Luka Jovic mun fara til Real Madrid í sumar fyrir 52 milljónir punda samkæmt Sky Sports sem segir kaupin á Jovic frágengin.
Heimildarmenn bresku fréttastofunnar segja serbneska framherjann hafa skrifað undir fimm ára samning við Real. Jovic mun fá 8,7 milljónir punda í árslaun.
Jovic kemur frá þýska liðinu Eintracht Frankfurt, þar var hann á láni frá Benfica allt þar til í aprílmánuði þegar Frankfurt nýtti sér kaupklásúlu í lánssamningnum. Benfica fær 10,5 milljónir af kaupverðinu.
Framherjinn skoraði 17 mörk í 31 leik í Bundesligunni í vetur og tíu þess að auki í Evrópudeildinni.
Segja Jovic búinn að semja við Real

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



