Innlent

Varað við éljum á morgun en búist við 18 stiga hita í miðri viku

Birgir Olgeirsson skrifar
Ráðlegt er að kanna akstursskilyrði hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað á morgun.
Ráðlegt er að kanna akstursskilyrði hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað á morgun. Vísir/Vilhelm
Útlit er fyrir allt að átján stiga hita um landið norðaustanvert í næstu viku gangi spá Veðurstofu Íslands eftir.

Áður en að því kemur má hins vegar búast við éljum norðan- og austanlands fram að hádegi á morgun, sunnudag. Hálka getur myndast staðbundið á vegum, sérílagi á heiða- og fjallvegum. Ráðlegt er að kanna akstursskilyrði hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað.

Annað kvöld verður hvassast syðst, spáð 10 til 18 metra sunnan átt og rigningu.

Á mánudag er útlit fyrir suðaustan, 8 – 13 metrum á sekúndu, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Hægari og styttir upp um kvöldið, hiti 7 til 14 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Sunnan og suðaustan 8-13 m/s, skýjað og dálítil rigning öðru hverju S- og V-lands. Hægari vindur á N- og A-landi, skýjað með köflum og þurrt. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast um landið NA-vert.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:

Suðlæg átt og bjartviðri N- og A-lands, en skýjað og stöku skúrir annars staðar. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×