Erlent

Evrópa hafnar afarkostum Íransstjórnar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Federica Mogherini utanríkismálastjóri.
Federica Mogherini utanríkismálastjóri. Nordicphotos/AFP
Frakkland, Þýskaland og Bretland, evrópsku aðildarríkin að JCPOA-samningnum um að Íranar fái ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana, hvöttu Írana í sameiginlegri yfirlýsingu í gær til þess að halda samningnum á lífi.

Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði á miðvikudag að Íran ætlaði að hætta að framfylgja samningnum og ef til vill byrja að framleiða auðgað úran til eigin nota í stað þess að selja það úr landi, líkt og samningurinn kveður á um. Sagði hann það gert vegna þeirra viðskiptaþvingana sem Bandaríkin hafa lagt á Íran eftir riftun Bandaríkjanna. Ríkin sögðust hafna þeim afarkostum sem Íran setti þeim um að fá þvingunum Bandaríkjanna aflétt innan sextíu daga gegn áframhaldandi samstarfi.

Federica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, sagði samninginn mikilvægt öryggisatriði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×