Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2019 13:38 Vidar Zahl Arntzen er verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar. Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. Gísli særðist í þeim átökum en Gunnar segir að það hafi aldrei verið hans ásetningur að valda bróður sínum skaða. Þetta segir Vidar Zahl Arntzen, verjandi Gunnars, í samtali við Vísi. Hann segir Gunnar hafa verið í yfirheyrslu hjá lögreglunni í sex klukkutíma í gær. Þar sagði hann frá því sem gerst hafði daginn áður, um kvöldið, um nóttina og morguninn eftir að Gísli dó. „Hans frásögn af atburðarásinni liggur fyrir svo ég held að það muni líða nokkrir dagar, jafnvel margir dagar, kannski vika, tvær vikur, þar til hann verður yfirheyrður næst. Ég veit það auðvitað ekki fyrir víst, lögreglan stýrir því hvenær yfirheyrslur fara fram, en mín tilfinning er sú að það sé dálítið í það að Gunnar verði yfirheyrður aftur,“ segir Arntzen.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi þar sem bræðurnir bjuggu báðir.Nordicphotos/GettySegir að Gunnar hafi reynt að sækja hjálp Hann segir Gunnar mjög brotinn mann og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst. Þá segir Arntzen Gunnar muna vel eftir því sem gerðist. „Hann man mjög vel eftir því sem gerðist, daginn áður, um kvöldið, nóttina og morguninn eftir. Allar þessar klukkustundir skipta máli, hann man þetta skýrt og man öll grundvallaratriðin. Hann hefur lýst því sem gerðist í tímaröð fyrir lögreglu og hvernig hann man þennan hræðilega atburð.“ Arntzen segir það staðreynd að Gunnar hafi farið að hitta bróður sinn en hann hafi ekki farið heim til Gísla til þess að vinna honum mein. „En það sló í brýnu á milli þeirra í íbúðinni og bróðir Gunnars særðist í þeim átökum. Gunnar reyndi svo að ná í hjálp en við vitum öll hvernig þessu lauk. Í þessu samhengi, hann fór ekki til bróður síns til þess að valda honum skaða, en bróðir hans særðist engu að síður, þá lýsir hann sig saklausan af ásökun um morð,“ segir Arntzen spurður út í afstöðu skjólstæðings síns til sakarefnisins.Gísli Þór Þórarinsson.Aðsend/Heiða ÞórðarEnginn vafi á að Gunnar var á staðnum og enginn vafi á að það var hleypt af skoti Hann segist ekki geta farið nánar út í það hvernig Gunnar sótti hjálp, hvort hann hafi hringt sjálfur á lögreglu og/eða sjúkralið, þar sem það sé enn verið að rannsaka þann þátt málsins, meðal annars með því að ræða við vitni. Þá kveðst Arntzen heldur ekki geta farið út í tímaramma atburðarásarinnar að neinu leyti, tímaramminn liggi að vissu leyti fyrir, en hann segist ekki geta svarað því til dæmis hvenær Gunnar kom heim til bróður síns þar sem það sé enn til rannsóknar hjá lögreglu. Spurður út í það hvort að Gunnar hafi játað að hafa skotið úr byssunni sem hleypt var af heima hjá Gísla segir Arntzen: „Það er eitt meginviðfangsefni lögreglurannsóknarinnar að komast að því hvað gerðist nákvæmlega með þetta byssuskot. Það er enginn vafi á því að Gunnar var þarna og það er enginn vafi á því að það var hleypt af að minnsta kosti einu skoti. En það var ekki ásetningur Gunnars. Hann segir að þetta hafi verið hræðilegt, sorglegt slys.“Frá vettvangi í Mehamn á laugardag.TV2/Christoffer Robin JensenUm 40 vitni verið yfirheyrð Gunnar og hinn Íslendingurinn, vinur bræðranna sem einnig er í haldi, grunaður um aðild að málinu, voru handteknir í þorpinu Gamvik sem er skammt frá Mehamn. Komið hefur fram að um hálftíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um að maður hefði verið skotinn í húsi í miðbæ Mehamn, eða um klukkan sex um morguninn, barst tilkynning um að bíll hefði farið út af í Gamvik. Þaðan var hringt á lögregluna og voru Gunnar og hinn Íslendingurinn handteknir skömmu síðar í Gamvik. Aðspurður hvort að Gunnar og hinn Íslendingurinn hafi farið akandi frá Mehamn til Gamvik vill Arntzen ekki fara nánar út í það. Í tilkynningu frá lögreglunni í dag kom fram að rannsókn málsins væri í fullum gangi. Telur lögreglan að atburðarásin sé að skýrast en um 40 vitni hafa verið yfirheyrð. Gunnar situr í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi en hinn Íslendingurinn var úrskurðaður í vikulangt varðhald. Hann neitar því að eiga einhverja aðild að morðinu en segist hafa verið með Gunnari í fimm klukkustundir eftir morðið. Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru sammæðra og voru báðir búsettir í Mehamn. Kærasta Gísla Þórs, sem einnig er búsett í Mehamn og hefur komið fram í fjölmiðlum meðal annars í tengslum við söfnun fyrir flutningi á líki Gísla til Íslands, er barnsmóðir Gunnars. Hún og Gunnar slitu samvistum fyrir um tveimur árum. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. Gísli særðist í þeim átökum en Gunnar segir að það hafi aldrei verið hans ásetningur að valda bróður sínum skaða. Þetta segir Vidar Zahl Arntzen, verjandi Gunnars, í samtali við Vísi. Hann segir Gunnar hafa verið í yfirheyrslu hjá lögreglunni í sex klukkutíma í gær. Þar sagði hann frá því sem gerst hafði daginn áður, um kvöldið, um nóttina og morguninn eftir að Gísli dó. „Hans frásögn af atburðarásinni liggur fyrir svo ég held að það muni líða nokkrir dagar, jafnvel margir dagar, kannski vika, tvær vikur, þar til hann verður yfirheyrður næst. Ég veit það auðvitað ekki fyrir víst, lögreglan stýrir því hvenær yfirheyrslur fara fram, en mín tilfinning er sú að það sé dálítið í það að Gunnar verði yfirheyrður aftur,“ segir Arntzen.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi þar sem bræðurnir bjuggu báðir.Nordicphotos/GettySegir að Gunnar hafi reynt að sækja hjálp Hann segir Gunnar mjög brotinn mann og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst. Þá segir Arntzen Gunnar muna vel eftir því sem gerðist. „Hann man mjög vel eftir því sem gerðist, daginn áður, um kvöldið, nóttina og morguninn eftir. Allar þessar klukkustundir skipta máli, hann man þetta skýrt og man öll grundvallaratriðin. Hann hefur lýst því sem gerðist í tímaröð fyrir lögreglu og hvernig hann man þennan hræðilega atburð.“ Arntzen segir það staðreynd að Gunnar hafi farið að hitta bróður sinn en hann hafi ekki farið heim til Gísla til þess að vinna honum mein. „En það sló í brýnu á milli þeirra í íbúðinni og bróðir Gunnars særðist í þeim átökum. Gunnar reyndi svo að ná í hjálp en við vitum öll hvernig þessu lauk. Í þessu samhengi, hann fór ekki til bróður síns til þess að valda honum skaða, en bróðir hans særðist engu að síður, þá lýsir hann sig saklausan af ásökun um morð,“ segir Arntzen spurður út í afstöðu skjólstæðings síns til sakarefnisins.Gísli Þór Þórarinsson.Aðsend/Heiða ÞórðarEnginn vafi á að Gunnar var á staðnum og enginn vafi á að það var hleypt af skoti Hann segist ekki geta farið nánar út í það hvernig Gunnar sótti hjálp, hvort hann hafi hringt sjálfur á lögreglu og/eða sjúkralið, þar sem það sé enn verið að rannsaka þann þátt málsins, meðal annars með því að ræða við vitni. Þá kveðst Arntzen heldur ekki geta farið út í tímaramma atburðarásarinnar að neinu leyti, tímaramminn liggi að vissu leyti fyrir, en hann segist ekki geta svarað því til dæmis hvenær Gunnar kom heim til bróður síns þar sem það sé enn til rannsóknar hjá lögreglu. Spurður út í það hvort að Gunnar hafi játað að hafa skotið úr byssunni sem hleypt var af heima hjá Gísla segir Arntzen: „Það er eitt meginviðfangsefni lögreglurannsóknarinnar að komast að því hvað gerðist nákvæmlega með þetta byssuskot. Það er enginn vafi á því að Gunnar var þarna og það er enginn vafi á því að það var hleypt af að minnsta kosti einu skoti. En það var ekki ásetningur Gunnars. Hann segir að þetta hafi verið hræðilegt, sorglegt slys.“Frá vettvangi í Mehamn á laugardag.TV2/Christoffer Robin JensenUm 40 vitni verið yfirheyrð Gunnar og hinn Íslendingurinn, vinur bræðranna sem einnig er í haldi, grunaður um aðild að málinu, voru handteknir í þorpinu Gamvik sem er skammt frá Mehamn. Komið hefur fram að um hálftíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um að maður hefði verið skotinn í húsi í miðbæ Mehamn, eða um klukkan sex um morguninn, barst tilkynning um að bíll hefði farið út af í Gamvik. Þaðan var hringt á lögregluna og voru Gunnar og hinn Íslendingurinn handteknir skömmu síðar í Gamvik. Aðspurður hvort að Gunnar og hinn Íslendingurinn hafi farið akandi frá Mehamn til Gamvik vill Arntzen ekki fara nánar út í það. Í tilkynningu frá lögreglunni í dag kom fram að rannsókn málsins væri í fullum gangi. Telur lögreglan að atburðarásin sé að skýrast en um 40 vitni hafa verið yfirheyrð. Gunnar situr í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi en hinn Íslendingurinn var úrskurðaður í vikulangt varðhald. Hann neitar því að eiga einhverja aðild að morðinu en segist hafa verið með Gunnari í fimm klukkustundir eftir morðið. Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru sammæðra og voru báðir búsettir í Mehamn. Kærasta Gísla Þórs, sem einnig er búsett í Mehamn og hefur komið fram í fjölmiðlum meðal annars í tengslum við söfnun fyrir flutningi á líki Gísla til Íslands, er barnsmóðir Gunnars. Hún og Gunnar slitu samvistum fyrir um tveimur árum.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira