Klopp gæti notað nítján ára gutta í fyrsta sinn á móti Barcelona í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2019 15:00 Rhian Brewster. Getty/Nick Taylor Liverpool verður án tveggja af öflugustu sóknarmönnum sínum í seinni leiknum á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta gæti opnað möguleikann fyrir markakóng HM 17 ára landsliða frá 2017. Framlína Liverpool liðsins lítur ekkert allt of vel út eftir nýjustu forföllin. Mohamed Salah er að glíma við eftirmála höfuðhöggs og Roberto Firmino er tognaður á vöðva. Þeir verða hvorugur með á Anfield í kvöld. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30.NEW: Jurgen Klopp confirms HUGE opportunity for Rhian Brewster vs. Barcelona https://t.co/xA0yI7Jl2L — This Is Anfield (@thisisanfield) May 7, 2019„Við getum ekki notað tvo af bestu framherjum heims og þurfum að skora fjögur mörk. Það gerir þetta ekki auðveldara fyrir okkur en á meðan við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum þá reynum við,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Enskir blaðamenn veltu upp möguleikanum á því að nota táninginn Rhian Brewster. Rhian Brewster sló í gegn með unglingalandsliði Englendinga en missti af undirbúningstímabilinu og stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla á ökkla og liðböndum í hné."He has been in outstanding shape for the last three or four weeks" Jurgen Klopp on Rhian Brewster.https://t.co/BK2eohgumg — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 6, 2019Rhian Brewster er fæddur 1. apríl árið 2000. Hann skoraði 20 mörk í 22 leikjum með enska sautján ára landsliðinu á árunum 2016 til 2017 og varð heimsmeistari með liðinu í október 2017. Brewster varð líka markahæstur á mótinu með átta mörk en hann skoraði þrennu í undanúrslitaleiknum á móti Brasilíu og eitt mark í úrslitaleiknum á móti Spáni. Rhian Brewster meiddist hins vegar í leik með 23 ára liði Liverpool í janúar 2018 og það hefur tekið langan tíma fyrir hann að koma til baka.2nd leg tomorrow, time to show what @LFC are about! pic.twitter.com/UFMdCVltEp — Rhian Brewster (@RhianBrewster9) May 6, 2019 Meiðslavandræðin í framlínunni þýða aftur á móti að Rhian Brewster er í hópnum í kvöld og gæti spilað. Þetta verður aðeins í annað skiptið sem Rhian Brewster er í leikmannahópnum hjá Klopp. Hann var áður ónotaður varamaður í leik á móti Crystal Palace í apríl 2017. „Það er góður möguleiki á því að hann verði með,“ sagði Jürgen Klopp aðspurður um hinn nítján ára gamla Rhian Brewster. Klopp hrósaði stráknum líka fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur. „Hann er tilbúinn. Kringumstæðurnar eru oft svona. Í fullkomnum heimi ertu alltaf með mun fleiri leikmenn en komast fyrir í hópnum,“ sagði Jürgen Klopp um Rhian Brewster. „Rhian er nú kominn til okkar eftir að hafa verið mikið meiddur. Hann hefur orðið betri og betri með hverjum deginum. Hann hefur verið í frábæru formi á æfingum síðustu þrjár til fjórar vikurnar en hann er ekki sá eini,“ sagði Klopp. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Liverpool verður án tveggja af öflugustu sóknarmönnum sínum í seinni leiknum á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta gæti opnað möguleikann fyrir markakóng HM 17 ára landsliða frá 2017. Framlína Liverpool liðsins lítur ekkert allt of vel út eftir nýjustu forföllin. Mohamed Salah er að glíma við eftirmála höfuðhöggs og Roberto Firmino er tognaður á vöðva. Þeir verða hvorugur með á Anfield í kvöld. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30.NEW: Jurgen Klopp confirms HUGE opportunity for Rhian Brewster vs. Barcelona https://t.co/xA0yI7Jl2L — This Is Anfield (@thisisanfield) May 7, 2019„Við getum ekki notað tvo af bestu framherjum heims og þurfum að skora fjögur mörk. Það gerir þetta ekki auðveldara fyrir okkur en á meðan við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum þá reynum við,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Enskir blaðamenn veltu upp möguleikanum á því að nota táninginn Rhian Brewster. Rhian Brewster sló í gegn með unglingalandsliði Englendinga en missti af undirbúningstímabilinu og stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla á ökkla og liðböndum í hné."He has been in outstanding shape for the last three or four weeks" Jurgen Klopp on Rhian Brewster.https://t.co/BK2eohgumg — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 6, 2019Rhian Brewster er fæddur 1. apríl árið 2000. Hann skoraði 20 mörk í 22 leikjum með enska sautján ára landsliðinu á árunum 2016 til 2017 og varð heimsmeistari með liðinu í október 2017. Brewster varð líka markahæstur á mótinu með átta mörk en hann skoraði þrennu í undanúrslitaleiknum á móti Brasilíu og eitt mark í úrslitaleiknum á móti Spáni. Rhian Brewster meiddist hins vegar í leik með 23 ára liði Liverpool í janúar 2018 og það hefur tekið langan tíma fyrir hann að koma til baka.2nd leg tomorrow, time to show what @LFC are about! pic.twitter.com/UFMdCVltEp — Rhian Brewster (@RhianBrewster9) May 6, 2019 Meiðslavandræðin í framlínunni þýða aftur á móti að Rhian Brewster er í hópnum í kvöld og gæti spilað. Þetta verður aðeins í annað skiptið sem Rhian Brewster er í leikmannahópnum hjá Klopp. Hann var áður ónotaður varamaður í leik á móti Crystal Palace í apríl 2017. „Það er góður möguleiki á því að hann verði með,“ sagði Jürgen Klopp aðspurður um hinn nítján ára gamla Rhian Brewster. Klopp hrósaði stráknum líka fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur. „Hann er tilbúinn. Kringumstæðurnar eru oft svona. Í fullkomnum heimi ertu alltaf með mun fleiri leikmenn en komast fyrir í hópnum,“ sagði Jürgen Klopp um Rhian Brewster. „Rhian er nú kominn til okkar eftir að hafa verið mikið meiddur. Hann hefur orðið betri og betri með hverjum deginum. Hann hefur verið í frábæru formi á æfingum síðustu þrjár til fjórar vikurnar en hann er ekki sá eini,“ sagði Klopp.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn