Fréttamenn Reuters lausir úr fangelsi í Búrma Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 10:18 Wa Lone (t.v.) og Kyaw Soe Oo (t.h.) eftir að þeim var sleppt í dag. Þeir hlutu meðal annars bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir umfjöllunina sem varð til þess að þeir voru handteknir. Vísir/EPA Tveir fréttamenn Reuters-fréttastofunnar sem höfðu dúsað í fangelsi í Búrma í meira en fimm hundruð daga voru á meðal á sjöunda þúsund fanga sem voru náðaðir og sleppt úr fangelsi í dag. Mennirnir tveir voru sakfelldir fyrir að brjóta gegn lögum um ríkisleyndarmál með umfjöllun sinni um morð á róhingjamúslimum í Búrma. Wa Lone og Kyaw Soe Oo voru handteknir í desember árið 2017. Þeir höfðu þá unnið að rannsókn á morðum á tíu róhingjamúslimum, þar á meðal drengjum, í Rakhine-ríki í vesturhluta Búrma. Morðin voru hluti af herför hersins þar og voru framin af hermönnum og óbreyttum borgurum sem tilheyra meirihluta búddista í landinu. Á áttunda hundrað þúsunda róhingja flúðu til Bangladess undan ofsóknunum. Fréttamennirnir voru sakfelldir og dæmdir í sjö ára fangelsi í desember. Handtökur þeirra og fangelsun vakti alþjóðlega athygli og var fordæmt af erindrekum og mannréttindasamtökum. Þeim var báðum veitt forsetanáðun í dag en það er árviss hefð á nýársfagnaði í Búrma sem hefst 17. apríl. Alls var um 6.500 föngum um allt land sleppt. Mjanmar Tengdar fréttir Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01 Ríkur stuðningur við fangelsaða blaðamenn Reuters Stuðningsmenn mjanmörsku Reuters-blaðamannanna Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuðust saman í miðborg Yangon í gær. 13. desember 2018 09:00 Áfrýjun blaðamanna í Mjanmar hafnað Tveir blaðamenn Reuters opinberuðu fjöldamorð öryggissveita og voru dæmdir fyrir njósnir. 11. janúar 2019 14:45 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Tveir fréttamenn Reuters-fréttastofunnar sem höfðu dúsað í fangelsi í Búrma í meira en fimm hundruð daga voru á meðal á sjöunda þúsund fanga sem voru náðaðir og sleppt úr fangelsi í dag. Mennirnir tveir voru sakfelldir fyrir að brjóta gegn lögum um ríkisleyndarmál með umfjöllun sinni um morð á róhingjamúslimum í Búrma. Wa Lone og Kyaw Soe Oo voru handteknir í desember árið 2017. Þeir höfðu þá unnið að rannsókn á morðum á tíu róhingjamúslimum, þar á meðal drengjum, í Rakhine-ríki í vesturhluta Búrma. Morðin voru hluti af herför hersins þar og voru framin af hermönnum og óbreyttum borgurum sem tilheyra meirihluta búddista í landinu. Á áttunda hundrað þúsunda róhingja flúðu til Bangladess undan ofsóknunum. Fréttamennirnir voru sakfelldir og dæmdir í sjö ára fangelsi í desember. Handtökur þeirra og fangelsun vakti alþjóðlega athygli og var fordæmt af erindrekum og mannréttindasamtökum. Þeim var báðum veitt forsetanáðun í dag en það er árviss hefð á nýársfagnaði í Búrma sem hefst 17. apríl. Alls var um 6.500 föngum um allt land sleppt.
Mjanmar Tengdar fréttir Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01 Ríkur stuðningur við fangelsaða blaðamenn Reuters Stuðningsmenn mjanmörsku Reuters-blaðamannanna Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuðust saman í miðborg Yangon í gær. 13. desember 2018 09:00 Áfrýjun blaðamanna í Mjanmar hafnað Tveir blaðamenn Reuters opinberuðu fjöldamorð öryggissveita og voru dæmdir fyrir njósnir. 11. janúar 2019 14:45 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00
Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01
Ríkur stuðningur við fangelsaða blaðamenn Reuters Stuðningsmenn mjanmörsku Reuters-blaðamannanna Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuðust saman í miðborg Yangon í gær. 13. desember 2018 09:00
Áfrýjun blaðamanna í Mjanmar hafnað Tveir blaðamenn Reuters opinberuðu fjöldamorð öryggissveita og voru dæmdir fyrir njósnir. 11. janúar 2019 14:45