Þökkuðu fyrir sig með því að skíta á pallinn við útidyrnar Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2019 09:00 Eftir að hafa brotist inn í Baldvinsskála, gengið þar um eins og svín þökkuðu gestirnir fyrir sig með því að skíta á pallinn við útidyrnar. stefán jökull Hún var ömurleg aðkoman þegar Stefán Jökull Jakobsson yfirskálavörður Ferðafélags Íslands kom við í skála Ferðafélagsins á Fimmvörðuhálsi í síðustu viku: Baldvinsskála. Þar höfðu einhverjir brotist inn, gengið skelfilega um og kvöddu með því að skíta við útidyrnar. Skálinn er á Fimmvörðuhálsi, við upphafið á Laugaveginum sem er ein vinsælasta gönguleið landsins, milli Skóga og Þórsmerkur. Þar stendur Baldvinsskáli, hús sem Ferðafélagið tók við rekstri á fyrir sjö árum og hefur reynt að halda við eins vel og mögulegt er.Stefán Jökull. Honum er brugðið, að vonum en svo virðist sem hinir óboðnu gestir hafi lagt sig fram um að ganga illa um.Vísir/Vilhelm„Svo komum við að húsinu, við vorum að undirbúa það fyrir sumarnotkun, og þá er aðkoman þannig að það var búið að brjótast inn í læstar vistarverur í húsinu, hirða út allskonar búsáhöld sem eiga ekki að vera í notkun yfir vetrarmánuðina, búið að elda á því öllu, skafa af óhreinum pottum beint á gólfið allt skilið eftir skítugt og ógeðslegt. Um öll borð og alla sali. Til þess að kóróna þessa umgengni fóru þau út fyrir framan húsið, á pallinn við inngönguhurðina og skitu þar.“Ömurleg aðkoma Stefán Jökull segir þetta afar dapurlegt og bendir á að aðeins séu átta metrar yfir í kamar sem stóð opinn og þar var hægt að gera þarfir sínar, eins og lög gera ráð fyrir. Ásetningurinn, að valda tjóni og vanvirða staðinn, blasir þannig við.Þeir einstaklingar sem þarna voru á ferð voru sennilega þrír, í það minnsta tveir því þeir höfðu fyrir því að ganga örna sinna við útidyrnar áður en þeir yfirgáfu skálann.stefán jökull„Þetta er ferlega ömurlegt. Sem betur fer er þetta undantekning, að lenda í svona en þetta hefur verið að færast í aukana á undanförnum árum. Ótrúlega sorgleg aðkoma stundum, hvernig fólk hefur hagað sér,“ segir yfirskálavörðurinn. Þetta var utan hefðbundins ferðatíma, almennar rútuferðir eru ekki farnar að ganga og sumarvertíðin varla komin í gang. Stefán Jökull lýsir því að þeir hafi reynt að komast að því hverjir voru þarna á ferð, líklega sólarhring áður en Ferðafélagsmenn bar að garði, með því að spyrjast fyrir en ekki haft erindi sem erfiði. Stefán Jökull segir að það þýði lítt að tala við lögreglu; hún hafi ekkert sem hönd á festir.Gestirnir gengu ömurlega um, brutust inní læstar hirslur og drógu fram borðbúnað sem þeir notuðu.stefán jökull„Þetta er ferlega leiðinlegt. Nú er ég að fara eftir hálfan mánuð að opna alla skála á hálendinu og vona bara ég lendi ekki í öðru eins.“Í það minnsta tveir á ferð Stefáni Jökli er brugðið, sem von er. Hann bendir á að ferðafélögin, hvorki Útivist né Ferðafélagið, hafi úr miklum fjármunum að moða en séu að gera sitt besta til að ferðamenn geti notið sín á fjöllum. Leirmunum og pottum þurfti að farga og því er um leyndan kostnað að ræða. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi hinir ógæfulegu ferðalangar dvöldu í húsinu, Stefán Jökull metur það svo af ummerkjum að viðkomandi hafi haft þar sólarhrings viðkomu; komið að degi, verið um kvöld og yfir nótt og haft sig þá á brot. „Miðað við ummerki reikna ég með því að þetta hafi verið þrír einstaklingar, miðað við fótspor við skálann og notkun á búsáhöldum. En, klárlega í það minnsta tveir því þeir voru tveir sem höfðu fyrir því að skíta fyrir framan dyrnar.“Húsbúnaður var þannig leikinn, brenndur og ógeðslegur að ekki var um annað að ræða en farga honum eftir atganginn.stefán jökull Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Hún var ömurleg aðkoman þegar Stefán Jökull Jakobsson yfirskálavörður Ferðafélags Íslands kom við í skála Ferðafélagsins á Fimmvörðuhálsi í síðustu viku: Baldvinsskála. Þar höfðu einhverjir brotist inn, gengið skelfilega um og kvöddu með því að skíta við útidyrnar. Skálinn er á Fimmvörðuhálsi, við upphafið á Laugaveginum sem er ein vinsælasta gönguleið landsins, milli Skóga og Þórsmerkur. Þar stendur Baldvinsskáli, hús sem Ferðafélagið tók við rekstri á fyrir sjö árum og hefur reynt að halda við eins vel og mögulegt er.Stefán Jökull. Honum er brugðið, að vonum en svo virðist sem hinir óboðnu gestir hafi lagt sig fram um að ganga illa um.Vísir/Vilhelm„Svo komum við að húsinu, við vorum að undirbúa það fyrir sumarnotkun, og þá er aðkoman þannig að það var búið að brjótast inn í læstar vistarverur í húsinu, hirða út allskonar búsáhöld sem eiga ekki að vera í notkun yfir vetrarmánuðina, búið að elda á því öllu, skafa af óhreinum pottum beint á gólfið allt skilið eftir skítugt og ógeðslegt. Um öll borð og alla sali. Til þess að kóróna þessa umgengni fóru þau út fyrir framan húsið, á pallinn við inngönguhurðina og skitu þar.“Ömurleg aðkoma Stefán Jökull segir þetta afar dapurlegt og bendir á að aðeins séu átta metrar yfir í kamar sem stóð opinn og þar var hægt að gera þarfir sínar, eins og lög gera ráð fyrir. Ásetningurinn, að valda tjóni og vanvirða staðinn, blasir þannig við.Þeir einstaklingar sem þarna voru á ferð voru sennilega þrír, í það minnsta tveir því þeir höfðu fyrir því að ganga örna sinna við útidyrnar áður en þeir yfirgáfu skálann.stefán jökull„Þetta er ferlega ömurlegt. Sem betur fer er þetta undantekning, að lenda í svona en þetta hefur verið að færast í aukana á undanförnum árum. Ótrúlega sorgleg aðkoma stundum, hvernig fólk hefur hagað sér,“ segir yfirskálavörðurinn. Þetta var utan hefðbundins ferðatíma, almennar rútuferðir eru ekki farnar að ganga og sumarvertíðin varla komin í gang. Stefán Jökull lýsir því að þeir hafi reynt að komast að því hverjir voru þarna á ferð, líklega sólarhring áður en Ferðafélagsmenn bar að garði, með því að spyrjast fyrir en ekki haft erindi sem erfiði. Stefán Jökull segir að það þýði lítt að tala við lögreglu; hún hafi ekkert sem hönd á festir.Gestirnir gengu ömurlega um, brutust inní læstar hirslur og drógu fram borðbúnað sem þeir notuðu.stefán jökull„Þetta er ferlega leiðinlegt. Nú er ég að fara eftir hálfan mánuð að opna alla skála á hálendinu og vona bara ég lendi ekki í öðru eins.“Í það minnsta tveir á ferð Stefáni Jökli er brugðið, sem von er. Hann bendir á að ferðafélögin, hvorki Útivist né Ferðafélagið, hafi úr miklum fjármunum að moða en séu að gera sitt besta til að ferðamenn geti notið sín á fjöllum. Leirmunum og pottum þurfti að farga og því er um leyndan kostnað að ræða. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi hinir ógæfulegu ferðalangar dvöldu í húsinu, Stefán Jökull metur það svo af ummerkjum að viðkomandi hafi haft þar sólarhrings viðkomu; komið að degi, verið um kvöld og yfir nótt og haft sig þá á brot. „Miðað við ummerki reikna ég með því að þetta hafi verið þrír einstaklingar, miðað við fótspor við skálann og notkun á búsáhöldum. En, klárlega í það minnsta tveir því þeir voru tveir sem höfðu fyrir því að skíta fyrir framan dyrnar.“Húsbúnaður var þannig leikinn, brenndur og ógeðslegur að ekki var um annað að ræða en farga honum eftir atganginn.stefán jökull
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira