj — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019„Það er heiður fyrir mig að vinna þessi verðlaun í annað skiptið,“ sagði Ada Hegerberg sem fékk þau einnig árið 2007. „Saki er herbergisfélaginn minn. Ég þekki hennar kosti og hvað hún hefur gefið félaginu. Hún er líka fyrirliði japanska landsliðsins sem segir sína sögu,“ sagði Ada Hegerberg um Saki Kumagai sem spilar með henni hjá Lyon. „Sam og Pernille eru líka í allra fremstu röð eins og Lindsey. Það er mjög sérstök tilfinning að vinna aftur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg skoraði 53 mörk í öllum keppnum fyrir Lyon-liðið tímabilið 2017-18 þar á meðal fimmtán mörk í Meistaradeildinni. Lyon vann þá þrennuna sem það endurtók á þessu tímabili. Ada Hegerberg vinnur ekki flerii verðlaun í sumar því hún er komin í sumarfrí. Hún afþakkaði boð um að leika með norska landsliðið á HM í Frakklandi af því að hún er ósátt með knattspyrnusamband landsins. Ada Hegerberg finnst konurnar ekki fá sama stuðning og karlarnir hjá norska sambandinu.We're pleased to announce that the winner of the BBC Women's Footballer of the Year award 2019 is... ADA HEGERBERGhttps://t.co/JPK3xzXCWh#bbcwfoty#ChangeTheGamepic.twitter.com/pA9uyssEug — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira