Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2019 16:12 Brak Sukhoi-þotu Aeoroflot á Sjeremetjevóflugvelli. Vísir/EPA Rússnesk samgönguyfirvöld ætla sér ekki að skipa fyrir um kyrrsetningu Sukhoi Superjet 100-farþegaþotanna eftir að 41 fórst þegar ein þeirra brotlenti á flugvelli í Moskvu í gær. Sukhoi er fyrsta rússneska farþegaþotan frá falli Sovétríkjanna. Eldur braust út í Sukhoi-vélinni við brotlendinguna á Sjeremetjevóflugvellinum í gær. Vélin var á vegum rússneska flugfélagsins Aeoroflot og var á leið til Moskvu frá Múrmansk þegar flugmennirnir neyddust til þess að nauðlenda henni. Rannsakendur beina nú sjónum sínum að því hvort að tæknileg bilun, mannleg mistök eða veðuraðstæður hafi valdið slysinu. Sjötíu og þrír farþegar voru um borð í vélinni auk fimm manna áhafnar. Þrjátíu og þrír farþegar og fjórir úr áhöfninni lifðu af en sex eru sagðir alvarlega slasaðir. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að einn þeirra sem fórst hafi verið bandarískur ríkisborgari. Jevgení Ditrikh, samgönguráðherra Rússlands, sagði fréttamönnum að engin ástæða væri til að kyrrsetja vélarnar í ljósi slyssins. Engu að síður tilkynnti Yamal Airlines, sem rekur flestar Superjet-þotur á eftir Aeroflot, að félagið ætlaði að hætta við kaup á tíu vélum í gær. Ástæðan væri þó hár rekstrarkostnaður, ekki öryggisáhyggjur. Sukhoi Superjet-þoturnar voru kyrrsetar í desember árið 2016 þegar galli fannst í stéli vélanna. Áhyggjur hafa komið fram um öryggi þeirra og áreiðanleika, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ein þeirra hrapaði í Indónesíu árið 2012 með þeim afleiðingum að 45 manns fórust. Mannlegum mistökum var kennt um það slys. Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Eldurinn kviknaði við lendingu 41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak. 5. maí 2019 21:09 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Rússnesk samgönguyfirvöld ætla sér ekki að skipa fyrir um kyrrsetningu Sukhoi Superjet 100-farþegaþotanna eftir að 41 fórst þegar ein þeirra brotlenti á flugvelli í Moskvu í gær. Sukhoi er fyrsta rússneska farþegaþotan frá falli Sovétríkjanna. Eldur braust út í Sukhoi-vélinni við brotlendinguna á Sjeremetjevóflugvellinum í gær. Vélin var á vegum rússneska flugfélagsins Aeoroflot og var á leið til Moskvu frá Múrmansk þegar flugmennirnir neyddust til þess að nauðlenda henni. Rannsakendur beina nú sjónum sínum að því hvort að tæknileg bilun, mannleg mistök eða veðuraðstæður hafi valdið slysinu. Sjötíu og þrír farþegar voru um borð í vélinni auk fimm manna áhafnar. Þrjátíu og þrír farþegar og fjórir úr áhöfninni lifðu af en sex eru sagðir alvarlega slasaðir. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að einn þeirra sem fórst hafi verið bandarískur ríkisborgari. Jevgení Ditrikh, samgönguráðherra Rússlands, sagði fréttamönnum að engin ástæða væri til að kyrrsetja vélarnar í ljósi slyssins. Engu að síður tilkynnti Yamal Airlines, sem rekur flestar Superjet-þotur á eftir Aeroflot, að félagið ætlaði að hætta við kaup á tíu vélum í gær. Ástæðan væri þó hár rekstrarkostnaður, ekki öryggisáhyggjur. Sukhoi Superjet-þoturnar voru kyrrsetar í desember árið 2016 þegar galli fannst í stéli vélanna. Áhyggjur hafa komið fram um öryggi þeirra og áreiðanleika, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ein þeirra hrapaði í Indónesíu árið 2012 með þeim afleiðingum að 45 manns fórust. Mannlegum mistökum var kennt um það slys.
Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Eldurinn kviknaði við lendingu 41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak. 5. maí 2019 21:09 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08
Eldurinn kviknaði við lendingu 41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak. 5. maí 2019 21:09