Ólafía komin inn á opna bandaríska Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2019 09:00 Ólafía Þórunn kampakát í Kaliforníu. mynd/ólafía þórunn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér í nótt farseðilinn á opna bandaríska meistaramótið í golfi en hún gerði sér lítið fyrir og vann úrtökumót í Kaliforníu. Spilaðir voru tveir hringir en Ólafía lék hringina tvo á samtals 139 höggum eða fimm höggum undir pari. Hún fór fyrri hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari og þann síðari á tveimur höggum undir. Í heildina fékk Ólafía Þórunn tíu fugla á holunum 36 sem spilaðar voru og fimm skolla en aðeins sigurvegarinn á úrtökumótinu í nótt átti möguleika á keppnisrétt á opna bandaríska sem er eitt af fimm risamótum ársins í kvennagolfinu. Spennan var mikil því Dottie Ardina varð í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eða höggi á eftir Ólafíu. Hún er fyrsti varamaður inn af þessu móti og Naomi Soifua er annar varamaður. Þetta verður annað árið í röð sem að Ólafía spilar á opna bandaríska meistaramótinu en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn þar á síðasta ári. Þá verður þetta í sjöunda sinn sem að Ólafía spilar á risamóti á síðustu þremur árum. Golf Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér í nótt farseðilinn á opna bandaríska meistaramótið í golfi en hún gerði sér lítið fyrir og vann úrtökumót í Kaliforníu. Spilaðir voru tveir hringir en Ólafía lék hringina tvo á samtals 139 höggum eða fimm höggum undir pari. Hún fór fyrri hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari og þann síðari á tveimur höggum undir. Í heildina fékk Ólafía Þórunn tíu fugla á holunum 36 sem spilaðar voru og fimm skolla en aðeins sigurvegarinn á úrtökumótinu í nótt átti möguleika á keppnisrétt á opna bandaríska sem er eitt af fimm risamótum ársins í kvennagolfinu. Spennan var mikil því Dottie Ardina varð í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eða höggi á eftir Ólafíu. Hún er fyrsti varamaður inn af þessu móti og Naomi Soifua er annar varamaður. Þetta verður annað árið í röð sem að Ólafía spilar á opna bandaríska meistaramótinu en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn þar á síðasta ári. Þá verður þetta í sjöunda sinn sem að Ólafía spilar á risamóti á síðustu þremur árum.
Golf Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira