Hörmungar heimaliðsins í fyrsta leik lokaúrslitanna héldu áfram í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2019 14:30 Haukamaðurinn Daníel Ingason í leiknum á móti Selfossi í gær. Vísir/Vilhelm Í sjöunda skiptið á níu árum tapar heimaliðið fyrsta leik í lokaúrslitunum í úrslitakeppni karla í handbolta. Það hefur reynst heimaliðunum erfitt að vinna fyrsta leik í lokaúrslitum handboltans undanfarin tímabil. Aðeins tveimur af síðustu níu hefur tekist það. Selfyssingar stálu heimavallarréttinum í gær í fyrsta leik úrsliteinvígis síns á móti Haukum í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta. Selfoss er sjöunda útiliðið á síðustu níu árum sem vinnur fyrsta leik lokaúrslitanna og fimm af hinum sex hafa síðan farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Einu heimaliðin sem hafa unnið fyrsta leik í lokaúrslitum frá 2011 eru lið ÍBV í fyrra og lið Hauka frá 2014. Haukaliðið frá 2014 tapaði titlinum með tapi fyrir ÍBV í oddaleik á heimavelli. Gunnar Magnússon var líka þjálfari Haukaliðsins sem komst yfir það að byrja lokaúrslitin svona illa. Haukaliðið frá árinu 2016 eru nefnilega eina liðið í sögu úrslitakeppninnar sem hefur komið til baka eftir svona áfall. Haukar urðu Íslandsmeistarar vorið 2016 þrátt fyrir að tapa fyrsta leik á heimavelli á móti Aftureldingu. Haukarnir jöfnuðu metin með sigri í Mosfellsbænum í leik tvö og unnu svo einvígið í oddaleik sem var jafnframt eini heimsigur Haukanna í úrslitaeinvíginu. Öll hin átta heimaliðin í sögu úrslitakeppni karla sem hafa tapað leik eitt á heimavelli í lokaúrslitunum hafa þurft að sætta sig við silfurverðlaun.Fyrsti leikur lokaúrslitinna frá 2011 til 2019:Leikir: 9Heimsigrar: 2 (2014, 2018)Útisigrar: 7 (2011, 2012, 2013, 2015, 2016, 2017, 2019)Mörk heimaliðs að meðaltali: 24,7Mörk útiliðs að meðaltali: 26,0Nettó: Útilið +12Félög sem hafa tapað fyrsta leik á heimavelli í lokaúrslitum í úrslitakeppni karla í handbolta (1992-2005, 2009-): Haukar 2019 - ??? FH 2017 - tapaði 3-2 á móti ValHaukar 2016 - vann 3-2 á móti Aftureldingu Afturelding 2015 - tapaði 3-0 á móti Haukum Haukar 2013 - töpuðu 3-1 á móti Fram FH 2012 - tapaði 3-0 á móti HK Akureyri 2011 - tapaði 3-1 á móti FH Fram 1998 - tapaði 3-1 á móti Val KA 1996 - tapaði 3-1 á móti Val Haukar 1994 - töpuðu 3-1 á móti Val Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Í sjöunda skiptið á níu árum tapar heimaliðið fyrsta leik í lokaúrslitunum í úrslitakeppni karla í handbolta. Það hefur reynst heimaliðunum erfitt að vinna fyrsta leik í lokaúrslitum handboltans undanfarin tímabil. Aðeins tveimur af síðustu níu hefur tekist það. Selfyssingar stálu heimavallarréttinum í gær í fyrsta leik úrsliteinvígis síns á móti Haukum í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta. Selfoss er sjöunda útiliðið á síðustu níu árum sem vinnur fyrsta leik lokaúrslitanna og fimm af hinum sex hafa síðan farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Einu heimaliðin sem hafa unnið fyrsta leik í lokaúrslitum frá 2011 eru lið ÍBV í fyrra og lið Hauka frá 2014. Haukaliðið frá 2014 tapaði titlinum með tapi fyrir ÍBV í oddaleik á heimavelli. Gunnar Magnússon var líka þjálfari Haukaliðsins sem komst yfir það að byrja lokaúrslitin svona illa. Haukaliðið frá árinu 2016 eru nefnilega eina liðið í sögu úrslitakeppninnar sem hefur komið til baka eftir svona áfall. Haukar urðu Íslandsmeistarar vorið 2016 þrátt fyrir að tapa fyrsta leik á heimavelli á móti Aftureldingu. Haukarnir jöfnuðu metin með sigri í Mosfellsbænum í leik tvö og unnu svo einvígið í oddaleik sem var jafnframt eini heimsigur Haukanna í úrslitaeinvíginu. Öll hin átta heimaliðin í sögu úrslitakeppni karla sem hafa tapað leik eitt á heimavelli í lokaúrslitunum hafa þurft að sætta sig við silfurverðlaun.Fyrsti leikur lokaúrslitinna frá 2011 til 2019:Leikir: 9Heimsigrar: 2 (2014, 2018)Útisigrar: 7 (2011, 2012, 2013, 2015, 2016, 2017, 2019)Mörk heimaliðs að meðaltali: 24,7Mörk útiliðs að meðaltali: 26,0Nettó: Útilið +12Félög sem hafa tapað fyrsta leik á heimavelli í lokaúrslitum í úrslitakeppni karla í handbolta (1992-2005, 2009-): Haukar 2019 - ??? FH 2017 - tapaði 3-2 á móti ValHaukar 2016 - vann 3-2 á móti Aftureldingu Afturelding 2015 - tapaði 3-0 á móti Haukum Haukar 2013 - töpuðu 3-1 á móti Fram FH 2012 - tapaði 3-0 á móti HK Akureyri 2011 - tapaði 3-1 á móti FH Fram 1998 - tapaði 3-1 á móti Val KA 1996 - tapaði 3-1 á móti Val Haukar 1994 - töpuðu 3-1 á móti Val
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira