O komið til Argentínu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2019 08:15 Ingibjörg Ýr er ánægð með að eiga verk í kynningu á alþjóðlegu tónskáldaþingi. Það kom mér rosalega á óvart að Ríkisútvarpið skyldi tilnefna verkið mitt, O, á alþjóðlega tónskáldaþingið. Ég þekkti ekki mikið til þeirrar hátíðar, nema hvað ég vissi að hann Páll Ragnar Pálsson vann aðalverðlaunin þar í fyrra,“ segir Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir tónskáld. Téð þing hefst í San Carlos de Bariloche í Argentínu í dag og stendur til 18. maí. Ingibjörg Ýr segir einungis verk eftir tvo Íslendinga hafa verið send þangað nú, hennar og annað eftir Valgeir Sigurðsson tónskáld. „Við fáum eflaust fréttir af því á næstu dögum hvernig okkar verkum reiðir af, það eru útvarpsstöðvar alls staðar að úr heiminum sem tilnefna, þannig að þetta er stór pottur en það er heiður að fá að vera með.“ Ingibjörg Ýr útskrifaðist fyrir þremur árum með BA-gráðu úr tónsmíðanámi frá Listaháskóla Íslands og eftir það var hún í starfsnámi hjá tónskáldinu Önnu Þorvaldsdóttur. Hún kveðst hafa haft ágætlega mikið að gera síðan. Meðal þess sem er á afrekaskránni hennar er tónlist við einleikinn Griðastað, eftir Eurovision-stjörnuna Matthías Tryggva Haraldsson. Leikritið var útskriftarverkefni hans af sviðshöfundabraut og sýnt í Tjarnarbíói á síðasta hausti, leikið af Jörundi Ragnarssyni. „Svo vorum við Ragnheiður Erla Björnsdóttir saman með hljóðmyndina í verkinu Velkomin heim sem María Thelma Smáradóttir var með í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í vetur,“ segir Ingibjörg Ýr og bætir við: „Ýmis verkefni bý ég mér líka til sjálf, það er um að gera að reyna að vera dugleg!“ Fellabærinn er fæðingarhreppur Ingibjargar Ýrar þó að hún búi nú á höfuðborgarsvæðinu. Skyldi hún hafa ung byrjað að semja? „Ja, kannski ekki semja en ég var alltaf að spila, æfði á píanó og klarinett. Svo eftir menntaskólann fór ég á tónlistarlýðháskóla í Noregi í eitt ár, þar var ég að syngja og semja og hef varla gert annað síðan, þó að ég vinni reyndar á leikskóla líka.“ Tónverkið O samdi Ingibjörg Ýr fyrir Sinfóníuhljómsveitina í fyrra. Af hverju heitir það O? „Titlar geta verið erfiðir og þetta var bara vinnutitill, hvorki bókstafurinn O né tölustafurinn 0, heldur hnöttur!“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það kom mér rosalega á óvart að Ríkisútvarpið skyldi tilnefna verkið mitt, O, á alþjóðlega tónskáldaþingið. Ég þekkti ekki mikið til þeirrar hátíðar, nema hvað ég vissi að hann Páll Ragnar Pálsson vann aðalverðlaunin þar í fyrra,“ segir Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir tónskáld. Téð þing hefst í San Carlos de Bariloche í Argentínu í dag og stendur til 18. maí. Ingibjörg Ýr segir einungis verk eftir tvo Íslendinga hafa verið send þangað nú, hennar og annað eftir Valgeir Sigurðsson tónskáld. „Við fáum eflaust fréttir af því á næstu dögum hvernig okkar verkum reiðir af, það eru útvarpsstöðvar alls staðar að úr heiminum sem tilnefna, þannig að þetta er stór pottur en það er heiður að fá að vera með.“ Ingibjörg Ýr útskrifaðist fyrir þremur árum með BA-gráðu úr tónsmíðanámi frá Listaháskóla Íslands og eftir það var hún í starfsnámi hjá tónskáldinu Önnu Þorvaldsdóttur. Hún kveðst hafa haft ágætlega mikið að gera síðan. Meðal þess sem er á afrekaskránni hennar er tónlist við einleikinn Griðastað, eftir Eurovision-stjörnuna Matthías Tryggva Haraldsson. Leikritið var útskriftarverkefni hans af sviðshöfundabraut og sýnt í Tjarnarbíói á síðasta hausti, leikið af Jörundi Ragnarssyni. „Svo vorum við Ragnheiður Erla Björnsdóttir saman með hljóðmyndina í verkinu Velkomin heim sem María Thelma Smáradóttir var með í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í vetur,“ segir Ingibjörg Ýr og bætir við: „Ýmis verkefni bý ég mér líka til sjálf, það er um að gera að reyna að vera dugleg!“ Fellabærinn er fæðingarhreppur Ingibjargar Ýrar þó að hún búi nú á höfuðborgarsvæðinu. Skyldi hún hafa ung byrjað að semja? „Ja, kannski ekki semja en ég var alltaf að spila, æfði á píanó og klarinett. Svo eftir menntaskólann fór ég á tónlistarlýðháskóla í Noregi í eitt ár, þar var ég að syngja og semja og hef varla gert annað síðan, þó að ég vinni reyndar á leikskóla líka.“ Tónverkið O samdi Ingibjörg Ýr fyrir Sinfóníuhljómsveitina í fyrra. Af hverju heitir það O? „Titlar geta verið erfiðir og þetta var bara vinnutitill, hvorki bókstafurinn O né tölustafurinn 0, heldur hnöttur!“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira