Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2019 08:25 Louis Farrakhan, leiðtogi Þjóðar íslams sem skilgreind hefur verið sem haturssamtök, og Alex Jones, stofnandi Infowars. Vísir/AP Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook hafa bannað öfgamenn eins og Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars, og Louis Farrakhan, leiðtoga Þjóðar íslams. Öfgamennirnir eru taldir brjóta gegn skilmálum Facebook um „hættulega einstaklinga“. Bannið nær einnig til annarra miðla Facebook eins og Instagram, aðdáendasíða öfgamannanna og annarra tengdra reikninga. Auk Jones og Farrakhan hafa hægriöfgamenn sem eru áberandi í Bandaríkjunum eins og Paul Nehlen, Milo Yiannopoulos, Paul Joseph Watson og Laura Loomer verið bannaðir á Facebook. Allir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur, að sögn AP-fréttastofunnar. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jones hafði áður verið settur í tímabundið bann en nú er það varanlegt. Twitter hefur einnig bannað Jones, Loomer og Yiannopolous. Þeir sem urðu fyrir banninu saka Facebook um ritskoðun. Gagnrýnendur þeirra segja að Facebook sé aðeins að framfylgja eigin reglum fyrst núna með því að banna þá frá miðlinum. Infowars, sem Jones stofnaði og Watson vann fyrir hefur meðal annars dreift samsæriskenningum um Sandy Hook-fjöldamorðið á grunnskólabörnum í Bandaríkjunum. Þjóð íslams sem Farrakhan stýrir hefur verið sökuð um að ala á andúð á gyðingum. Bandaríkin Facebook Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Ekki hefur verið staðfest hvað varð til þess að stjórnendum Twitter var misboðið í framgöngu stofnanda Infowars. 15. ágúst 2018 09:33 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira
Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook hafa bannað öfgamenn eins og Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars, og Louis Farrakhan, leiðtoga Þjóðar íslams. Öfgamennirnir eru taldir brjóta gegn skilmálum Facebook um „hættulega einstaklinga“. Bannið nær einnig til annarra miðla Facebook eins og Instagram, aðdáendasíða öfgamannanna og annarra tengdra reikninga. Auk Jones og Farrakhan hafa hægriöfgamenn sem eru áberandi í Bandaríkjunum eins og Paul Nehlen, Milo Yiannopoulos, Paul Joseph Watson og Laura Loomer verið bannaðir á Facebook. Allir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur, að sögn AP-fréttastofunnar. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jones hafði áður verið settur í tímabundið bann en nú er það varanlegt. Twitter hefur einnig bannað Jones, Loomer og Yiannopolous. Þeir sem urðu fyrir banninu saka Facebook um ritskoðun. Gagnrýnendur þeirra segja að Facebook sé aðeins að framfylgja eigin reglum fyrst núna með því að banna þá frá miðlinum. Infowars, sem Jones stofnaði og Watson vann fyrir hefur meðal annars dreift samsæriskenningum um Sandy Hook-fjöldamorðið á grunnskólabörnum í Bandaríkjunum. Þjóð íslams sem Farrakhan stýrir hefur verið sökuð um að ala á andúð á gyðingum.
Bandaríkin Facebook Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Ekki hefur verið staðfest hvað varð til þess að stjórnendum Twitter var misboðið í framgöngu stofnanda Infowars. 15. ágúst 2018 09:33 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47
Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Ekki hefur verið staðfest hvað varð til þess að stjórnendum Twitter var misboðið í framgöngu stofnanda Infowars. 15. ágúst 2018 09:33
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14