Fyllibyttur og sóðar stöðva næturopnun Sveinn Arnarsson skrifar 28. maí 2019 06:00 Börn að leik í heitu pottunum í Sandvíkurfjöru. Heitu pottunum í Sandvíkurfjöru við Hauganes verður hér eftir lokað á kvöldin þar sem umgengni hefur ekki verið upp á marga fiska auk þess sem fólk hefur trassað að greiða aðgangseyri í pottana. „Í sjálfu sér er þetta einfalt. Ég vil bara ekki sjá fyllibyttur og sóða koma í pottana,“ segir Elvar Reykjalín, eigandi og rekstraraðili heitu pottanna. Elvar hefur byggt upp aðstöðuna síðustu misserin og hafa pottarnir verið afar vel sóttir upp á síðkastið. Póstkassi er á svæðinu þar sem fólk getur greitt aðgangseyrinn og höfðar Elvar þar til samvisku gesta. „Ég hef haft það þannig að þetta sé opið allan sólarhringinn og fólk geti þannig mætt hvenær sem það vill til að fara í heitu pottana. Það hefur hins vegar gerst upp á síðkastið að bæði hefur umgengnin eftir helgarnar verið afar slæm og fólk hefur ekki haft það í sér að greiða aðgangseyri í pottana,“ segir Elvar en bæði hafa verið unnið skemmdir á munum og þá hefur umgengnin ekki verið upp á marga fiska. „Einnig hefur þetta skapað ónæði fyrir íbúa á Hauganesi sem verður ekki liðið. Hér þurfa gestir vitanlega að taka tillit til heimamanna og því verð ég að hafa lokað á kvöldin hér eftir, sem er miður.“ Elvar segist hafa eytt í þetta nokkrum milljónum króna. Pottarnir séu öllum opnir og hafði hann vonast eftir því að fólk væri samviskusamt og þeir sem vilji nýta sér aðstöðuna greiði fimm hundruð krónur. „Þessi uppbygging hefur tekið tíma og fjármagn. Auðvitað vonar maður að fólk sé samviskusamt en ég get alveg sagt þér að nokkur misbrestur er á því að fólk greiði þetta sanngjarna verð. Mér finnst þetta ekki miklir fjármunir ef satt skal segja,“ segir hann. Elvar segist þó ekki af baki dottinn og hugsa enn um frekari uppbyggingu á svæðinu en Sandvíkurfjara er stærsta sandfjaran í Eyjafirði. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Heitu pottunum í Sandvíkurfjöru við Hauganes verður hér eftir lokað á kvöldin þar sem umgengni hefur ekki verið upp á marga fiska auk þess sem fólk hefur trassað að greiða aðgangseyri í pottana. „Í sjálfu sér er þetta einfalt. Ég vil bara ekki sjá fyllibyttur og sóða koma í pottana,“ segir Elvar Reykjalín, eigandi og rekstraraðili heitu pottanna. Elvar hefur byggt upp aðstöðuna síðustu misserin og hafa pottarnir verið afar vel sóttir upp á síðkastið. Póstkassi er á svæðinu þar sem fólk getur greitt aðgangseyrinn og höfðar Elvar þar til samvisku gesta. „Ég hef haft það þannig að þetta sé opið allan sólarhringinn og fólk geti þannig mætt hvenær sem það vill til að fara í heitu pottana. Það hefur hins vegar gerst upp á síðkastið að bæði hefur umgengnin eftir helgarnar verið afar slæm og fólk hefur ekki haft það í sér að greiða aðgangseyri í pottana,“ segir Elvar en bæði hafa verið unnið skemmdir á munum og þá hefur umgengnin ekki verið upp á marga fiska. „Einnig hefur þetta skapað ónæði fyrir íbúa á Hauganesi sem verður ekki liðið. Hér þurfa gestir vitanlega að taka tillit til heimamanna og því verð ég að hafa lokað á kvöldin hér eftir, sem er miður.“ Elvar segist hafa eytt í þetta nokkrum milljónum króna. Pottarnir séu öllum opnir og hafði hann vonast eftir því að fólk væri samviskusamt og þeir sem vilji nýta sér aðstöðuna greiði fimm hundruð krónur. „Þessi uppbygging hefur tekið tíma og fjármagn. Auðvitað vonar maður að fólk sé samviskusamt en ég get alveg sagt þér að nokkur misbrestur er á því að fólk greiði þetta sanngjarna verð. Mér finnst þetta ekki miklir fjármunir ef satt skal segja,“ segir hann. Elvar segist þó ekki af baki dottinn og hugsa enn um frekari uppbyggingu á svæðinu en Sandvíkurfjara er stærsta sandfjaran í Eyjafirði.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira