ÍR tekur á móti KR í fjórða leik liðanna í úrslitum Dominos-deildar karla í Seljaskóla í kvöld þar sem sigur færir Breiðhyltingum fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í 42 ár.
ÍR sem er næst sigursælasta liðið í sögu efstu deildar karla á Íslandi á eftir KR er búið að vinna tvo leiki, báða á útivelli en KR vann leik liðanna sem fór fram í Hertz-hellinum á dögunum. Takist KR að vinna í kvöld fer oddaleikur fram um helgina en með sigri ÍR er tímabilinu lokið og ÍR stendur uppi sem meistari.
KR er í leit að sjötta meistaratitlinum í röð og yrði um leið fyrsta liðið til að ná því en í þeirra vegi stendur eina liðið sem hefur einnig unnið fimm titla í röð. Þessi staða er þó ný fyrir KR, á síðustu sex árum hefur KR aðeins einu sinni lent undir í einvígi þegar Haukar komust yfir í einvígi liðanna í fyrra.
Heimavöllurinn hefur ekki reynst ÍR drjúgur því Breiðhyltingar hafa, til þessa, unnið tvo af fimm leikjunum í Seljaskóla í úrslitakeppninni. Eitt tapið kom einmitt þegar ÍR var í þessari stöðu, fékk tækifæri til að klára einvígið gegn Stjörnunni á heimavelli sínum.
KR-ingar með bakið upp við vegg í kvöld
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn



Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn

