Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og nefndarmaður í peningastefnunefnd, gera grein fyrir efni Peningamála, ákvörðun nefndarinnar og þeim rökum sem að baki liggja.
Sjá einnig: Seðlabankinn lækkar stýrivexti
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað 1,8 prósenta hagvaxtar á þessu ári eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4 prósenta samdrætti.
Már er formaður peningastefnunefndar en aðrir nefndarmenn eru, auk hans og Þórarins, Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri, Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.