Fótbolti

Arnór Ingvi lagði upp í sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason vísir/getty
Arnór Ingvi Truastason lagði upp fyrra mark Malmö í 2-1 útisigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Arnór Ingvi var í byrjunarliði Malmö og strax á sjöttu mínútu átti hann gott hlaup upp að endalínu á vallarhelmingi Falkenbergs, sendi boltann fyrir markið þar sem Markus Rosenberg skilaði honum í netið.

Rosenberg var aftur á ferðinni á 25. mínútu þegar hann skoraði annað mark Malmö en heimamenn náðu að klóra í bakkann í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Á 55. mínútu fékk Rosenberg gullið tækifæri til þess að gera þrennu þegar hann fór á vítapunktinn. Spyrna hans fór hins vegar ekki inn og fleiri urðu mörkin í leiknum ekki.

Malmö er á toppi sænsku deildarinnar eftir sjö leiki en Falkenbergs er á botninum. Malmö hefur unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×