Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2019 21:00 Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa gerðu nýverið með sér samkomulag um að þróa og efla markaðssetningu til ferðamanna á Demantshringnum svokallaða. Þar má finna nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nafnið hefur verið í notkun í nokkur ár en nú á að gefa í. „Það hefur í rauninni verið vannýtt. Við vitum að þetta er til og aðilar á svæðinu eru að nota þetta en þetta er vannýtt vegna þess að innviðar eru ekki til staðar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Goðafoss er hluti af Demantshringnum.Vísir/VilhelmHelsti farartálminn er Dettifossvegur en á nokkurra kílómetra kafla á milli Dettifoss og Ásbyrgis er aðeins hægt að aka eftir slóða. „Þessi vegur, þessi vegspotti sem á eftir að klára hefur verið stór hindrun í að nýta þetta vel. Síðan er það líka að það er ekki verið að opna veginn að Dettifossi að vestanverðu yfir vetrartímann sem þýðir að við höfum ekki getað markaðssett þetta svæði að fullu,“ segir Arnheiður. Og það er von á breytingum. Vegagerðin mun bjóða út síðasta áfanga Dettifossvegar eftir helgi og standa vonir til þess að vegurinn verði þá orðinn uppbyggður og fær öllum bílum fyrir veturinn. Markmiðið er að Demantshringurinn geti orðið segull sem dragi ferðamenn að Norðurlandi. „Þetta verður núna vonandi heilsársopnun. Það er það sem við sjáum fram á að verði svo að fyrirtækin geti farið að nýta sér þessar perlur sem eru á þessari leið,“ segir Arnheiður. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa gerðu nýverið með sér samkomulag um að þróa og efla markaðssetningu til ferðamanna á Demantshringnum svokallaða. Þar má finna nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nafnið hefur verið í notkun í nokkur ár en nú á að gefa í. „Það hefur í rauninni verið vannýtt. Við vitum að þetta er til og aðilar á svæðinu eru að nota þetta en þetta er vannýtt vegna þess að innviðar eru ekki til staðar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Goðafoss er hluti af Demantshringnum.Vísir/VilhelmHelsti farartálminn er Dettifossvegur en á nokkurra kílómetra kafla á milli Dettifoss og Ásbyrgis er aðeins hægt að aka eftir slóða. „Þessi vegur, þessi vegspotti sem á eftir að klára hefur verið stór hindrun í að nýta þetta vel. Síðan er það líka að það er ekki verið að opna veginn að Dettifossi að vestanverðu yfir vetrartímann sem þýðir að við höfum ekki getað markaðssett þetta svæði að fullu,“ segir Arnheiður. Og það er von á breytingum. Vegagerðin mun bjóða út síðasta áfanga Dettifossvegar eftir helgi og standa vonir til þess að vegurinn verði þá orðinn uppbyggður og fær öllum bílum fyrir veturinn. Markmiðið er að Demantshringurinn geti orðið segull sem dragi ferðamenn að Norðurlandi. „Þetta verður núna vonandi heilsársopnun. Það er það sem við sjáum fram á að verði svo að fyrirtækin geti farið að nýta sér þessar perlur sem eru á þessari leið,“ segir Arnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42
Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37