Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2019 16:12 Brak Sukhoi-þotu Aeoroflot á Sjeremetjevóflugvelli. Vísir/EPA Rússnesk samgönguyfirvöld ætla sér ekki að skipa fyrir um kyrrsetningu Sukhoi Superjet 100-farþegaþotanna eftir að 41 fórst þegar ein þeirra brotlenti á flugvelli í Moskvu í gær. Sukhoi er fyrsta rússneska farþegaþotan frá falli Sovétríkjanna. Eldur braust út í Sukhoi-vélinni við brotlendinguna á Sjeremetjevóflugvellinum í gær. Vélin var á vegum rússneska flugfélagsins Aeoroflot og var á leið til Moskvu frá Múrmansk þegar flugmennirnir neyddust til þess að nauðlenda henni. Rannsakendur beina nú sjónum sínum að því hvort að tæknileg bilun, mannleg mistök eða veðuraðstæður hafi valdið slysinu. Sjötíu og þrír farþegar voru um borð í vélinni auk fimm manna áhafnar. Þrjátíu og þrír farþegar og fjórir úr áhöfninni lifðu af en sex eru sagðir alvarlega slasaðir. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að einn þeirra sem fórst hafi verið bandarískur ríkisborgari. Jevgení Ditrikh, samgönguráðherra Rússlands, sagði fréttamönnum að engin ástæða væri til að kyrrsetja vélarnar í ljósi slyssins. Engu að síður tilkynnti Yamal Airlines, sem rekur flestar Superjet-þotur á eftir Aeroflot, að félagið ætlaði að hætta við kaup á tíu vélum í gær. Ástæðan væri þó hár rekstrarkostnaður, ekki öryggisáhyggjur. Sukhoi Superjet-þoturnar voru kyrrsetar í desember árið 2016 þegar galli fannst í stéli vélanna. Áhyggjur hafa komið fram um öryggi þeirra og áreiðanleika, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ein þeirra hrapaði í Indónesíu árið 2012 með þeim afleiðingum að 45 manns fórust. Mannlegum mistökum var kennt um það slys. Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Eldurinn kviknaði við lendingu 41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak. 5. maí 2019 21:09 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Rússnesk samgönguyfirvöld ætla sér ekki að skipa fyrir um kyrrsetningu Sukhoi Superjet 100-farþegaþotanna eftir að 41 fórst þegar ein þeirra brotlenti á flugvelli í Moskvu í gær. Sukhoi er fyrsta rússneska farþegaþotan frá falli Sovétríkjanna. Eldur braust út í Sukhoi-vélinni við brotlendinguna á Sjeremetjevóflugvellinum í gær. Vélin var á vegum rússneska flugfélagsins Aeoroflot og var á leið til Moskvu frá Múrmansk þegar flugmennirnir neyddust til þess að nauðlenda henni. Rannsakendur beina nú sjónum sínum að því hvort að tæknileg bilun, mannleg mistök eða veðuraðstæður hafi valdið slysinu. Sjötíu og þrír farþegar voru um borð í vélinni auk fimm manna áhafnar. Þrjátíu og þrír farþegar og fjórir úr áhöfninni lifðu af en sex eru sagðir alvarlega slasaðir. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að einn þeirra sem fórst hafi verið bandarískur ríkisborgari. Jevgení Ditrikh, samgönguráðherra Rússlands, sagði fréttamönnum að engin ástæða væri til að kyrrsetja vélarnar í ljósi slyssins. Engu að síður tilkynnti Yamal Airlines, sem rekur flestar Superjet-þotur á eftir Aeroflot, að félagið ætlaði að hætta við kaup á tíu vélum í gær. Ástæðan væri þó hár rekstrarkostnaður, ekki öryggisáhyggjur. Sukhoi Superjet-þoturnar voru kyrrsetar í desember árið 2016 þegar galli fannst í stéli vélanna. Áhyggjur hafa komið fram um öryggi þeirra og áreiðanleika, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ein þeirra hrapaði í Indónesíu árið 2012 með þeim afleiðingum að 45 manns fórust. Mannlegum mistökum var kennt um það slys.
Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Eldurinn kviknaði við lendingu 41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak. 5. maí 2019 21:09 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08
Eldurinn kviknaði við lendingu 41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak. 5. maí 2019 21:09