Grundvallarmunur á ostunum þó að þeir kunni að virðast sá sami undir fimm vörumerkjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2019 14:46 Ostarnir sem um ræðir eru allir framleiddir hjá Mjólkursamsölunni. Fimm tegundir Gouda-osta Mjólkursamsölunnar, sem allar hafa sama fituinnihald en eru seldar undir mismunandi vörumerkjum, eru um margt ólíkar, að sögn sölustjóra fyrirtækisins. Vörumerkin voru sögð villandi fyrir neytendur á samfélagsmiðlum í vikunni. Umræddar tegundir eru Gouda, Brauðostur, Góðostur, Sveitabiti og Skólaostur. Tegundirnar eru allar 26% Gouda-ostar og hafa nær alveg sama næringargildi samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Mjólkursamsölunnar.„Niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi“ Tónlistar- og útvarpsmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, vakti athygli á málinu á Twitter-reikningi sínum. „Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi,“ skrifaði Jóhann og birti myndir af ostategundunum.Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi. pic.twitter.com/HcJ9Tfh5aN— litli joey (@JHNNKRSTFR) May 5, 2019 Áberandi bragðmunur og söguleg skýring Aðalsteinn H. Magnússon sölustjóri hjá MS segir í samtali við Vísi að þó að ostarnir séu allir 26% að fituinnihaldi og tilheyri flokki Gouda-osta sé grundvallarmunur á vörumerkjunum.Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni.Fréttablaðið/GVAEf miðað sé við Góðostinn þá sé Skólaosturinn til dæmis yngri ostur, ekki þroskaður jafnlengi og teljist mildari. Hann eigi að höfða til yngri neytenda. Þá sé Sveitabitinn talsvert frábrugðinn hinum ostunum fjórum. Hann sé töluvert mýkri og vatnsmeiri þannig að erfitt sé að skera hann í sneiðar. Líkastir innbyrðis séu Góðostur og Brauðostur en vörumerkin eigi sér sögulega skýringu. Annar osturinn hafi upphaflega verið framleiddur í einu mjólkurbúi og hinn í öðru. Þegar iðnaðurinn var svo sameinaður og Mjólkursamsalan tók yfir var ákveðið að halda vörumerkjunum. „Á meðan einhverjir vilja kaupa Góðost og aðrir Brauðost þá bara leyfum við kúnnunum að ráða,“ segir Aðalsteinn. „Það er áberandi bragðmunur og hann liggur í rauninni í þessu, að Skólaosturinn er minna þroskaður þannig að hann er mildari, Sveitabitinn er blautari og Brauðosturinn er svona líkastur Góðosti en það á þessa sögulegu skýringu.“ Neytendur Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fimm tegundir Gouda-osta Mjólkursamsölunnar, sem allar hafa sama fituinnihald en eru seldar undir mismunandi vörumerkjum, eru um margt ólíkar, að sögn sölustjóra fyrirtækisins. Vörumerkin voru sögð villandi fyrir neytendur á samfélagsmiðlum í vikunni. Umræddar tegundir eru Gouda, Brauðostur, Góðostur, Sveitabiti og Skólaostur. Tegundirnar eru allar 26% Gouda-ostar og hafa nær alveg sama næringargildi samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Mjólkursamsölunnar.„Niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi“ Tónlistar- og útvarpsmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, vakti athygli á málinu á Twitter-reikningi sínum. „Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi,“ skrifaði Jóhann og birti myndir af ostategundunum.Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi. pic.twitter.com/HcJ9Tfh5aN— litli joey (@JHNNKRSTFR) May 5, 2019 Áberandi bragðmunur og söguleg skýring Aðalsteinn H. Magnússon sölustjóri hjá MS segir í samtali við Vísi að þó að ostarnir séu allir 26% að fituinnihaldi og tilheyri flokki Gouda-osta sé grundvallarmunur á vörumerkjunum.Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni.Fréttablaðið/GVAEf miðað sé við Góðostinn þá sé Skólaosturinn til dæmis yngri ostur, ekki þroskaður jafnlengi og teljist mildari. Hann eigi að höfða til yngri neytenda. Þá sé Sveitabitinn talsvert frábrugðinn hinum ostunum fjórum. Hann sé töluvert mýkri og vatnsmeiri þannig að erfitt sé að skera hann í sneiðar. Líkastir innbyrðis séu Góðostur og Brauðostur en vörumerkin eigi sér sögulega skýringu. Annar osturinn hafi upphaflega verið framleiddur í einu mjólkurbúi og hinn í öðru. Þegar iðnaðurinn var svo sameinaður og Mjólkursamsalan tók yfir var ákveðið að halda vörumerkjunum. „Á meðan einhverjir vilja kaupa Góðost og aðrir Brauðost þá bara leyfum við kúnnunum að ráða,“ segir Aðalsteinn. „Það er áberandi bragðmunur og hann liggur í rauninni í þessu, að Skólaosturinn er minna þroskaður þannig að hann er mildari, Sveitabitinn er blautari og Brauðosturinn er svona líkastur Góðosti en það á þessa sögulegu skýringu.“
Neytendur Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira