Jón Trausti fær 1,8 milljónir króna frá ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 14:36 Jón Trausti Lúthersson í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins í héraði. vísir/vilhelm Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur vegna gæsluvarðhaldsetu í 21 dag í tengslum við rannsókn á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra. Jón Trausti fór fram á 10,5 milljónir króna í skaðabætur en hann var um tíma grunaður um aðild að málinu. Svo fór að Sveinn Gestur Tryggvason var einn ákærður og dæmdur fyrir að hafa verið valdur að dauða Arnars, með hættulegri líkamsárás. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Auk Jóns Trausta hafa bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski einnig krafist bóta en þeir sættu einangrun í viku vegna málsins. Ríkislögmaður hafnaði upphaflega bótakröfu Jóns Trausta með þeim rökum að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu, þar sem hann hafi ekki sýnt samvinnu við rannsókn málsins, gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarás og hafnað því að veita lögreglu leyfi til að skoða símann sinn. Þessu hafnaði lögmaður Jóns Trausta, Sveinn Andri Sveinsson.Í dómi Hérðasdóms Reykjavíkur er minnt á að gæsluvarðhald sé mikið inngrip í persónufrelsi manns. Gæsluvarðhald Jóns Trausta hafi þó verið án takmarkana, þ.e. hann hafi ekki verið í einangrun sem sé vægara inngrip. Þá er horft til afstöðu Jóns Trausta sem heimilaði ekki lögreglu skoðun á snjallsíma hans svo að leita þurfti til dómstóla eftir slíkri heimild. Var það ætlað til þess að draga upp þá mynd af ætlaðri sök Jóns Trausta að hans þáttur væri meiri en reyndist. Ekki síður þegar í ljós kom myndbandsupptaka frá vettvangi á símanum. Sömuleiðis að hann skyldi ekki við upphaf rannsóknar greina skilmerkilega frá tilvist upptökunnar og gefa á henni skýringar fyrr en eftir að lagt var hald á upptökuna. Að þessu virtu var lagt til grundvallar að Jón Trausti hefði sjálfur að hluta stuðlað að gæsluvarðhaldinu og það virt til lækkunar á fjárhæð skaðabótanna. Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur vegna gæsluvarðhaldsetu í 21 dag í tengslum við rannsókn á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra. Jón Trausti fór fram á 10,5 milljónir króna í skaðabætur en hann var um tíma grunaður um aðild að málinu. Svo fór að Sveinn Gestur Tryggvason var einn ákærður og dæmdur fyrir að hafa verið valdur að dauða Arnars, með hættulegri líkamsárás. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Auk Jóns Trausta hafa bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski einnig krafist bóta en þeir sættu einangrun í viku vegna málsins. Ríkislögmaður hafnaði upphaflega bótakröfu Jóns Trausta með þeim rökum að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu, þar sem hann hafi ekki sýnt samvinnu við rannsókn málsins, gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarás og hafnað því að veita lögreglu leyfi til að skoða símann sinn. Þessu hafnaði lögmaður Jóns Trausta, Sveinn Andri Sveinsson.Í dómi Hérðasdóms Reykjavíkur er minnt á að gæsluvarðhald sé mikið inngrip í persónufrelsi manns. Gæsluvarðhald Jóns Trausta hafi þó verið án takmarkana, þ.e. hann hafi ekki verið í einangrun sem sé vægara inngrip. Þá er horft til afstöðu Jóns Trausta sem heimilaði ekki lögreglu skoðun á snjallsíma hans svo að leita þurfti til dómstóla eftir slíkri heimild. Var það ætlað til þess að draga upp þá mynd af ætlaðri sök Jóns Trausta að hans þáttur væri meiri en reyndist. Ekki síður þegar í ljós kom myndbandsupptaka frá vettvangi á símanum. Sömuleiðis að hann skyldi ekki við upphaf rannsóknar greina skilmerkilega frá tilvist upptökunnar og gefa á henni skýringar fyrr en eftir að lagt var hald á upptökuna. Að þessu virtu var lagt til grundvallar að Jón Trausti hefði sjálfur að hluta stuðlað að gæsluvarðhaldinu og það virt til lækkunar á fjárhæð skaðabótanna.
Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira