Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2019 18:13 Kári og Heimir Óli liggja í gólfinu eftir umrætt atvik vísir/skjáskot Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Aganefnd HSÍ dæmdi Kára Kristján í eins leiks bann þegar hún kom saman í dag, en málsmeðferð er þó ekki lokið því aganefndin kemur aftur saman á morgun þegar félögin hafa haft tíma til þess að senda inn sjónarmið og athugasemdir. Myndband tekið úr stúkunni í Vestmannaeyjum sýnir nýtt sjónarhorn á atvikið sem að mati Kára Kristjáns sannreynir sakleysi hans í málinu og á hann von á því að aganefnd afturkalli bannið. „Það sýnir allt sem segja þarf um máli. Heimir Óli veitist að mér í þessari senu,“ sagði Kári Kristján í samtali við Vísi í dag. „Ég hleyp til baka, Atli Báruson kemur með boltann að mér og ég brýt á Atla smekklega og passa að hann falli ekki beint til jarðar, ég hjálpa honum meira að segja í fallinu. Svo þegar ég stend upp þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ „Ég á þess enga annars kosta völ en að bera hendur fyrir höfði mér þegar hann togar mig niður,“ svo lýsir Kári atvikinu. „Vissulega þá fer höndin í hann, endar eflaust á hausnum á honum, en sökin er hvergi nálægt mín þarna.“Klippa: Nýtt sjónarhorn á brot Kára Eins og áður segir er búið að dæma Kára í eins leiks bann en aganefnd á þó eftir að funda aftur um málið og á ÍBV færi á því að senda inn athugasemdir. Myndbandið mun væntanlega vera á meðal málsgagna sem ÍBV sendir inn, þar sem atvikið kemur mismunandi fyrir sjónir hvort sem er á umræddu myndbandi eða sjónvarpsupptökum. „Ég er fyrstur til að viðurkenna að eins og þetta lítur út frá upptökum Stöð 2 Sport frá leiknum, þá lítur þetta bara ekki vel út fyrir mig. Það lítur út eins og ég hafi bara snappað, ef svo má orði komast, misst stjórn á skapi mínu.“ „Þess vegna er mjög gott, frábært fyrir mig, að þetta myndband sé til og þá sjá allir hvernig sakir liggja.“ „Það er deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli,“ segir Kári. Umrætt myndband má sjá hér fyrir ofan en upptökur frá Stöð 2 Sport eru neðst í fréttinni. Kári segist eiga von á því að aganefnd dragi leikbannið til baka þegar hún fer yfir málið á nýju á morgun. „Mér finndist það lang líklegast. Við fáum að senda inn gögn og þessi gögn eru vægast sagt óyggjandi. Það er mjög gott að aganefndin gefi okkur kost á því að senda inn gögn í þessu máli og þarna kemur sannleikurinn í ljós bersýnilega.“ „Sem er mjög gott, enda á að vera gegnsæi í þessu, og þá vinna allir.“ „Auðvitað getur dómurum yfirsést í hita leiksins, þetta var mjög erfiður leikur að dæma, mikið að gerast og mikið undir, mikill hiti í húsinu og að sjálfsögðu eru dómarar mannlegir og getur yfirsést svona hlutir. Ég ljái þeim það ekkert.“ „Þess vegna er frábært að við getum séð hvernig sakir standi,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Aganefnd fundar á morgun, laugardag, en næsti leikur í einvíginu er á sunnudaginn 5. maí í Schenkerhöllinni að Ásvöllum klukkan 16:00. Eftir sigur ÍBV í Eyjum er staðan í einvíginu jöfn, 1-1.Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum Olís-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Aganefnd HSÍ dæmdi Kára Kristján í eins leiks bann þegar hún kom saman í dag, en málsmeðferð er þó ekki lokið því aganefndin kemur aftur saman á morgun þegar félögin hafa haft tíma til þess að senda inn sjónarmið og athugasemdir. Myndband tekið úr stúkunni í Vestmannaeyjum sýnir nýtt sjónarhorn á atvikið sem að mati Kára Kristjáns sannreynir sakleysi hans í málinu og á hann von á því að aganefnd afturkalli bannið. „Það sýnir allt sem segja þarf um máli. Heimir Óli veitist að mér í þessari senu,“ sagði Kári Kristján í samtali við Vísi í dag. „Ég hleyp til baka, Atli Báruson kemur með boltann að mér og ég brýt á Atla smekklega og passa að hann falli ekki beint til jarðar, ég hjálpa honum meira að segja í fallinu. Svo þegar ég stend upp þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ „Ég á þess enga annars kosta völ en að bera hendur fyrir höfði mér þegar hann togar mig niður,“ svo lýsir Kári atvikinu. „Vissulega þá fer höndin í hann, endar eflaust á hausnum á honum, en sökin er hvergi nálægt mín þarna.“Klippa: Nýtt sjónarhorn á brot Kára Eins og áður segir er búið að dæma Kára í eins leiks bann en aganefnd á þó eftir að funda aftur um málið og á ÍBV færi á því að senda inn athugasemdir. Myndbandið mun væntanlega vera á meðal málsgagna sem ÍBV sendir inn, þar sem atvikið kemur mismunandi fyrir sjónir hvort sem er á umræddu myndbandi eða sjónvarpsupptökum. „Ég er fyrstur til að viðurkenna að eins og þetta lítur út frá upptökum Stöð 2 Sport frá leiknum, þá lítur þetta bara ekki vel út fyrir mig. Það lítur út eins og ég hafi bara snappað, ef svo má orði komast, misst stjórn á skapi mínu.“ „Þess vegna er mjög gott, frábært fyrir mig, að þetta myndband sé til og þá sjá allir hvernig sakir liggja.“ „Það er deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli,“ segir Kári. Umrætt myndband má sjá hér fyrir ofan en upptökur frá Stöð 2 Sport eru neðst í fréttinni. Kári segist eiga von á því að aganefnd dragi leikbannið til baka þegar hún fer yfir málið á nýju á morgun. „Mér finndist það lang líklegast. Við fáum að senda inn gögn og þessi gögn eru vægast sagt óyggjandi. Það er mjög gott að aganefndin gefi okkur kost á því að senda inn gögn í þessu máli og þarna kemur sannleikurinn í ljós bersýnilega.“ „Sem er mjög gott, enda á að vera gegnsæi í þessu, og þá vinna allir.“ „Auðvitað getur dómurum yfirsést í hita leiksins, þetta var mjög erfiður leikur að dæma, mikið að gerast og mikið undir, mikill hiti í húsinu og að sjálfsögðu eru dómarar mannlegir og getur yfirsést svona hlutir. Ég ljái þeim það ekkert.“ „Þess vegna er frábært að við getum séð hvernig sakir standi,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Aganefnd fundar á morgun, laugardag, en næsti leikur í einvíginu er á sunnudaginn 5. maí í Schenkerhöllinni að Ásvöllum klukkan 16:00. Eftir sigur ÍBV í Eyjum er staðan í einvíginu jöfn, 1-1.Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum
Olís-deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn