Jónatan Hróbjartsson lögfræðingur hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu Félags atvinnurekenda, í afleysingum fyrir Guðnýju Hjaltadóttur. Guðný verður í fæðingarorlofi fram í febrúar á næsta ári.
Í tilkynninu á vef FA segir að Jónatan er 25 ára að aldri og ljúki meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands í vor. Áður hefur hann starfað hjá Íbúðalánasjóði og lögmannsstofunni Jónatansson & co.
„Starfssvið Jónatans hjá FA snýr að samningarétti, kröfurétti, félagarétti, Evrópurétti, stjórnsýslurétti, skaðabótarétti, samkeppnisrétti, vinnurétti og útboðsrétti,“ segir í tilkynningunni.
Jónatan til starfa hjá Félagi atvinnurekenda
