Brunaútsala á áður rándýrum leikmönnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. maí 2019 06:00 Gareth Bale kostaði Real Madrid fúlgur fjár en fer líklega frítt frá félaginu vísir/getty Nú þegar deildarkeppnir eru búnar eða að klárast í flestum löndum Evrópu þá fer fótboltinn úti í heimi að snúast um félagsskiptamarkaðinn. Eins og vanalega eru nokkur stór nöfn sem eru í boði fyrir þá sem eiga nóg af seðlum í veskinu. Manchester United vill ólmt losna við Alexis Sanchez og er félagið sagt hringja um allan heim og bjóða hann. Frétt The Times segir forráðamenn United meira að segja tilbúna til þess að borga hluta af launum Sanchez hjá öðru félagi, eins og þeir gerðu fyrir Everton þegar Wayne Rooney fór þangað fyrir tveimur árum. Walesverjinn Gareth Bale er ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane og Real Madrid er sagt bjóða hann frítt. Bale er hins vegar með launakröfur sem ekki allir ráða við. Það sama má segja um Sanchez. Real vill leysa sín vandamál með því að taka inn stórstjörnurnar Eden Hazard, Kylian Mbappe og Neymar. Florentino Perez vill hins vegar losna við það að borga Bale laun fyrir að sitja á bekknum. Þá eru menn í Barcelona ekki fullkomlega ánægðir, þrátt fyrir Spánarmeistaratitil og möguleika á bikartitli, því liðið féll út úr Meistaradeildinni í undanúrslitunum. Sá sem á að taka sökina á sig, ef svo má komast að orði, og menn ætla að losa sig við er Philippe Coutinho. Brasilíumaðurinn kostaði Börsunga 120 milljónir evra fyrir átján mánuðum síðan. Það er nokkuð ljóst að hann er falur fyrir mun minni upphæð miðað við sögusagnir frá Spáni. Þá er nýkrýndur Englandsmeistari Leroy Sane til sölu ef hann skrifar ekki undir framlengingu hjá Manchester City. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Fleiri fréttir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Sjá meira
Nú þegar deildarkeppnir eru búnar eða að klárast í flestum löndum Evrópu þá fer fótboltinn úti í heimi að snúast um félagsskiptamarkaðinn. Eins og vanalega eru nokkur stór nöfn sem eru í boði fyrir þá sem eiga nóg af seðlum í veskinu. Manchester United vill ólmt losna við Alexis Sanchez og er félagið sagt hringja um allan heim og bjóða hann. Frétt The Times segir forráðamenn United meira að segja tilbúna til þess að borga hluta af launum Sanchez hjá öðru félagi, eins og þeir gerðu fyrir Everton þegar Wayne Rooney fór þangað fyrir tveimur árum. Walesverjinn Gareth Bale er ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane og Real Madrid er sagt bjóða hann frítt. Bale er hins vegar með launakröfur sem ekki allir ráða við. Það sama má segja um Sanchez. Real vill leysa sín vandamál með því að taka inn stórstjörnurnar Eden Hazard, Kylian Mbappe og Neymar. Florentino Perez vill hins vegar losna við það að borga Bale laun fyrir að sitja á bekknum. Þá eru menn í Barcelona ekki fullkomlega ánægðir, þrátt fyrir Spánarmeistaratitil og möguleika á bikartitli, því liðið féll út úr Meistaradeildinni í undanúrslitunum. Sá sem á að taka sökina á sig, ef svo má komast að orði, og menn ætla að losa sig við er Philippe Coutinho. Brasilíumaðurinn kostaði Börsunga 120 milljónir evra fyrir átján mánuðum síðan. Það er nokkuð ljóst að hann er falur fyrir mun minni upphæð miðað við sögusagnir frá Spáni. Þá er nýkrýndur Englandsmeistari Leroy Sane til sölu ef hann skrifar ekki undir framlengingu hjá Manchester City.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Fleiri fréttir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Sjá meira