Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2019 09:49 TF-GPA var kyrrsett við gjaldþrot WOW air í lok mars. Vélin er í eigu ALC sem var umfangsmesti leigusali WOW air. Mynd/WOW air Isavia telur sig hafa haft skýrar lagaheimildir til að kyrrsetja flugvél erlendrar flugvélaleigu þegar WOW air varð gjaldþrota í mars. Í greinargerð sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag færir Isavia rök fyrir því að skuldir WOW air vegna gjalda á Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið leigunni óviðkomandi. Air Lease Corporation (ALC) krefst þess að fá aftur í hendur farþegaþotu af gerðinni Airbus A321-211 sem Isavia kyrrsetti þegar WOW air varð gjaldþrota 28. mars. Isavia kyrrsetti vélina til að tryggja greiðslu á gjöldum sem WOW air hafði lengi verið í vanskilum með. Í yfirlýsingu sem ALC sendi frá sér í síðustu viku fullyrti fyrirtækið að skuldbindingar WOW air gegn Isavia væru því óskyldar. Gagnrýndi það að Isavia hafi leyft WOW air að safna upp vanskilum á meðan önnur flugfélög hafi þurft að standa skil á sínum gjöldum á réttum tíma. Taldi fyrirtækið að kyrrsetningin bryti gegn eignarétti þess. Isavia krefst þess að verði ALC dæmt í vil verði áhrifum þess frestað þar til niðurstaða fæst í áfrýjun til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur.Vanskil söfnuðust upp frá 2017 Í greinargerð Isavia er lýst hvernig vanskil WOW air vegna notendagjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli höfðu safnast upp frá því í lok árs 2017. Isavia hafi hótað flugfélaginu að beita ákvæði loftferðalaga um kyrrsetningu flugvéla ef ekki kæmu fram raunhæfar áætlanir um uppgjör og greiðslu skulda. Í nóvember í fyrra hafi WOW air gefið út yfirlýsing um áætlun sem miðaði að því að greiðslum á gjöldum yrði lokið í nóvember á þessu ári. Flugfélagið skuldbatt sig jafnframt til þess að tryggja að ein flugvél yrði ávallt á Keflavíkurflugvelli eða á leiðinni þangað. Vanskilin hafi engu að síður haldið áfram að safnast upp þangað til WOW air hætti að greiða í byrjun mars. Isavia hafi tilkynnt WOW air um kyrrsetningu TF-GPA, vélarinnar sem ALC krefst þess nú að fá lausa, þar til skuldin hefði verið greidd eða fullnægjandi trygging sett fram aðfaranótt 28. mars. Þó að tvær vélar ALC í umráðum WOW air hafi verið á Keflavíkurflugvelli taldi Isavia nóg að aftra för annarrar þeirrar til að tryggja greiðslu gjaldanna. Þá um daginn skilaði WOW air inn flugrekstarleyfi sínu og var tekið til gjaldþrotaskipta. Isavia tilkynnti þá ALC um að vélin hefði verið kyrrsett. Fyrirtækið gæti fengið vélina lausa með því að greiða skuldina eða leggja fram tryggingu. Það hafi ALC hins vegar ekki gert.Isavia segir að þar sem ekkert samningssamband hafi verið á milli fyrirtækisins og ALC hafi því ekki verið heimilt að upplýsa um skuldastöðu Wow air. Engu að síður hafi ALC mátt vera ljósir erfiðleikar flugfélagsins.Vísir/VilhelmÞjónusta Isavia nauðsynleg ALC Lögmaður Isavia segir í greinargerðinni til héraðsdóms að skýrar lagaheimildir hafi legið fyrir rétti fyrirtækisins til þess að aftra för flugvélarinnar til að tryggja greiðslu skuldar WOW air. Hann byggi á ákvæði loftferðalaga. Samkvæmt því beri umráðaaðili og eigandi loftfars greiðsluskyldu vegna gjalda. Færir lögmaðurinn rök fyrir því að skuldbindingar WOW air gagnvart Isavia hafi ekki verið ALC óviðkomandi heldur nauðsynleg forsenda þess að leigusalinn gæti haft tekjur af flugvélinni. ALC hafi haft miklar leigutekjur af vélum sem nýttu sér mannvirki, búnað og aðstöðu Keflavíkurflugvallar. Þegar WOW air hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta hafi ALC verið skráður eigandi vélarinnar en WOW air umráðaaðili hennar. Riftun leigusamningsins hafi engin áhrif á rétt Isavia til að aftra för vélarinnar. Hún hafi jafnframt ekki átt sér stað fyrr en 4. apríl, nokkrum dögum eftir gjaldþrotið. Telur Isavia ósannað að rétt hafi verið staðið að riftun leigusamnings ALC og WOW air og hvenær hún hafi farið fram. ALC hafi þar að auki ekki virst hafa gripið til neinna aðgerða til að svipta WOW air umráðum flugvélarinnar. Því er hafnað í greinargerðinni að í skuldasöfnun WOW air hafi falist „eiginleg lánveiting“ Isavia til flugfélagsins. Áætlun um uppgjör hafi verið venjubundin aðgerð við vanskil viðskiptavina og hún geti ekki talist lánveiting.Steven Udvar-Hazy, stjórnarformaður Air Lease Corporation.NordicPhotos/GettyFullkunnugt um möguleikann á kyrrsetningu Hafnar Isavia rökum ALC um að kyrrsetningin brjóti gegn eignarétti fyrirtækisins. Í henni felist aðeins tímabundið takmörkun á nýtingu eignaréttarins og hægt sé að aflétta henni með því að greiða kröfuna eða leggja fram tryggingu fyrir greiðslu. Aftur er bent á að skuldin sé komin til vegna þjónustu sem hafi verið grundvöllur tekna WOW air og ALC. „Það er því ekkert óvænt, ósanngjarnt eða óeðlilegt við að eign gerðabeiðanda sem var í umráðum WOW standi til tryggingar á greiðslu slíkrar skuldar,“ segir í greinargerðinni. ALC hafi ennfremur verið vel kunnugt um heimildir Isavia til að aftra för flugvéla í eigu þess. Í greinargerðinni er vísað í leigusamningi ALC við WOW air þessu til stuðnings. Þar sé gert ráð fyrir halds- eða tryggingarrétti sem gæti verið beint að flugvélum ALC vegna krafna um ógreidd gjöld. WOW hafi veitt heimild til að flugvellir staðfestu við ALC stöðu á greiðslum. Komi til kyrrsetningar væri leigutaki skuldbundinn til að greiða og tryggja að för flugvéla væri ekki lengur aftrað eða löghaldi aflétt. „Verður ekki önnur ályktun dregin en sú að gerðarbeiðanda hafi verið það fullkunnugt að hann yrði krafinn um þessi gjöld ef viðsemjandinn WOW stæði ekki skil á þessum gjöldum, einnig við þær aðstæður ef WOW yrði gjaldþrota,“ segir í greinargerðinni. Um samninginn gildi ensk lög en í þeim sé að finna sams konar ákvæði og Isavia beitti til að aftra för vélarinnar. Vísað er í enskan hæstaréttardóm í máli flugvélaleigu sem þurfti að greiða skuld flugfélagsins Zoom við Glasgow-flugvöll þegar það varð gjaldþrota. Auk þess telur Isavia að ALC hafi vitað eða mátt vita af fjárhagsörðugleikum WOW air og því geta átt von á að ákvæði loftferðalaga yrði beitt. ALC hafi ekki rift leigusamningi við WOW air þrátt fyrir að skilyrði fyrir því hafi fyrir löngu verið komin fram. Það hafi fyrirtækið væntanlega gert í von um að rekstur WOW air braggaðist og vanskilin yrði gerð upp. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotu í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. 26. apríl 2019 15:23 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Isavia telur sig hafa haft skýrar lagaheimildir til að kyrrsetja flugvél erlendrar flugvélaleigu þegar WOW air varð gjaldþrota í mars. Í greinargerð sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag færir Isavia rök fyrir því að skuldir WOW air vegna gjalda á Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið leigunni óviðkomandi. Air Lease Corporation (ALC) krefst þess að fá aftur í hendur farþegaþotu af gerðinni Airbus A321-211 sem Isavia kyrrsetti þegar WOW air varð gjaldþrota 28. mars. Isavia kyrrsetti vélina til að tryggja greiðslu á gjöldum sem WOW air hafði lengi verið í vanskilum með. Í yfirlýsingu sem ALC sendi frá sér í síðustu viku fullyrti fyrirtækið að skuldbindingar WOW air gegn Isavia væru því óskyldar. Gagnrýndi það að Isavia hafi leyft WOW air að safna upp vanskilum á meðan önnur flugfélög hafi þurft að standa skil á sínum gjöldum á réttum tíma. Taldi fyrirtækið að kyrrsetningin bryti gegn eignarétti þess. Isavia krefst þess að verði ALC dæmt í vil verði áhrifum þess frestað þar til niðurstaða fæst í áfrýjun til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur.Vanskil söfnuðust upp frá 2017 Í greinargerð Isavia er lýst hvernig vanskil WOW air vegna notendagjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli höfðu safnast upp frá því í lok árs 2017. Isavia hafi hótað flugfélaginu að beita ákvæði loftferðalaga um kyrrsetningu flugvéla ef ekki kæmu fram raunhæfar áætlanir um uppgjör og greiðslu skulda. Í nóvember í fyrra hafi WOW air gefið út yfirlýsing um áætlun sem miðaði að því að greiðslum á gjöldum yrði lokið í nóvember á þessu ári. Flugfélagið skuldbatt sig jafnframt til þess að tryggja að ein flugvél yrði ávallt á Keflavíkurflugvelli eða á leiðinni þangað. Vanskilin hafi engu að síður haldið áfram að safnast upp þangað til WOW air hætti að greiða í byrjun mars. Isavia hafi tilkynnt WOW air um kyrrsetningu TF-GPA, vélarinnar sem ALC krefst þess nú að fá lausa, þar til skuldin hefði verið greidd eða fullnægjandi trygging sett fram aðfaranótt 28. mars. Þó að tvær vélar ALC í umráðum WOW air hafi verið á Keflavíkurflugvelli taldi Isavia nóg að aftra för annarrar þeirrar til að tryggja greiðslu gjaldanna. Þá um daginn skilaði WOW air inn flugrekstarleyfi sínu og var tekið til gjaldþrotaskipta. Isavia tilkynnti þá ALC um að vélin hefði verið kyrrsett. Fyrirtækið gæti fengið vélina lausa með því að greiða skuldina eða leggja fram tryggingu. Það hafi ALC hins vegar ekki gert.Isavia segir að þar sem ekkert samningssamband hafi verið á milli fyrirtækisins og ALC hafi því ekki verið heimilt að upplýsa um skuldastöðu Wow air. Engu að síður hafi ALC mátt vera ljósir erfiðleikar flugfélagsins.Vísir/VilhelmÞjónusta Isavia nauðsynleg ALC Lögmaður Isavia segir í greinargerðinni til héraðsdóms að skýrar lagaheimildir hafi legið fyrir rétti fyrirtækisins til þess að aftra för flugvélarinnar til að tryggja greiðslu skuldar WOW air. Hann byggi á ákvæði loftferðalaga. Samkvæmt því beri umráðaaðili og eigandi loftfars greiðsluskyldu vegna gjalda. Færir lögmaðurinn rök fyrir því að skuldbindingar WOW air gagnvart Isavia hafi ekki verið ALC óviðkomandi heldur nauðsynleg forsenda þess að leigusalinn gæti haft tekjur af flugvélinni. ALC hafi haft miklar leigutekjur af vélum sem nýttu sér mannvirki, búnað og aðstöðu Keflavíkurflugvallar. Þegar WOW air hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta hafi ALC verið skráður eigandi vélarinnar en WOW air umráðaaðili hennar. Riftun leigusamningsins hafi engin áhrif á rétt Isavia til að aftra för vélarinnar. Hún hafi jafnframt ekki átt sér stað fyrr en 4. apríl, nokkrum dögum eftir gjaldþrotið. Telur Isavia ósannað að rétt hafi verið staðið að riftun leigusamnings ALC og WOW air og hvenær hún hafi farið fram. ALC hafi þar að auki ekki virst hafa gripið til neinna aðgerða til að svipta WOW air umráðum flugvélarinnar. Því er hafnað í greinargerðinni að í skuldasöfnun WOW air hafi falist „eiginleg lánveiting“ Isavia til flugfélagsins. Áætlun um uppgjör hafi verið venjubundin aðgerð við vanskil viðskiptavina og hún geti ekki talist lánveiting.Steven Udvar-Hazy, stjórnarformaður Air Lease Corporation.NordicPhotos/GettyFullkunnugt um möguleikann á kyrrsetningu Hafnar Isavia rökum ALC um að kyrrsetningin brjóti gegn eignarétti fyrirtækisins. Í henni felist aðeins tímabundið takmörkun á nýtingu eignaréttarins og hægt sé að aflétta henni með því að greiða kröfuna eða leggja fram tryggingu fyrir greiðslu. Aftur er bent á að skuldin sé komin til vegna þjónustu sem hafi verið grundvöllur tekna WOW air og ALC. „Það er því ekkert óvænt, ósanngjarnt eða óeðlilegt við að eign gerðabeiðanda sem var í umráðum WOW standi til tryggingar á greiðslu slíkrar skuldar,“ segir í greinargerðinni. ALC hafi ennfremur verið vel kunnugt um heimildir Isavia til að aftra för flugvéla í eigu þess. Í greinargerðinni er vísað í leigusamningi ALC við WOW air þessu til stuðnings. Þar sé gert ráð fyrir halds- eða tryggingarrétti sem gæti verið beint að flugvélum ALC vegna krafna um ógreidd gjöld. WOW hafi veitt heimild til að flugvellir staðfestu við ALC stöðu á greiðslum. Komi til kyrrsetningar væri leigutaki skuldbundinn til að greiða og tryggja að för flugvéla væri ekki lengur aftrað eða löghaldi aflétt. „Verður ekki önnur ályktun dregin en sú að gerðarbeiðanda hafi verið það fullkunnugt að hann yrði krafinn um þessi gjöld ef viðsemjandinn WOW stæði ekki skil á þessum gjöldum, einnig við þær aðstæður ef WOW yrði gjaldþrota,“ segir í greinargerðinni. Um samninginn gildi ensk lög en í þeim sé að finna sams konar ákvæði og Isavia beitti til að aftra för vélarinnar. Vísað er í enskan hæstaréttardóm í máli flugvélaleigu sem þurfti að greiða skuld flugfélagsins Zoom við Glasgow-flugvöll þegar það varð gjaldþrota. Auk þess telur Isavia að ALC hafi vitað eða mátt vita af fjárhagsörðugleikum WOW air og því geta átt von á að ákvæði loftferðalaga yrði beitt. ALC hafi ekki rift leigusamningi við WOW air þrátt fyrir að skilyrði fyrir því hafi fyrir löngu verið komin fram. Það hafi fyrirtækið væntanlega gert í von um að rekstur WOW air braggaðist og vanskilin yrði gerð upp.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotu í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. 26. apríl 2019 15:23 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10
Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotu í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. 26. apríl 2019 15:23