HK er komið aftur í deild þeirra bestu eftir að hafa unnið Víking, 32-27, í oddaleik liðanna um laust sæti í Olís-deild karla á næstu leiktíð.
Víkingur komst 2-0 yfir í einvíginu en vinna þurfti þrjá leiki til þess að vinna einvígið. Góð endurkoma HK því staðreynd.
HK var fjórum mörkum yfir í hálfleik í kvöld, 15-11, og vann leikinn að endingu með fimm mörkum, 32-27.
HK er því komið í Olís-deild karla á nýjan leik en kvennalið félagsins tryggði sér áframhaldandi sæti í deildinni á dögunum.
Kópavogsliðið varð síðast Íslandsmeistari í handbolta karla fyrir sjö árum síðan, árið 2012, er liðið vann FH í úrslitarimmunni.
Elías Már Halldórsson tekur við HK liðinu í sumar.
HK hafði betur gegn Víkingi og er komið í Olís-deildina
Anton Ingi Leifsson skrifar
