Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2019 22:15 Borpallur á Skálafirði í Færeyjum haustið 2014 að lokinni borun níundu holunnar á landgrunni eyjanna. Hann kom til viðhalds í Rúnavík. Atlantic Supply Base/Eli Lassen. Lögþing Færeyja samþykkti einróma fyrir helgi að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Olíuboranir á landgrunni Færeyja hófust árið 2000 og hafa alls níu holur verið boraðar, sú síðasta árið 2014, án þess að olía í vinnanlegu magni hafi fundist. Þótt leitin hafi þannig ekki skilað tilætluðum árangri hafa fylgt henni mikil umsvif og tóku Færeyingar meðal annars að sér að klassa olíuborpall eftir síðustu borun. Síðasta olíuleitarútboð fyrir tveimur árum reyndist endasleppt og skilaði aðeins einni umsókn og lauk því ferli með því að hún var dregin til baka í fyrra. En Færeyingar hafa ekki gefið upp alla von og hafa miklir olíufundir vestur af Hjaltlandi, skammt frá lögsögumörkum Færeyja, ýtt undir bjartsýni þeirra. Borpallurinn Cosl Pioneer boraði við Færeyjar sumarið 2012 á vegum Statoil og Exxon-Mobil. Borsvæðið var um 80 kílómetra suðaustur af eyjunum.Lögþing Færeyja samþykkti í síðustu viku frumvarp Pouls Michelsens atvinnumálaráðherra um að hefja nýtt olíuleitarútboð síðar á árinu, það fimmta í röðinni, að því er fram kom í frétt Kringvarpsins. Einhugur virðist hafa ríkt meðal þingmanna en frumvarpið var samþykkt með 25 samhljóða atkvæðum og var enginn á móti. Þó sat einn þingmaður hjá eftir aðra umræðu þar sem hann vildi ekki styðja niðurfellingu framleiðslugjalds af olíuvinnslu. Raunar komu einnig fram þau sjónarmið að minnka þyrfti enn frekar þann mun sem væri á skattheimtu Færeyja og Bretlands af olíuvinnslu. Meðan bresk stjórnvöld tækju 40 prósent í samanlögðum sköttum tækju færeysk 56 prósent. Lögþing Færeyja í Þórshöfn.Mynd/Lögþingið.Leitarsvæðið er við miðlínuna við Hjaltland og hyggjast Færeyingar hafa samstarf við bresk stjórnvöld, sem einnig áforma útboð Hjaltlandsmegin. Er það til að olíufélög geti samtímis leitað beggja vegna en líkur eru taldar á að olíulindir geti teygt sig yfir lögsögumörkin. Á færeyska vefnum Oljan.fo kemur fram að spurningum um græna og sjálfbæra orku hafi verið velt upp í umræðum í Lögþinginu. Sagt er að nokkrir þingmenn hafi lýst svipuðum sjónarmiðum og Kai Leo Johannesen, þingmaður Sambandsflokksins og fyrrum lögmaður Færeyja; að fremur en að banna olíu- og gasvinnslu ættu Færeyingar að þrýsta meira á önnur ríki að draga úr kolabrennslu, sem væri mesta ógnin gagnvart loftlagsbreytingum. Hann hafi einnig sagt að svo lengi sem stór hluti heims hefði þörf á kolvetnum til að tryggja velferð samfélaga lýsti það ábyrgð að leita að og vinna olíu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Umhverfismál Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Ein umsókn barst í olíuleit í fjórða útboði Færeyinga Færeyingar fengu eina umsókn í olíuleit í lögsögu eyjanna í fjórða olíuleitarútboðinu sem færeysk stjórnvöld standa fyrir á átján árum. 24. febrúar 2018 21:00 Óvenjulegt ákvæði felldi niður risaskuld Færeyja Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning. 11. júní 2018 22:00 Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15 Sér ekki loftslagsmarkmið og olíuvinnslu ganga saman Umhverfisráðherra telur það afar ólíklegt að ráðist verði í nýtt útboð vegna olíuleitar í tíð sitjandi ríkisstjórnar. 23. janúar 2018 16:00 Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lögþing Færeyja samþykkti einróma fyrir helgi að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Olíuboranir á landgrunni Færeyja hófust árið 2000 og hafa alls níu holur verið boraðar, sú síðasta árið 2014, án þess að olía í vinnanlegu magni hafi fundist. Þótt leitin hafi þannig ekki skilað tilætluðum árangri hafa fylgt henni mikil umsvif og tóku Færeyingar meðal annars að sér að klassa olíuborpall eftir síðustu borun. Síðasta olíuleitarútboð fyrir tveimur árum reyndist endasleppt og skilaði aðeins einni umsókn og lauk því ferli með því að hún var dregin til baka í fyrra. En Færeyingar hafa ekki gefið upp alla von og hafa miklir olíufundir vestur af Hjaltlandi, skammt frá lögsögumörkum Færeyja, ýtt undir bjartsýni þeirra. Borpallurinn Cosl Pioneer boraði við Færeyjar sumarið 2012 á vegum Statoil og Exxon-Mobil. Borsvæðið var um 80 kílómetra suðaustur af eyjunum.Lögþing Færeyja samþykkti í síðustu viku frumvarp Pouls Michelsens atvinnumálaráðherra um að hefja nýtt olíuleitarútboð síðar á árinu, það fimmta í röðinni, að því er fram kom í frétt Kringvarpsins. Einhugur virðist hafa ríkt meðal þingmanna en frumvarpið var samþykkt með 25 samhljóða atkvæðum og var enginn á móti. Þó sat einn þingmaður hjá eftir aðra umræðu þar sem hann vildi ekki styðja niðurfellingu framleiðslugjalds af olíuvinnslu. Raunar komu einnig fram þau sjónarmið að minnka þyrfti enn frekar þann mun sem væri á skattheimtu Færeyja og Bretlands af olíuvinnslu. Meðan bresk stjórnvöld tækju 40 prósent í samanlögðum sköttum tækju færeysk 56 prósent. Lögþing Færeyja í Þórshöfn.Mynd/Lögþingið.Leitarsvæðið er við miðlínuna við Hjaltland og hyggjast Færeyingar hafa samstarf við bresk stjórnvöld, sem einnig áforma útboð Hjaltlandsmegin. Er það til að olíufélög geti samtímis leitað beggja vegna en líkur eru taldar á að olíulindir geti teygt sig yfir lögsögumörkin. Á færeyska vefnum Oljan.fo kemur fram að spurningum um græna og sjálfbæra orku hafi verið velt upp í umræðum í Lögþinginu. Sagt er að nokkrir þingmenn hafi lýst svipuðum sjónarmiðum og Kai Leo Johannesen, þingmaður Sambandsflokksins og fyrrum lögmaður Færeyja; að fremur en að banna olíu- og gasvinnslu ættu Færeyingar að þrýsta meira á önnur ríki að draga úr kolabrennslu, sem væri mesta ógnin gagnvart loftlagsbreytingum. Hann hafi einnig sagt að svo lengi sem stór hluti heims hefði þörf á kolvetnum til að tryggja velferð samfélaga lýsti það ábyrgð að leita að og vinna olíu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Umhverfismál Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Ein umsókn barst í olíuleit í fjórða útboði Færeyinga Færeyingar fengu eina umsókn í olíuleit í lögsögu eyjanna í fjórða olíuleitarútboðinu sem færeysk stjórnvöld standa fyrir á átján árum. 24. febrúar 2018 21:00 Óvenjulegt ákvæði felldi niður risaskuld Færeyja Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning. 11. júní 2018 22:00 Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15 Sér ekki loftslagsmarkmið og olíuvinnslu ganga saman Umhverfisráðherra telur það afar ólíklegt að ráðist verði í nýtt útboð vegna olíuleitar í tíð sitjandi ríkisstjórnar. 23. janúar 2018 16:00 Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35
Ein umsókn barst í olíuleit í fjórða útboði Færeyinga Færeyingar fengu eina umsókn í olíuleit í lögsögu eyjanna í fjórða olíuleitarútboðinu sem færeysk stjórnvöld standa fyrir á átján árum. 24. febrúar 2018 21:00
Óvenjulegt ákvæði felldi niður risaskuld Færeyja Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning. 11. júní 2018 22:00
Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15
Sér ekki loftslagsmarkmið og olíuvinnslu ganga saman Umhverfisráðherra telur það afar ólíklegt að ráðist verði í nýtt útboð vegna olíuleitar í tíð sitjandi ríkisstjórnar. 23. janúar 2018 16:00
Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00