Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var einn besti maður vallarins í kvöld er Liverpool tryggði sér á ótrúlegan hátt sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Henderson hljóp manna mest í kvöld og var frábær á miðsvæðinu en hver voru hans fyrstu viðbrögð í leikslok?
„Ótrúlegt. Ég held að það hafi ekki verið margir sem höfðu trú á okkur. Við vissum að þetta yrði erfitt en að þetta væri hægt,“ sagði Henderson í samtali við fjölmiðla í kvöld.
„Trúin sem er í búningsherberginu er ótrúleg. Við vissum að við gætum gert eitthvað sérstakt á Anfield. Sjáðu stuðningsmennina og strákana. Þetta er sérstakt kvöld og eitt það besta.“
„Við vildum byrja vel. Við skoruðum snemma sem hjálpaði. Það var ekki bara markið heldur að elta þá og setja þá undir pressu. Við vissum að ef við myndum sýna hjarta þá ættum við möguleika,“ sagði fyrirliðinn.
„Vissum að við gætum gert eitthvað sérstakt á Anfield“

Tengdar fréttir

Twitter eftir ótrúlega endurkomu Liverpool: „Elska Klopp meira en börnin mín“
Stuðningsmenn Liverpool voru ánægðir í kvöld. Eðlilega.

Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir kraftaverk gegn Barcelona
Það gekk allt upp hjá Liverpool í kvöld.