Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2019 13:04 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Fréttablaðið/Vilhelm Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. Lögmaður Ólafs segir hann tekinn við embætti á ný eftir að fimm konur stigu fram og sökuðu hann um kynferðisbrot. Forsaga málsins er sú að biskup sendi Ólaf, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun hans í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu veturinn 2017. Að endingu komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði brotið gegn tveimur kvennanna, þ.e. að í háttsemi hans hefði falist siðferðisbrot m.a. með því að faðma konurnar og lyft þeim upp og kysst þær á kinnarnar án samþykkis. Ekki var fallist á að um kynferðisbrot hefði verið að ræða.Krafðist niðurfellingar á ákvörðun biskups Þann 5. desember síðastliðinn tilkynnti biskup Ólafi að ákveðið hefði verið að veita honum lausn frá embætti hans sem sóknarprestur við Grensásprestakalls um stundarsakir vegna málsins. Ólafur krafðist þess fyrir nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að ákvörðun biskups verði felld úr gildi. Biskup krafðist þess að nefndin rannsaki mál Ólafs svo upplýst verði hvort rétt sé að veita honum lausn að fullu eða láta hann taka aftur við embætti sínu. Vísaði biskup til þess að sú háttsemi sem Ólafi hafi verið gefin að sök í málunum væri tvímælalaust háttsemi sem geti sætt refsingu. Þá væru brot Ólafs ósamrýmanleg því hlutverki sem prestar þjóðkirkjunnar hafi gagnvart samstarfsmönnum og sóknarbörnum.Grensáskirkja. Í gær var greint frá því að ákveðið hefði verið að leggja niður embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli, embætti Ólafs, þann 1. júní næstkomandi með sameiningu prestakallanna.Vísir/gvaMálið ekki nægilega upplýst Í áliti nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að ekki hafi verið nægilega í ljós leitt að grunur hafi verið um refsiverða háttsemi Ólafs þegar biskup ákvað að veita honum lausn. Við ákvörðunina hafi málið þannig ekki talist nægilega upplýst. Biskupi hafi því ekki verið rétt að veita Ólafi lausn frá störfum um stundarsakir frá og með 5. desember 2018. Þær ásakanir einar og sér, sem lágu til grundvallar ákvörðunar biskups, hafi ekki verið fullnægjandi og þar með hafi ekki verið uppfyllt skilyrði 26. greinar starfsmannalaga um lausn frá embætti. Þá er sérstaklega tekið fram í áliti nefndarinnar að hún taki ekki afstöðu til mögulegrar ætlaðrar refsiverðrar háttsemi Ólafs. Aftur tekinn við embætti og fær vangoldin laun Í gær var svo greint frá því að ákveðið hefði verið að leggja niður embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli, embætti Ólafs, þann 1. júní næstkomandi með sameiningu prestakallanna. Í tilkynningu segir að séra María Ágústsdóttir, sem þjónað hefur sóknarprestsembætti Grensásprestakalls, muni halda því áfram til mánaðamóta. Séra Pálmi Matthíasson verður sóknarprestur í sameinuðu prestakalli, Fossvogsprestakalli, frá 1. júní næstkomandi. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir í samtali við fréttastofu að Ólafur sé tekinn við embætti á ný, þó ekki sé ljóst hvaða embætti um ræðir í ljósi sameiningar prestakallanna. Að sögn Einars hafi biskupsstofa jafnframt ákveðið að greiða Ólafi vangreidd laun „líkt og til tímabundins brottrekstrar hefði aldri komið.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá biskupsstofu vegna málsins. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa. 26. mars 2018 06:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. Lögmaður Ólafs segir hann tekinn við embætti á ný eftir að fimm konur stigu fram og sökuðu hann um kynferðisbrot. Forsaga málsins er sú að biskup sendi Ólaf, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun hans í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu veturinn 2017. Að endingu komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði brotið gegn tveimur kvennanna, þ.e. að í háttsemi hans hefði falist siðferðisbrot m.a. með því að faðma konurnar og lyft þeim upp og kysst þær á kinnarnar án samþykkis. Ekki var fallist á að um kynferðisbrot hefði verið að ræða.Krafðist niðurfellingar á ákvörðun biskups Þann 5. desember síðastliðinn tilkynnti biskup Ólafi að ákveðið hefði verið að veita honum lausn frá embætti hans sem sóknarprestur við Grensásprestakalls um stundarsakir vegna málsins. Ólafur krafðist þess fyrir nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að ákvörðun biskups verði felld úr gildi. Biskup krafðist þess að nefndin rannsaki mál Ólafs svo upplýst verði hvort rétt sé að veita honum lausn að fullu eða láta hann taka aftur við embætti sínu. Vísaði biskup til þess að sú háttsemi sem Ólafi hafi verið gefin að sök í málunum væri tvímælalaust háttsemi sem geti sætt refsingu. Þá væru brot Ólafs ósamrýmanleg því hlutverki sem prestar þjóðkirkjunnar hafi gagnvart samstarfsmönnum og sóknarbörnum.Grensáskirkja. Í gær var greint frá því að ákveðið hefði verið að leggja niður embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli, embætti Ólafs, þann 1. júní næstkomandi með sameiningu prestakallanna.Vísir/gvaMálið ekki nægilega upplýst Í áliti nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að ekki hafi verið nægilega í ljós leitt að grunur hafi verið um refsiverða háttsemi Ólafs þegar biskup ákvað að veita honum lausn. Við ákvörðunina hafi málið þannig ekki talist nægilega upplýst. Biskupi hafi því ekki verið rétt að veita Ólafi lausn frá störfum um stundarsakir frá og með 5. desember 2018. Þær ásakanir einar og sér, sem lágu til grundvallar ákvörðunar biskups, hafi ekki verið fullnægjandi og þar með hafi ekki verið uppfyllt skilyrði 26. greinar starfsmannalaga um lausn frá embætti. Þá er sérstaklega tekið fram í áliti nefndarinnar að hún taki ekki afstöðu til mögulegrar ætlaðrar refsiverðrar háttsemi Ólafs. Aftur tekinn við embætti og fær vangoldin laun Í gær var svo greint frá því að ákveðið hefði verið að leggja niður embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli, embætti Ólafs, þann 1. júní næstkomandi með sameiningu prestakallanna. Í tilkynningu segir að séra María Ágústsdóttir, sem þjónað hefur sóknarprestsembætti Grensásprestakalls, muni halda því áfram til mánaðamóta. Séra Pálmi Matthíasson verður sóknarprestur í sameinuðu prestakalli, Fossvogsprestakalli, frá 1. júní næstkomandi. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir í samtali við fréttastofu að Ólafur sé tekinn við embætti á ný, þó ekki sé ljóst hvaða embætti um ræðir í ljósi sameiningar prestakallanna. Að sögn Einars hafi biskupsstofa jafnframt ákveðið að greiða Ólafi vangreidd laun „líkt og til tímabundins brottrekstrar hefði aldri komið.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá biskupsstofu vegna málsins.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa. 26. mars 2018 06:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00
Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa. 26. mars 2018 06:00