Séra Ólafur hunsar óskir biskups og snýr aftur til starfa Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2019 17:31 Sr. Ólafur var leystur úr embætti tímabundið í byrjun desember. Sú brottvísun var metin ólögmæt en þó er ljóst að Ólafur gerðist sekur um siðabrot gagnvart tveimur konum. Fréttablaðið/Eyþór Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. Þá á eftir að ákveða hvernig biskup muni bregðast við siðabrotum Ólafs gegn tveimur konum og einnig ákvörðun nefndar um að brottvísun Ólafs úr embætti vegna málsins hafi verið ólögmæt.„Það er, eins og maður segir, agabrot“ Kristján Björnsson settur biskup Íslands segir í samtali við Vísi að biskup hafi óskað eftir því að Ólafur kæmi ekki til starfa út maímánuð, og þá einkum vegna þess að settur hafi verið prestur í embætti sóknarprests Grensáskirkju í hans stað. Séra María Ágústsdóttir hefur gegnt embættinu undanfarna mánuði og mun hún gegna því áfram þangað til það verður lagt niður með sameiningu Grensásprestakalls og Bústaðaprestakalls um mánaðamótin. Lögmaður Ólafs hafi hins vegar sent biskupi bréf um að Ólafur hyggist ekki virða ósk biskups um að snúa ekki aftur. „Það er, eins og maður segir, agabrot,“ segir Kristján. „Hann er þá að ákveða það meðvitað að verða ekki við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til baka í þennan hálfa mánuð sem eftir er af tímabili hans sem sóknarprestur.“ Embætti sóknarprests Grensáskirkju verður lagt niður með sameiningu prestakallanna. Eftir 1. júní næstkomandi verður Ólafur því ekki lengur prestur í þjóðkirkjunni og þarf hann því að sækja um stöðu prests í kallinu, vilji hann starfa sem slíkur, að sögn Kristjáns. Þrír prestar munu starfa við nýtt Fossvogsprestakall, sóknarprestur séra Pálmi Matthíasson, og tveir prestar. Stöður þeirra verða auglýstar til umsóknar. Hefur fengið tiltal Þá ítrekar Kristján að siðabrot Ólafs gagnvart tveimur konum séu staðfest, bæði í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og úrskurðar- og áfrýjunarnefndum þjóðkirkjunnar. Biskup eigi þannig bæði eftir að bregðast við siðabrotum Ólafs og því áliti nefndarinnar að tímabundin brottvísun Ólafs hafi verið ólögmæt. Inntur eftir því hvort Ólafur muni koma til greina sem prestur í nýju prestakalli segir Kristján að kjörnefndir velji prestana úr hópi umsækjenda. „Það tengist framtíðarþjónustu hans að hann hefur einu sinni fengið tiltal og það er oft undanfari áminningar og það er óafgreitt hvaða afleiðingar það hefur að hann hefur brotið siðferðilega gegn tveimur konum.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. Þá á eftir að ákveða hvernig biskup muni bregðast við siðabrotum Ólafs gegn tveimur konum og einnig ákvörðun nefndar um að brottvísun Ólafs úr embætti vegna málsins hafi verið ólögmæt.„Það er, eins og maður segir, agabrot“ Kristján Björnsson settur biskup Íslands segir í samtali við Vísi að biskup hafi óskað eftir því að Ólafur kæmi ekki til starfa út maímánuð, og þá einkum vegna þess að settur hafi verið prestur í embætti sóknarprests Grensáskirkju í hans stað. Séra María Ágústsdóttir hefur gegnt embættinu undanfarna mánuði og mun hún gegna því áfram þangað til það verður lagt niður með sameiningu Grensásprestakalls og Bústaðaprestakalls um mánaðamótin. Lögmaður Ólafs hafi hins vegar sent biskupi bréf um að Ólafur hyggist ekki virða ósk biskups um að snúa ekki aftur. „Það er, eins og maður segir, agabrot,“ segir Kristján. „Hann er þá að ákveða það meðvitað að verða ekki við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til baka í þennan hálfa mánuð sem eftir er af tímabili hans sem sóknarprestur.“ Embætti sóknarprests Grensáskirkju verður lagt niður með sameiningu prestakallanna. Eftir 1. júní næstkomandi verður Ólafur því ekki lengur prestur í þjóðkirkjunni og þarf hann því að sækja um stöðu prests í kallinu, vilji hann starfa sem slíkur, að sögn Kristjáns. Þrír prestar munu starfa við nýtt Fossvogsprestakall, sóknarprestur séra Pálmi Matthíasson, og tveir prestar. Stöður þeirra verða auglýstar til umsóknar. Hefur fengið tiltal Þá ítrekar Kristján að siðabrot Ólafs gagnvart tveimur konum séu staðfest, bæði í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og úrskurðar- og áfrýjunarnefndum þjóðkirkjunnar. Biskup eigi þannig bæði eftir að bregðast við siðabrotum Ólafs og því áliti nefndarinnar að tímabundin brottvísun Ólafs hafi verið ólögmæt. Inntur eftir því hvort Ólafur muni koma til greina sem prestur í nýju prestakalli segir Kristján að kjörnefndir velji prestana úr hópi umsækjenda. „Það tengist framtíðarþjónustu hans að hann hefur einu sinni fengið tiltal og það er oft undanfari áminningar og það er óafgreitt hvaða afleiðingar það hefur að hann hefur brotið siðferðilega gegn tveimur konum.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00
Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04
Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00