Bæjarstarfsmenn fá gjafabréf fyrir aðhald Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. maí 2019 06:15 Starfsmenn Grindavíkurbæjar eru verðlaunaðir með gjafabréfi vegna góðrar afkomu bæjarins og aðhalds sem sýnt var í fjármálum. Fréttablaðið/Ernir Stjórnsýsla „Við vorum einróma um það í bæjarráði að umbuna starfsmönnum fyrir að fara vel með fé og standa sig vel. Það er nauðsynlegt að gera það alveg eins og þegar illa gengur og verið er að skammast,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Þar sem afkoma bæjarins var góð í fyrra og forstöðumenn stofnana bæjarins gerðu almennt vel í því að halda fjárhagsáætlun fyrir árið samþykkti bæjarráð á fundi sínum í vikunni að leysa 240 starfsmenn bæjarins út með gjafabréfi að fjárhæð 10 þúsund krónur. Stjórnendur bæjarins sjá kostnaðinn, 2,4 milljónir, fyrst og fremst sem táknrænan og framtakið muni einungis hafa jákvæð áhrif í för með sér.Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Hjálmar, sem er á öðru kjörtímabili sínu í bæjarpólitíkinni, segir þetta vera í fyrsta skipti í hans tíð sem þetta er gert og hann kannist ekki við að þetta sé gert annars staðar. „Við erum að vona að þetta hvetji fólk til dáða að halda slíku áfram. Þetta er frekar táknrænt, þetta er ekki það stór upphæð, en er viðurkenning á góðu starfi.“ Undir þetta tekur Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, sem telur þetta fallega hugsað og vel útfært hjá bæjaryfirvöldum. „Þau í bæjarráði vildu meta það við starfsmenn hversu vel tókst til með að standast fjárhagsáætlun bæjarins og það er mikið í húfi fyrir bæinn og alla að vel sé að því staðið. Þetta er hógvær þakklætisvottur í formi vöruúttektar sem bæjaryfirvöld eru að sýna sínum starfsmönnum,“ segir Fannar og bætir við: „Þetta hefur sáralítil áhrif á fjárhag bæjarins því þetta er innan við einn þúsundasti af útgjöldum hans. Þetta er því táknræn aðgerð auk þess sem gjöfin er í formi úttektar hjá fyrirtækjum hérna í Grindavík þannig að þetta stuðlar líka að verslun.“ Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Stjórnsýsla Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Stjórnsýsla „Við vorum einróma um það í bæjarráði að umbuna starfsmönnum fyrir að fara vel með fé og standa sig vel. Það er nauðsynlegt að gera það alveg eins og þegar illa gengur og verið er að skammast,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Þar sem afkoma bæjarins var góð í fyrra og forstöðumenn stofnana bæjarins gerðu almennt vel í því að halda fjárhagsáætlun fyrir árið samþykkti bæjarráð á fundi sínum í vikunni að leysa 240 starfsmenn bæjarins út með gjafabréfi að fjárhæð 10 þúsund krónur. Stjórnendur bæjarins sjá kostnaðinn, 2,4 milljónir, fyrst og fremst sem táknrænan og framtakið muni einungis hafa jákvæð áhrif í för með sér.Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Hjálmar, sem er á öðru kjörtímabili sínu í bæjarpólitíkinni, segir þetta vera í fyrsta skipti í hans tíð sem þetta er gert og hann kannist ekki við að þetta sé gert annars staðar. „Við erum að vona að þetta hvetji fólk til dáða að halda slíku áfram. Þetta er frekar táknrænt, þetta er ekki það stór upphæð, en er viðurkenning á góðu starfi.“ Undir þetta tekur Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, sem telur þetta fallega hugsað og vel útfært hjá bæjaryfirvöldum. „Þau í bæjarráði vildu meta það við starfsmenn hversu vel tókst til með að standast fjárhagsáætlun bæjarins og það er mikið í húfi fyrir bæinn og alla að vel sé að því staðið. Þetta er hógvær þakklætisvottur í formi vöruúttektar sem bæjaryfirvöld eru að sýna sínum starfsmönnum,“ segir Fannar og bætir við: „Þetta hefur sáralítil áhrif á fjárhag bæjarins því þetta er innan við einn þúsundasti af útgjöldum hans. Þetta er því táknræn aðgerð auk þess sem gjöfin er í formi úttektar hjá fyrirtækjum hérna í Grindavík þannig að þetta stuðlar líka að verslun.“
Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Stjórnsýsla Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira