Viðkvæmt ástand innan Þjóðleikhússins Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. maí 2019 06:45 Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra í rúm fjögur ár. Fréttablaðið/Ernir Stjórn Félags íslenskra leikara (FÍL) hefur verið falið að senda bréf til Þjóðleikhúsráðs og til ráðherra menningarmála þar sem kvartað er yfir aðgerðaleysi ráðherrans og ráðsins vegna athugasemda sem borist hafa vegna hegðunar Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra. Kvartanir hafi borist ráðinu og ráðherranum vegna samskipta leikhússtjórans við félagsmenn FÍL en ekkert hafi verið að gert. Þetta var niðurstaða opins fundar FÍL á fimmtudag. Fundurinn ákvað einnig að krefjast þess að Þjóðleikhúsráð fái utanaðkomandi sérfræðing í vinnuvernd og mannauðsmálum til að fara ofan í kjölinn á samskiptum þjóðleikhússtjóra við nokkurn fjölda listamanna sem starfað hafa fyrir hann. Formlegar kvartanir hafa borist vegna leikhússtjórans, meðal annars frá FÍL. Kvartanirnar eru misalvarlegar en lúta meðal annars að samningsbrotum, hegðun og erfiðum samskiptum og spanna nokkurra ára tímabil. Þá hafa formlegar kvartanir einnig ratað á borð ráðherra málaflokksins, Lilju Alfreðsdóttur, sem er yfirmaður þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er stjórnarnefnd Þjóðleikhússins og allar meiriháttar ákvarðanir um leikhúsreksturinn eru bornar undir ráðið. Það vinnur með þjóðleikhússtjóra að langtímaáætlun um starfsemina. Árleg starfs- og fjárhagsáætlun skal lögð fyrir ráðið sem hefur eftirlit með framkvæmd hennar. Fréttablaðið hefur rætt við fagfólk í stétt listamanna sem ber saman um að erfið staða sé komin upp í Þjóðleikhúsinu. Menntamálaráðuneytið auglýsti á dögunum starf leikhússtjóra, en ráðið er í fimm ár í senn. Skipun Ara rennur út 1. janúar 2020 og samkvæmt lögum skal ætíð auglýsa embættið laust til umsóknar í lok hvers skipunartímabils. Stuttu fyrir páska sendi lögmaður FÍL bréf á Þjóðleikhúsráð og þjóðleikhússtjóra þar sem kvartanir sem borist hafa vegna hans voru teknar saman. Þá sagði í bréfinu að eðlilegt væri að taka tillit til þessara atriða þegar ráðið væri í stöðu þjóðleikhússtjóra, til jafns við það sem vel er gert í leikhúsinu, en rekstur hússins hefur til að mynda gengið vel með Ara við stjórnvölinn. Bréfið var síðan tekið fyrir á Þjóðleikhúsráðsfundi á föstudaginn fyrir rúmri viku, þann 3. maí. Leikarar í Þjóðleikhúsinu funduðu vegna málsins síðastliðinn þriðjudag á nokkuð tilfinningaríkum fundi. Sumir leikarar könnuðust við lýsingar á framkomu Ara, en aðrir ekki. FÍL fundaði á fimmtudag, meðal annars til að ræða stöðuna í leikhúsinu, líkt og áður kom fram. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum. 5. apríl 2019 06:30 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Stjórn Félags íslenskra leikara (FÍL) hefur verið falið að senda bréf til Þjóðleikhúsráðs og til ráðherra menningarmála þar sem kvartað er yfir aðgerðaleysi ráðherrans og ráðsins vegna athugasemda sem borist hafa vegna hegðunar Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra. Kvartanir hafi borist ráðinu og ráðherranum vegna samskipta leikhússtjórans við félagsmenn FÍL en ekkert hafi verið að gert. Þetta var niðurstaða opins fundar FÍL á fimmtudag. Fundurinn ákvað einnig að krefjast þess að Þjóðleikhúsráð fái utanaðkomandi sérfræðing í vinnuvernd og mannauðsmálum til að fara ofan í kjölinn á samskiptum þjóðleikhússtjóra við nokkurn fjölda listamanna sem starfað hafa fyrir hann. Formlegar kvartanir hafa borist vegna leikhússtjórans, meðal annars frá FÍL. Kvartanirnar eru misalvarlegar en lúta meðal annars að samningsbrotum, hegðun og erfiðum samskiptum og spanna nokkurra ára tímabil. Þá hafa formlegar kvartanir einnig ratað á borð ráðherra málaflokksins, Lilju Alfreðsdóttur, sem er yfirmaður þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er stjórnarnefnd Þjóðleikhússins og allar meiriháttar ákvarðanir um leikhúsreksturinn eru bornar undir ráðið. Það vinnur með þjóðleikhússtjóra að langtímaáætlun um starfsemina. Árleg starfs- og fjárhagsáætlun skal lögð fyrir ráðið sem hefur eftirlit með framkvæmd hennar. Fréttablaðið hefur rætt við fagfólk í stétt listamanna sem ber saman um að erfið staða sé komin upp í Þjóðleikhúsinu. Menntamálaráðuneytið auglýsti á dögunum starf leikhússtjóra, en ráðið er í fimm ár í senn. Skipun Ara rennur út 1. janúar 2020 og samkvæmt lögum skal ætíð auglýsa embættið laust til umsóknar í lok hvers skipunartímabils. Stuttu fyrir páska sendi lögmaður FÍL bréf á Þjóðleikhúsráð og þjóðleikhússtjóra þar sem kvartanir sem borist hafa vegna hans voru teknar saman. Þá sagði í bréfinu að eðlilegt væri að taka tillit til þessara atriða þegar ráðið væri í stöðu þjóðleikhússtjóra, til jafns við það sem vel er gert í leikhúsinu, en rekstur hússins hefur til að mynda gengið vel með Ara við stjórnvölinn. Bréfið var síðan tekið fyrir á Þjóðleikhúsráðsfundi á föstudaginn fyrir rúmri viku, þann 3. maí. Leikarar í Þjóðleikhúsinu funduðu vegna málsins síðastliðinn þriðjudag á nokkuð tilfinningaríkum fundi. Sumir leikarar könnuðust við lýsingar á framkomu Ara, en aðrir ekki. FÍL fundaði á fimmtudag, meðal annars til að ræða stöðuna í leikhúsinu, líkt og áður kom fram.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum. 5. apríl 2019 06:30 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00
Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum. 5. apríl 2019 06:30
Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu