Fjögur dæmi um að lið í stöðu ÍR hafa misst af titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 11:30 ÍR-ingarnir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Gerald Robinson verjast hér KR-ingnum Jóni Arnóri Stefánssyni. Vísir/Vilhelm ÍR-ingar eru í frábærri stöðu í úrslitaeinvígi Domino´s deildar karla í körfubolta, 2-1 yfir á móti KR og sigur á heimavelli í kvöld færir Breiðhyltingum Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 42 ár. Það er aftur á móti mikið eftir enn eins og sagan sýnir. Fjórði leikur ÍR og KR hefst klukkan 20.00 í kvöld í Hertz Hellinum í Seljaskóli en útsending Domino´s Körfuboltakvölds byrjar 19.15. Eftir leikinn og í hálfleik munu strákarnir í Körfuboltakvöldi síðan fara yfir gang mála. Þetta gæti verið mikið sigurkvöld fyrir ÍR-inga en ekkert nema sigur dugar aftur á móti KR-ingum eftir tvö töp í röð á heimavelli á móti ÍR-liðinu. Átta félög hafa verið í sömu stöðu og ÍR-ingar eru í kvöld, á heimavelli og með Íslandsbikarinn „bíðandi eftir sér“ á hliðarlínunni. Aðeins þrjú af þessum átta tókst að landa titlinum í umræddum leik og fjögur liðanna töpuðu þeim leik og líka þeim næsta.Lið sem hafa verið 2-1 yfir og gátu tryggt sér titilinn á heimavelli Stjarnan 2013 - 6 stiga tap fyrir Grindavík (82-88) - Varð ekki meistari Snæfell 2010 - 9 stiga tap fyrir Keflavík (73-82) - Varð samt Íslandsmeistari Grindavík 2009 - 11 stiga tap fyrir KR (83-94) - Varð ekki meistari KR 2007 - 2 stiga sigur á Njarðvík í framlengingu (81-83) - Íslandsmeistari Keflavík 2004 - 20 stiga sigur á Snæfelli (87-67) - Íslandsmeistari KR 2000 - 20 stiga sigur á Grindavík (83-63) - Íslandsmeistari Valur 1992 - 22 stiga tap fyrir Keflavík (56-78) - Varð ekki meistari Keflavík 1991 - 10 stiga tap fyrir Njarðvík (81-91) - Varð ekki meistari Það eru því til fjölmörg víti til varnaðar fyrir ÍR-inga í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta. Hér fyrir neðan má sjá meira um þau fimm skipti af þessum átta þar sem liði í fótsporum ÍR-inga í kvöld tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.Baksíða Morgunblaðsins 12. apríl 1991.Skjámynd/Morgunblaðið9. apríl 1991 í Keflavík Keflvíkingar voru 2-1 yfir á móti Njarðvík eftir 82-78 sigur í Ljónagryfjunni í leik þrjú. Þeir gátu því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fjórða leiknum á heimavelli sínum á Sunnubrautinni. Njarðvíkingar voru hins vegar ekki á því og unnu fjórða leikinn með tíu stigum, 91-81. Teitur Örlygsson var frábær hjá Njarðvíkurliðinu í leiknum og skoraði 27 stig. Njarðvíkingar tryggðu sér svo Íslandsmeistarabikarinn með 84-75 sigri í oddaleiknum í Njarðvík. Þá var það, Gunnar Örlygsson, bróðir Teits sem fór á kostum og skoraði 27 stig en Teitur var með 15 stig.Umfjöllun DV um sigur Keflavíkur í oddaleiknum.Skjámynd/DV9. apríl 1992 á Hlíðarenda Nákvæmlega ári síðar voru Valsmenn í sömu stöðu og gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli. Valsliðið hafði unnið þriðja leikinn með 28 stiga mun í Keflavík (95-67) og Valsmenn mættu því örugglega bjartsýnir til leiks. Keflvíkingar svöruðu aftur á móti með því að bursta Valsmenn á Hlíðarenda, 78-56, eftir að hafa verið 40-19 yfir í hálfleik. Jón Kr. Gíslason fór fyrir Keflavíkurliðinu og var með 17 stig og átti stórleik. Keflvíkingar fylgdu þessu svo eftir með því að vinna oddaleikinn 77-68 á heimavelli sínum í Keflavík. Jónatan Bow var stigahæstur með 23 stig en Nökkvi Már Jónsson skoraði 19 stig.Nick Bradford í úrslitaeinvíginu á móti KR 2009.Mynd/Daníel11. apríl 2009 í GrindavíkGrindvíkingar voru búnir að vinna tvo leiki í röð á móti KR þar á meðal 107-94 sigur í Vesturbænum í leiknum á undan. Þeir gátu því tryggt sér titilinn með sigri í fjórða leiknum í Grindavík. KR-ingar voru með algjört súperlið en höfðu þegar misst bikarinn mjög óvænt til Stjörnunnar. KR-liðið tryggði sér oddaleik með 94-83 sigri í Grindavík. Fannar Ólafsson átti magnaðan leik fyrir KR, skoraði 20 stig og tók 13 fráköst. KR tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með eins stigs sigri í DHL-höllinni, 84-83, þar sem Grindvíkingar áttu lokasóknina en leikurinn fór fram í troðfullu húsi í Frostaskjólinu.Hlynur Bæringsson með Íslandsbikarinn eftir sigur Snæfells 2010.Mynd/Daníel26. apríl 2010 í Stykkishólmi Snæfell hafði aldrei orðið Íslandsmeistari en komst í 2-1 eftir fimmtán stiga sigur í Keflavík í þriðja leiknum, 100-85. Liðið gat því tryggt sér fyrsta titilinn á heimavelli í Hólminum. Keflvíkingar mættu aftur á móti í Hólminn og tryggðu sér oddaleik með 82-73 sigri. Uruele Igbavboa var með 20 stig og 11 fráköst og núverandi leikmaður ÍR, Sigurður Gunnar Þorsteinsson, skoraði 18 stig. Snæfellingar létu þetta tap þó ekki stoppa sér, heldur mættu til Keflavíkur í oddaleikinn og unnu þar mjög sannfærandi 36 stiga sigur, 105-69, eftir að hafa unnið fyrsta leikhlutann 37-19. Tveir sem duttu út fyrir ÍR í úrslitakeppninni í ár, Stjörnumaðurinn Hlynur Bæringsson (21 stig og 15 fráköst) og Njarðvíkingurinn Jeb Ivey voru í aðalhlutverki í þessu Snæfellsliði.Grindvíkingar fagna titlinum 2013.Mynd/Daníel25. apríl 2013 í Ásgarði, Garðabæ Stjörnumenn unnu þriðja leikinn sannfærandi í Grindavík, 101-89, og fengu því tækifæri til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins á heimavelli í fjórða leiknum. Grindvíkingar voru aftur á móti ekkert á því að gefa sig og sóttu sex stiga sigur í Garðabæ, 88-82. Aaron Broussard var magnaður með 37 stig og 12 fráköst. Davíð Ingi Bustion tók 13 fráköst á 18 mínútum og í Grindavíkurliðinu spilaði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, núverandi leikmaður ÍR. Grindavík tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með fimm stiga sigri á heimavelli, 79-74, í oddaleiknum í Röstinni í Grindavík. Stjörnumenn eru enn að bíða eftir fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum. Dominos-deild karla Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
ÍR-ingar eru í frábærri stöðu í úrslitaeinvígi Domino´s deildar karla í körfubolta, 2-1 yfir á móti KR og sigur á heimavelli í kvöld færir Breiðhyltingum Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 42 ár. Það er aftur á móti mikið eftir enn eins og sagan sýnir. Fjórði leikur ÍR og KR hefst klukkan 20.00 í kvöld í Hertz Hellinum í Seljaskóli en útsending Domino´s Körfuboltakvölds byrjar 19.15. Eftir leikinn og í hálfleik munu strákarnir í Körfuboltakvöldi síðan fara yfir gang mála. Þetta gæti verið mikið sigurkvöld fyrir ÍR-inga en ekkert nema sigur dugar aftur á móti KR-ingum eftir tvö töp í röð á heimavelli á móti ÍR-liðinu. Átta félög hafa verið í sömu stöðu og ÍR-ingar eru í kvöld, á heimavelli og með Íslandsbikarinn „bíðandi eftir sér“ á hliðarlínunni. Aðeins þrjú af þessum átta tókst að landa titlinum í umræddum leik og fjögur liðanna töpuðu þeim leik og líka þeim næsta.Lið sem hafa verið 2-1 yfir og gátu tryggt sér titilinn á heimavelli Stjarnan 2013 - 6 stiga tap fyrir Grindavík (82-88) - Varð ekki meistari Snæfell 2010 - 9 stiga tap fyrir Keflavík (73-82) - Varð samt Íslandsmeistari Grindavík 2009 - 11 stiga tap fyrir KR (83-94) - Varð ekki meistari KR 2007 - 2 stiga sigur á Njarðvík í framlengingu (81-83) - Íslandsmeistari Keflavík 2004 - 20 stiga sigur á Snæfelli (87-67) - Íslandsmeistari KR 2000 - 20 stiga sigur á Grindavík (83-63) - Íslandsmeistari Valur 1992 - 22 stiga tap fyrir Keflavík (56-78) - Varð ekki meistari Keflavík 1991 - 10 stiga tap fyrir Njarðvík (81-91) - Varð ekki meistari Það eru því til fjölmörg víti til varnaðar fyrir ÍR-inga í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta. Hér fyrir neðan má sjá meira um þau fimm skipti af þessum átta þar sem liði í fótsporum ÍR-inga í kvöld tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.Baksíða Morgunblaðsins 12. apríl 1991.Skjámynd/Morgunblaðið9. apríl 1991 í Keflavík Keflvíkingar voru 2-1 yfir á móti Njarðvík eftir 82-78 sigur í Ljónagryfjunni í leik þrjú. Þeir gátu því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fjórða leiknum á heimavelli sínum á Sunnubrautinni. Njarðvíkingar voru hins vegar ekki á því og unnu fjórða leikinn með tíu stigum, 91-81. Teitur Örlygsson var frábær hjá Njarðvíkurliðinu í leiknum og skoraði 27 stig. Njarðvíkingar tryggðu sér svo Íslandsmeistarabikarinn með 84-75 sigri í oddaleiknum í Njarðvík. Þá var það, Gunnar Örlygsson, bróðir Teits sem fór á kostum og skoraði 27 stig en Teitur var með 15 stig.Umfjöllun DV um sigur Keflavíkur í oddaleiknum.Skjámynd/DV9. apríl 1992 á Hlíðarenda Nákvæmlega ári síðar voru Valsmenn í sömu stöðu og gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli. Valsliðið hafði unnið þriðja leikinn með 28 stiga mun í Keflavík (95-67) og Valsmenn mættu því örugglega bjartsýnir til leiks. Keflvíkingar svöruðu aftur á móti með því að bursta Valsmenn á Hlíðarenda, 78-56, eftir að hafa verið 40-19 yfir í hálfleik. Jón Kr. Gíslason fór fyrir Keflavíkurliðinu og var með 17 stig og átti stórleik. Keflvíkingar fylgdu þessu svo eftir með því að vinna oddaleikinn 77-68 á heimavelli sínum í Keflavík. Jónatan Bow var stigahæstur með 23 stig en Nökkvi Már Jónsson skoraði 19 stig.Nick Bradford í úrslitaeinvíginu á móti KR 2009.Mynd/Daníel11. apríl 2009 í GrindavíkGrindvíkingar voru búnir að vinna tvo leiki í röð á móti KR þar á meðal 107-94 sigur í Vesturbænum í leiknum á undan. Þeir gátu því tryggt sér titilinn með sigri í fjórða leiknum í Grindavík. KR-ingar voru með algjört súperlið en höfðu þegar misst bikarinn mjög óvænt til Stjörnunnar. KR-liðið tryggði sér oddaleik með 94-83 sigri í Grindavík. Fannar Ólafsson átti magnaðan leik fyrir KR, skoraði 20 stig og tók 13 fráköst. KR tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með eins stigs sigri í DHL-höllinni, 84-83, þar sem Grindvíkingar áttu lokasóknina en leikurinn fór fram í troðfullu húsi í Frostaskjólinu.Hlynur Bæringsson með Íslandsbikarinn eftir sigur Snæfells 2010.Mynd/Daníel26. apríl 2010 í Stykkishólmi Snæfell hafði aldrei orðið Íslandsmeistari en komst í 2-1 eftir fimmtán stiga sigur í Keflavík í þriðja leiknum, 100-85. Liðið gat því tryggt sér fyrsta titilinn á heimavelli í Hólminum. Keflvíkingar mættu aftur á móti í Hólminn og tryggðu sér oddaleik með 82-73 sigri. Uruele Igbavboa var með 20 stig og 11 fráköst og núverandi leikmaður ÍR, Sigurður Gunnar Þorsteinsson, skoraði 18 stig. Snæfellingar létu þetta tap þó ekki stoppa sér, heldur mættu til Keflavíkur í oddaleikinn og unnu þar mjög sannfærandi 36 stiga sigur, 105-69, eftir að hafa unnið fyrsta leikhlutann 37-19. Tveir sem duttu út fyrir ÍR í úrslitakeppninni í ár, Stjörnumaðurinn Hlynur Bæringsson (21 stig og 15 fráköst) og Njarðvíkingurinn Jeb Ivey voru í aðalhlutverki í þessu Snæfellsliði.Grindvíkingar fagna titlinum 2013.Mynd/Daníel25. apríl 2013 í Ásgarði, Garðabæ Stjörnumenn unnu þriðja leikinn sannfærandi í Grindavík, 101-89, og fengu því tækifæri til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins á heimavelli í fjórða leiknum. Grindvíkingar voru aftur á móti ekkert á því að gefa sig og sóttu sex stiga sigur í Garðabæ, 88-82. Aaron Broussard var magnaður með 37 stig og 12 fráköst. Davíð Ingi Bustion tók 13 fráköst á 18 mínútum og í Grindavíkurliðinu spilaði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, núverandi leikmaður ÍR. Grindavík tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með fimm stiga sigri á heimavelli, 79-74, í oddaleiknum í Röstinni í Grindavík. Stjörnumenn eru enn að bíða eftir fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum.
Dominos-deild karla Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira