O komið til Argentínu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2019 08:15 Ingibjörg Ýr er ánægð með að eiga verk í kynningu á alþjóðlegu tónskáldaþingi. Það kom mér rosalega á óvart að Ríkisútvarpið skyldi tilnefna verkið mitt, O, á alþjóðlega tónskáldaþingið. Ég þekkti ekki mikið til þeirrar hátíðar, nema hvað ég vissi að hann Páll Ragnar Pálsson vann aðalverðlaunin þar í fyrra,“ segir Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir tónskáld. Téð þing hefst í San Carlos de Bariloche í Argentínu í dag og stendur til 18. maí. Ingibjörg Ýr segir einungis verk eftir tvo Íslendinga hafa verið send þangað nú, hennar og annað eftir Valgeir Sigurðsson tónskáld. „Við fáum eflaust fréttir af því á næstu dögum hvernig okkar verkum reiðir af, það eru útvarpsstöðvar alls staðar að úr heiminum sem tilnefna, þannig að þetta er stór pottur en það er heiður að fá að vera með.“ Ingibjörg Ýr útskrifaðist fyrir þremur árum með BA-gráðu úr tónsmíðanámi frá Listaháskóla Íslands og eftir það var hún í starfsnámi hjá tónskáldinu Önnu Þorvaldsdóttur. Hún kveðst hafa haft ágætlega mikið að gera síðan. Meðal þess sem er á afrekaskránni hennar er tónlist við einleikinn Griðastað, eftir Eurovision-stjörnuna Matthías Tryggva Haraldsson. Leikritið var útskriftarverkefni hans af sviðshöfundabraut og sýnt í Tjarnarbíói á síðasta hausti, leikið af Jörundi Ragnarssyni. „Svo vorum við Ragnheiður Erla Björnsdóttir saman með hljóðmyndina í verkinu Velkomin heim sem María Thelma Smáradóttir var með í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í vetur,“ segir Ingibjörg Ýr og bætir við: „Ýmis verkefni bý ég mér líka til sjálf, það er um að gera að reyna að vera dugleg!“ Fellabærinn er fæðingarhreppur Ingibjargar Ýrar þó að hún búi nú á höfuðborgarsvæðinu. Skyldi hún hafa ung byrjað að semja? „Ja, kannski ekki semja en ég var alltaf að spila, æfði á píanó og klarinett. Svo eftir menntaskólann fór ég á tónlistarlýðháskóla í Noregi í eitt ár, þar var ég að syngja og semja og hef varla gert annað síðan, þó að ég vinni reyndar á leikskóla líka.“ Tónverkið O samdi Ingibjörg Ýr fyrir Sinfóníuhljómsveitina í fyrra. Af hverju heitir það O? „Titlar geta verið erfiðir og þetta var bara vinnutitill, hvorki bókstafurinn O né tölustafurinn 0, heldur hnöttur!“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Það kom mér rosalega á óvart að Ríkisútvarpið skyldi tilnefna verkið mitt, O, á alþjóðlega tónskáldaþingið. Ég þekkti ekki mikið til þeirrar hátíðar, nema hvað ég vissi að hann Páll Ragnar Pálsson vann aðalverðlaunin þar í fyrra,“ segir Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir tónskáld. Téð þing hefst í San Carlos de Bariloche í Argentínu í dag og stendur til 18. maí. Ingibjörg Ýr segir einungis verk eftir tvo Íslendinga hafa verið send þangað nú, hennar og annað eftir Valgeir Sigurðsson tónskáld. „Við fáum eflaust fréttir af því á næstu dögum hvernig okkar verkum reiðir af, það eru útvarpsstöðvar alls staðar að úr heiminum sem tilnefna, þannig að þetta er stór pottur en það er heiður að fá að vera með.“ Ingibjörg Ýr útskrifaðist fyrir þremur árum með BA-gráðu úr tónsmíðanámi frá Listaháskóla Íslands og eftir það var hún í starfsnámi hjá tónskáldinu Önnu Þorvaldsdóttur. Hún kveðst hafa haft ágætlega mikið að gera síðan. Meðal þess sem er á afrekaskránni hennar er tónlist við einleikinn Griðastað, eftir Eurovision-stjörnuna Matthías Tryggva Haraldsson. Leikritið var útskriftarverkefni hans af sviðshöfundabraut og sýnt í Tjarnarbíói á síðasta hausti, leikið af Jörundi Ragnarssyni. „Svo vorum við Ragnheiður Erla Björnsdóttir saman með hljóðmyndina í verkinu Velkomin heim sem María Thelma Smáradóttir var með í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í vetur,“ segir Ingibjörg Ýr og bætir við: „Ýmis verkefni bý ég mér líka til sjálf, það er um að gera að reyna að vera dugleg!“ Fellabærinn er fæðingarhreppur Ingibjargar Ýrar þó að hún búi nú á höfuðborgarsvæðinu. Skyldi hún hafa ung byrjað að semja? „Ja, kannski ekki semja en ég var alltaf að spila, æfði á píanó og klarinett. Svo eftir menntaskólann fór ég á tónlistarlýðháskóla í Noregi í eitt ár, þar var ég að syngja og semja og hef varla gert annað síðan, þó að ég vinni reyndar á leikskóla líka.“ Tónverkið O samdi Ingibjörg Ýr fyrir Sinfóníuhljómsveitina í fyrra. Af hverju heitir það O? „Titlar geta verið erfiðir og þetta var bara vinnutitill, hvorki bókstafurinn O né tölustafurinn 0, heldur hnöttur!“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira