Á annað hundrað milljóna fylgja Speli til Vegagerðarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2019 10:21 Göngin voru opnuð árið 1998 Vísir/Vilhelm Stjórn Spalar ehf. hefur komist að samkomulagi við Vegagerðina um að hún taki við félaginu á aðalfundi Spalar sem boðað er til á Akranesi á morgun. Útlit er fyrir að með Speli fylgi hátt í 200 milljónir króna. Spölur átti og rak Hvalfjarðargöng þar til Vegagerðin tók við þeim síðastliðið haust. Því þurfti að taka ákvörðum það hvort slíta ætti félaginu eða komast að samkomulagi við Vegagerðina um að taka við því. Aðalfundur verður haldinn á morgun og þar liggur fyrir hluthöfum að fjalla um og afgreiða tillögu um að hlutafé félagsins verði fært úr 86 milljónum króna að nafnvirði niður í hálfa milljón króna. Verðbætt hlutafé verði greitt út og arður á hlutafé sömuleiðis í samræmi við samning Spalar við ríkið frá 1995. 45 hluthafar eru nú í Speli en gangi tillagan eftir munu hluthafar undirrita yfirlýsingu um að þeir framselji Vegagerðinni eignarhluta sína án sérstakrar greiðslu eða krafna af neinu tagi á hendur henni. Vegagerðin verði þá eini hluthafinn í Speli.Það þarf ekki lengur að rétta fram geiðslukort til þess að komast í gegnum Hvalfjarðargöng.vísir/VilhelmÞað sem eftir verði renni til verkefna í tengsum við rekstur HvalfjarðargangaÁ heimasíðu Spalar segir að útlit sé fyrir með Speli fylgi að minnsta kosti 120 milljónir króna í handbæru fé til Vegagerðarinnar eftir yfirtöku. Þar af telst hátt í helmingur upphæðarinnar ógreiddar kröfur viðskiptavina á félagið vegna inneigna á reikningum og veglykla og afsláttarmiða sem ekki hefur verið skilað, en 4.400 lyklar og talsvert af afsláttarmiðum eru enn útistandandi. Hinn hlutinn, 60-70 milljónir króna, eru fjármunir sem eftir verða hjá Speli þegar allur kostnaður félagsins hefur verið greiddur og hlutafé til eigenda sömuleiðis. Í samningi Spalar við ríkið er ákvæði um að fjármunir sem eftir kunni að verða hjá félaginu í lokin skuli „renna til sérstakra verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga.“ „Breyting í hluthafahópi Spalar breytir engu um skuldbindingar félagsins gagnvart þeim sem enn eiga hjá því fjármuni vegna inneigna, veglykla eða afsláttarmiða. Ákveði Vegagerðin hins vegar að slíta félaginu verður auglýstur kröfulýsingarfrestur og tryggt er að allir fái kröfur sínar greiddar sem gefa sig fram áður en þeim fresti lýkur. Að því sögðu er ekki annað eftir en að þakka viðskiptavinum Spalar og landsmönnum öllum fyrir viðskipti og samskipti í liðlega tvo áratugi,“ er haft eftir Gísla Gíslasyni, stjórnarformanni Spalar sem setið hefur óslitið í stjórn félagsins frá stofnun, eða í 28 ár. Akranes Samgöngur Tengdar fréttir Hvalfjarðargöng formlega afhent ríkinu Hvalfjarðargöng voru formlega afhent ríkinu í dag en það var staðfest með undirritun á samningi milli Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og ríkisins. 30. september 2018 19:05 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Stjórn Spalar ehf. hefur komist að samkomulagi við Vegagerðina um að hún taki við félaginu á aðalfundi Spalar sem boðað er til á Akranesi á morgun. Útlit er fyrir að með Speli fylgi hátt í 200 milljónir króna. Spölur átti og rak Hvalfjarðargöng þar til Vegagerðin tók við þeim síðastliðið haust. Því þurfti að taka ákvörðum það hvort slíta ætti félaginu eða komast að samkomulagi við Vegagerðina um að taka við því. Aðalfundur verður haldinn á morgun og þar liggur fyrir hluthöfum að fjalla um og afgreiða tillögu um að hlutafé félagsins verði fært úr 86 milljónum króna að nafnvirði niður í hálfa milljón króna. Verðbætt hlutafé verði greitt út og arður á hlutafé sömuleiðis í samræmi við samning Spalar við ríkið frá 1995. 45 hluthafar eru nú í Speli en gangi tillagan eftir munu hluthafar undirrita yfirlýsingu um að þeir framselji Vegagerðinni eignarhluta sína án sérstakrar greiðslu eða krafna af neinu tagi á hendur henni. Vegagerðin verði þá eini hluthafinn í Speli.Það þarf ekki lengur að rétta fram geiðslukort til þess að komast í gegnum Hvalfjarðargöng.vísir/VilhelmÞað sem eftir verði renni til verkefna í tengsum við rekstur HvalfjarðargangaÁ heimasíðu Spalar segir að útlit sé fyrir með Speli fylgi að minnsta kosti 120 milljónir króna í handbæru fé til Vegagerðarinnar eftir yfirtöku. Þar af telst hátt í helmingur upphæðarinnar ógreiddar kröfur viðskiptavina á félagið vegna inneigna á reikningum og veglykla og afsláttarmiða sem ekki hefur verið skilað, en 4.400 lyklar og talsvert af afsláttarmiðum eru enn útistandandi. Hinn hlutinn, 60-70 milljónir króna, eru fjármunir sem eftir verða hjá Speli þegar allur kostnaður félagsins hefur verið greiddur og hlutafé til eigenda sömuleiðis. Í samningi Spalar við ríkið er ákvæði um að fjármunir sem eftir kunni að verða hjá félaginu í lokin skuli „renna til sérstakra verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga.“ „Breyting í hluthafahópi Spalar breytir engu um skuldbindingar félagsins gagnvart þeim sem enn eiga hjá því fjármuni vegna inneigna, veglykla eða afsláttarmiða. Ákveði Vegagerðin hins vegar að slíta félaginu verður auglýstur kröfulýsingarfrestur og tryggt er að allir fái kröfur sínar greiddar sem gefa sig fram áður en þeim fresti lýkur. Að því sögðu er ekki annað eftir en að þakka viðskiptavinum Spalar og landsmönnum öllum fyrir viðskipti og samskipti í liðlega tvo áratugi,“ er haft eftir Gísla Gíslasyni, stjórnarformanni Spalar sem setið hefur óslitið í stjórn félagsins frá stofnun, eða í 28 ár.
Akranes Samgöngur Tengdar fréttir Hvalfjarðargöng formlega afhent ríkinu Hvalfjarðargöng voru formlega afhent ríkinu í dag en það var staðfest með undirritun á samningi milli Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og ríkisins. 30. september 2018 19:05 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Hvalfjarðargöng formlega afhent ríkinu Hvalfjarðargöng voru formlega afhent ríkinu í dag en það var staðfest með undirritun á samningi milli Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og ríkisins. 30. september 2018 19:05
Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02
Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41