Ótrúlegu undirhandarskotin hans Hauks Þrastarsonar eru engin tilviljun Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2019 11:00 Magnað mark. mynd/skjáskot Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum í fyrsta leik gegn Val í undanúrslitarimmu liðanna á þriðjudagskvöldið. Undrabarnið, sem fætt er árið 2001, skoraði þrettán mörk í sextán skotum, gaf þrjár stoðsendingar og var með fjórar löglegar stöðvanir en hann skoraði meðal annars markið sem kom leiknum í framlengingu. Haukur hefur heillað ekki bara Íslendinga heldur allan handboltaheiminn frá því á síðustu leiktíð þegar að hann var einn besti leikmaður deildarinnar aðeins sextán ára gamall. Hann er af mörgum talinn besti leikmaður heims í sínum árgangi og einn efnilegasti leikmaður heims en flest stórliðin í handboltaheiminum fylgjast grannt með honum. Haukur hefur mikið skorað með ótrúlegum undirhandarskotum í vetur en hann skoraði gjörsamlega geggjað mark á móti Val á þriðjudaginn með undirhandarskoti upp í samskeytin fjær sem fékk lýsendur leiksins til að spangóla.Mikið var rætt og ritað um markið á samfélagsmiðlum en einn handboltaáhugamaðurinn stakk upp á því á Twitter að Haukur myndi halda námskeið í undirhandarskotum fyrir HSÍ. „Þessi skot eru bara rugl. Ótrúleg skottækni,“ sagði Aðalsteinn Halldórsson. Örn Þrastarson, bróðir Hauks og þjálfari kvennaliðs Selfyssinga, svaraði með skemmtilegu myndbandi þar sem að hann sýndi að Haukur er búinn að vera að æfa þessi skot frá því að hann var bara polli. „Svona tækni er ekki tilviljun,“ segir Örn en á myndbandinu má sjá kornungan Hauk Þrastarson í Kiel-treyju númer 25 (númerið hans Hauks) að æfa undirhandarskot alveg eins og hann skoraði með á móti Val. Svo er bara spurning hvort hann muni þurfa stærri Kiel-treyju á næstu árum?Svona tækni er ekki tilviljun! #Aukaæfingin pic.twitter.com/oliD1blySP— Örn Þrastarson (@orntrastar7) May 1, 2019 Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti: Haukur er magnaður gæi Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu en heimamenn kláruðu leikinn að lokum með 2 mörkum, 36-34. 30. apríl 2019 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 36-34 | Haukur með sýningu og Selfoss vann í framlengingu Valsmenn komust tvisvar fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en Selfoss náði í framlengingu í Hleðsluhöllinni á Iðu. Þar voru heimamenn sterkari og tóku sigurinn. 30. apríl 2019 23:15 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum í fyrsta leik gegn Val í undanúrslitarimmu liðanna á þriðjudagskvöldið. Undrabarnið, sem fætt er árið 2001, skoraði þrettán mörk í sextán skotum, gaf þrjár stoðsendingar og var með fjórar löglegar stöðvanir en hann skoraði meðal annars markið sem kom leiknum í framlengingu. Haukur hefur heillað ekki bara Íslendinga heldur allan handboltaheiminn frá því á síðustu leiktíð þegar að hann var einn besti leikmaður deildarinnar aðeins sextán ára gamall. Hann er af mörgum talinn besti leikmaður heims í sínum árgangi og einn efnilegasti leikmaður heims en flest stórliðin í handboltaheiminum fylgjast grannt með honum. Haukur hefur mikið skorað með ótrúlegum undirhandarskotum í vetur en hann skoraði gjörsamlega geggjað mark á móti Val á þriðjudaginn með undirhandarskoti upp í samskeytin fjær sem fékk lýsendur leiksins til að spangóla.Mikið var rætt og ritað um markið á samfélagsmiðlum en einn handboltaáhugamaðurinn stakk upp á því á Twitter að Haukur myndi halda námskeið í undirhandarskotum fyrir HSÍ. „Þessi skot eru bara rugl. Ótrúleg skottækni,“ sagði Aðalsteinn Halldórsson. Örn Þrastarson, bróðir Hauks og þjálfari kvennaliðs Selfyssinga, svaraði með skemmtilegu myndbandi þar sem að hann sýndi að Haukur er búinn að vera að æfa þessi skot frá því að hann var bara polli. „Svona tækni er ekki tilviljun,“ segir Örn en á myndbandinu má sjá kornungan Hauk Þrastarson í Kiel-treyju númer 25 (númerið hans Hauks) að æfa undirhandarskot alveg eins og hann skoraði með á móti Val. Svo er bara spurning hvort hann muni þurfa stærri Kiel-treyju á næstu árum?Svona tækni er ekki tilviljun! #Aukaæfingin pic.twitter.com/oliD1blySP— Örn Þrastarson (@orntrastar7) May 1, 2019
Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti: Haukur er magnaður gæi Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu en heimamenn kláruðu leikinn að lokum með 2 mörkum, 36-34. 30. apríl 2019 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 36-34 | Haukur með sýningu og Selfoss vann í framlengingu Valsmenn komust tvisvar fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en Selfoss náði í framlengingu í Hleðsluhöllinni á Iðu. Þar voru heimamenn sterkari og tóku sigurinn. 30. apríl 2019 23:15 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Patti: Haukur er magnaður gæi Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu en heimamenn kláruðu leikinn að lokum með 2 mörkum, 36-34. 30. apríl 2019 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 36-34 | Haukur með sýningu og Selfoss vann í framlengingu Valsmenn komust tvisvar fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en Selfoss náði í framlengingu í Hleðsluhöllinni á Iðu. Þar voru heimamenn sterkari og tóku sigurinn. 30. apríl 2019 23:15