Fjögur rauð spjöld fóru á loft í leiknum og er nú spurning um hvaða leikmenn verða í banni þegar að liðin mætast í þriðja leiknum á sunnudaginn.
Darri Aronsson, leikmaður Hauka, fékk fyrstur rautt fyrir ljótt brot á Degi Aronssyni en Róbert Sigurðarson, Eyjamaður, fauk svo út af þremur mínútum síðar fyrir olnbogaskot í vörninni.
Adam Haukur Baumruk, sem fékk rautt spjald í fyrsta leiknum en slapp við bann, fékk aftur rautt í gær fyrir sóknarbrot og verður örugglega í banni á sunnudaginn. Það er slæmt fyrir Hauka því hann er búinn að skora 18 mörk í einvíginu.
Undir lok leiks braut Kári Kristján Kristjánsson svo hressilega á Heimi Óla Heimissyni eftir að búið var að flauta og fékk rautt spjald fyrir.
Rauðu spjöldin má sjá hér að neðan en farið verður yfir leikinn í Seinni bylgjunni í kvöld sem verður í beinni útsendingu frá Origo-göllinni frá klukkan 19.15.
Nánar má lesa um leikinn hér.